Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Blaðsíða 9
ELIZABETH JENEWAY: Hið brezka og ameríska í nútímaskáldsögunni Eins og hver skólastrákur veit, er sérhver almenn fullyrðing ósönn og felur ekki annað í sér en sjálfa sig. Þaff er því eklci laust viff, að ég finni til feimni, þegar ég staffhæfi, að brezka og ameríska skáldsagan séu ólíkar. ÞaS er aff vísu afar torvelt að lýsa því, sem skilur- á milli án þess að hægt sé að finna einn snöggan blett á sldlgreiningunni, sem veldur karpi og deilum. Og sámt sem áður er staðhæfingin sönn: samtíðarskáld-- sögur Breta og Ameríkumanna eru ólíkar. Lítum til dæmis á eitt atriði. Þó aff hin skarpa aðgreining stéttanna í brezku þjóðfélagi sé ekki lengur fyrir hendi, eru flestar brezkar skáld- sögur sérvizkulega ,,hreinræktaðar“. — Hins vegar er ameríska skáldsagan lifandi og teygir úr sér, eins og Ameríka sjálf. í bók sinni „Athuga- semdir og skáldsagnaritun" lcallar Elizabeth Bowen allt það, sem stytt- ir og sníður til skáldsöguna og beinir henni að ákveðnum endi, gagnlega nytsemi. Ifana vanrækja amerískilr rithöfundar of oft og enda svo oft í hreinni þvælu og samhengisleysi, drukknir af áhrifum frá Whitman og Wolfe. Ameríkumenn virðast hafa löngun til að koma öllu fyrir í skáldsögunni. Bækur, sem að öðru leyti eru ágæt verk, eins og Raintree County eftir Ross Lockridge, The History of Rome J. P. Marquand Hanks eftir Joseph Stanley Pennell og skáldsögur Dos Passos, bæði þær fyrstu og þó einkum hinar síðustu, eru gallagripir vegna listræns ósam- ræmis, af því að gerð hefur verið tilraun að láta þær fela í sér of mikla reynslu. Afleiffingin er óljós merk- ing og reiðuleysi á hverri siðu. Til- gangurinn með bókinni er ekki nógu skýr. Svona fór um skáldsögu Sand- burg’s, Remembrance Rock, og The Sign of Jonah eftir Nancy Hale, og skortur gagnlegrar nytsemi í þeim skilningi, sem Bowen leggur í hugtak- ið, öll þessi ofhleðsla þess, sem ekkert kemur málinu viff, er höfuðgalli jafn- ólíkra höfunda og Saroyans og Irwin Shaw. — Sú listræna tækni í efnis- meffferð, sem bjargar málinu og gerir höfundi kleift að hafa vald yfir marg þættri reynslu, getur þó orðið of mik- il, og ef henni er beitt um of, verður hún dragbítur; höfundurinn semur svo skáldsögur, sem eru alfullkomn- ar, en steindauðar, eins og gangverk klukkunnar. Bowen heldur því ein- dregið fram, að hugdettur hvers og eins geti einar skorið úr því, hvað skiptir máli í skáldsögu. Hún gengur jafnvel svo langt að segja, að skiln- ingur og dómgreind hins gáfaffa komi að litlu haldi, nema þegar leysa þarf gátuna í glæpasögum. Hún er þeirrar skoðunar, að í skáldsagnagerð sé að vísu hægt að benda á gallana með skýrri sundurliðun, en ekki hægt að W. S. Maugham bæta úr þeim. Það eru hugdetturnar, en ekki vitsmunirnir, sem skapa. Hvernig er þessu svo farið, hafa ekki brezkir skáldsagnahöfiíndar síðan D.H. Lawrence leiff vantreyst hug- dettum sínum? Hafa þeir ekki neitað að gefa þeim lausan tauminn og kos- ið heldur að reyna að bæta úr göll- unum, þó að þeir gætu það ekki ævin- lega, en að láta undan freistingunni? Hefur ekki brezka skáldsagan verið skorin of mikið niður? (Þó ma uð- vitað nefna undantekningar, eins og t.d. Joyce Cary, svo að einn sé nefnd- ur). Þá er komið að öðru, sem skilur á milli. Nýlegar, brezkar skáldsögur, sem margar eru skrifaðar undir sterk um áhrifum frá Virginia Woolf, stefna lengra og lengra í þá áttina að segja nær eingöngu frá einstakling- um og persónulegum samskiptum þeirra. Amerískar skáldsögur, jafnvel ómerkilegar, setja fólk sitt ekki ein- ungis í samband við annað fólk, held- ur einnig ákveðin sjónarmið og fyrir- bæri í þjóðfélagsmálum og viðhorf gagnvart umhverfinu, and-semítisma, kynvillu sem félagslegt fyrirbæri, glæpsamlega og ábyrgðarlausa vald- beitingu og stöðu einstaklingsins í al- heiminum og þjóðfélaginu. Allt írá lítt þekktum ritlingahöfundum upp í merkustu rithöfunda þjóðarinnar, frá Lillian Smith og John Hersey upp í Robert Penn Warren og William Faulkner, leggja amerískir rithöfund- ar mikla áherzlu á að láta persónur sínar speglast I fleti atburðanna í um heiminum, þýðingarmikilla atburða í heimi markmiða og verðmæta. Yfir þeim markmiðum og verðmætum eru oft kveðnir upp dómar frá ýmsum sjónarmiðum, — Willard Motley, Nelson Algren, Ira Wolfert, John O’Hara og John Dos Passos velta þeim fyrir sér, en þau eru líka lifandi þátt ur í bókum þessara höfunda. Ef við berum saman brezkan og amerískan höfund með líkar gáfur D. H. Lawrence T f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 465

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.