Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Blaðsíða 16
Sögnin um tréhestinn, sem hermenn Grikkja földu sig í, áöur en hann var færður inn í Tróju, hefur hrifið hugar- flug manna allt frá tímum 'Hómers til vorra daga. — Mynd þessi er eftir hinn þekkta ítalska málara Tiepolo (d. 1770). lítið, sjálfstætt ríki, en vel vopnutn búið. Og tæplega er mögulegt að kalla umsátrið vel heppnað. Umsát- ur, sem stendur samfleytt í tíu ár, er mikil blóðtaka hverri þjóð og get- ur ekki talizt til sigra, þótt borgin, sem setið er um, falli að lokum. í stuttu máli má segja, að menn hetjualdarinnar, eins og hetjur allra slíkra tíma, hafi sóað verðmætum og þrótti og gert það skeytingarlaust. Príam konungur kvartaði sáran und- an kostnaðinum við umsátur Tróju og minntist hinna góðu, gömlu daga velmegunar og hamingju. Og konung ar Þebu og Mykene fundu einnig, að hallaði undan fæti í viðhorfi til lífs og breytni. Þetta er fylgifiskur allra styrjalda og allra tímabila, þar sem hetjan, hermaðurinn, er kynnt sem sú manngerð, er allir skyldu taka sér til fyrirmyndar. Um 1200 eða 1150 f. Kr. voru allir skipulagðir iífshættir bronzaldar Mykene að'eins svipur hjá sjón, óstöðugir og þróttlausir. Hetjur Hómers kunnu ekki lengur að skrifa. Margar þeirra voru einfaldir menn, sem sinntu sínum búverkum og gættu búsmala síns. Þeir eru ekki lengur hinar glæstu manngerðir, sem gull- og silfurfjársjóðirnir í konung- legu grafhvelfingunum í Mykene og öðrum borgum Grikklandsskaga gefa í skyn. Stöðugt hallar undan fæti fyr- ir menningu þeirra allri, svo og al- Iírítar, en í ríkara mæli þó. Krítverj- ar höfðu látið sér nægja að flytjast til Grikklandsskaga, en Mykene og Þeba beindu útflutningi sínum í all- ar fjórar höfuðáttirnar. Og í því var fall þeirra falið. Þeir sendu sína beztu leiðtoga til annarra landa og sína hraustustu hermenn. Umsátrið um Tróju er aðeins einn margra á- þekkra viðburða. Þótt þeir kæmu að suðurströnd Litlu-Asíu, yfirráðasvæði Hittíta, eingöngu sem innflytjendur og kaupmenn jafnréttháir íbúunum, þá réðust þeir á Tróju, sem þá var Þessi guilbikar er af mínóskri gerð. Hann fannst í grafhvelfingu í Vafio sk'ammt frá Spörtu. 472 TfMINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.