Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Blaðsíða 22
Viðfal við Lárus Rist - Framhald af 469. síSu. að spretta upp, og þar var sami eldur- inn kyntur. Satt að segja áttu þau aldrei sérstaklega upp á pallborðið hjá ráðamönnum skólans, hvorki skóla meistara né kennurunuog raunar ekki séra Matthíasi heldur. Svo minnist ég þess alltaf, að fyrsta daginn, sem ég kem til kennslu við gagnfræða- skólann, heilsar séra Matthías mér og býður mig velkominn að skólanum og spyr: „Ætlar þú að vera með þessum ungu mönnum í að leiða asnann inn í herbúðirnar?" Ég svaraði hressi- lega: „Já, ég ætla að vera með, en ég ætla að halda asnanum utan dyra“. Þá hló Matthías hátt og karlmannlega, en sagðist halda, að það yrði erfitt. Eg hef alltaf talið skyldu mína að vara við ofurkappi í íþróttum engu síður en að hvetja deyfingjana. Eg hef eingöngu áhuga á velferð manns- líkamans. Með ofstundun íþrótta og mikilli keppni tel ég, að vitinu sé hætta búin, og við höfum þess dæmi, en þetta á að vera öfugt. — Fórstu hingað til Reykjavíkur frá Akureyri? — Já, þá lá leiðin hingað suður. Hugurinh hafði alltaf verið hér syðra s æskustöðvunum og hjá frændfólkinu og krökkunum, sem ég lék mér við, þúfunum og lautunum og klöppunum og söridunum, sem ég mundi svo vel eftir frá Læk og Akranesi. En ég varð að setjast að í Reykiavík og hugðist fá mér atvinnu. sem hæfði mínum aldri; og hafði sérstakan áhuga á að komast að Sundhöllinni, því að ég bjóst við, að það yrði mér auðvelt vegna áhugans, sem ég hafði vakið á þeirri íþrótt með því að efna það heit mitt að synda yfir Eyjafjörð, en þessi heitstrenging mín og átak okkar ungmennafélaga hefur framar öllu orðið til að vekja þjóðina til umhugs- unar um sund og aðrar íþróttir. — Fékkstu nokkurn tíma þetta starf? — Nei, eftir starfinu við Sundhöll- ina beið ég heilt ár hér í Reykjavík án þess að fá svo nokkuð að gera. Þetta var stuttu eftir 1930. Svo var það að haustlagi undir veturnætur, að ég ákvað að fara austur yfir Fjall til þess að kenna Ölfusingum að synda, og höfðu margir ýmislegt við það að at- huga, að ég skyldi ekki geta fundið mér annað þarfara verkefni að taka mér fyrir hendur. En álit hinna mörgu breytti engu. Eg fór austur i Hvera- gerði og var þar í ellefu ár. Og Ölfus ingar lærðu að synda. Þar kom ég upp sundlaug líkt og ég hafði gert á Akur- eyri, fyrst minni, en svo var hún stækk uð, svo að hún varð 50 metrar á lengd og 12 á breidd. Á Akureyri hafði ég staðsett laugina þannig, að auðvelt væri að lengja hana upp í 50 metra, en það var of mikið fyrir okkur að færast í fang á þeim tíma. Hún varð 37 og hefur verið það síðan. Fyrir þroskaða unglinga er nauðsynlegt að geta reynt sig á 50 metra spretti, og við það skapast miklu meira líf, að þar sé hægt að hafa lögmæta sund- keppni, enda fer svo stórum bæ ekki að veita af slíku rými fyrir fólk sitt. — Hélztu áfram að kenna, eftir að þú fórst frá Hveragerði? — Nei, þá var nú eiginlega allt bú- ið, enda ég orðinn aldraður. Þá flutti ég til bama minna hér í Reykjavík, og er nú svo komið, að ég dvelst hér á Dválarheimili aldraðra sjómanna eða sjúkradeild þess. Það er vel við- eigandi, því að ég hef jafnan haft hug ann við sjóinn, frá því að ég var á Akranesi, þó að ég hafi alltaf verið landkrabbi, og mér er hlýtt til sjó- mannastéttarinnar, enda tel ég, að ævistarf mitt við sundkennslu hafi verið unnið í þágu hennar. — Hvað hefurðu helzt fyrir stafni hér eða þér til skemmtunar? — Ekkert. Og það þykir mér verst, að svo skuli vera komið, að ég get ekkert gert. — Hvenær fórstu síðast í sund, Lárus? — Það eru svona tveir til þrír mán- uðir síðan. Eg hef ekki komið í vatn þann tíma og geri nú ráð fyrir, að því sé að fullu lokið, — enda býst ég við, að úr þessu fari ég að synda inn í eilífðina. — Ætlarðu að gera það á bakinu eða bringunni? — Ætli ég fari það ekki bara á hundasundi, — þangað til englarnir kenna mér annað. Og þá verður gam- an að lifa. — hjp. Sínu, dóttur hans. Voru þau feðgin bæði dæmd til þess að greiða dálitla sekt — hann tuttugu ríkisdali, en jómfrúin fimm. Þau skutu málinu til landsyfirréttar, og var þá dóttirin sýknuð, en sektardómurinn yfir skó- smiðnum var staðfestur. Billenberg þóttist harðneskju beitt- ur, og urðu þessir atburðir tíl þess, að hann lokaði skósmíðastofu sinni, seldi húsið og fluttist af landi brott. En þegar til lengdar lét, uiðu hinir gjallróma hanar hans mönnum minn- isstæðari en banalega hinnar drykk- felldu konu hans. Þó veit enginn, hvernig þeirra sögu lauk. J. H. Hanar Billenbergs - Framhaid af 461. síðu. Billenberg væri alls hugar feginn dauða konu sinnar. En nú þótti bæj- aryfirvöldunum mælirinn fylltur. Þau hófu rannsókn á meðferðinni á að suður i Evrópu, þótt ekki entist honum aldur til framkvæmda. En skrifafj hafði hann hjá sér til minn is þessa fyrirætlan: ..Sækja um það hjá kónginum i Sax ':andi að mega eiga tvær með þvi skilyrði að annast báðar jafnt, pí báðar hrsvta iafnal’V'ioo við míg". 'Hann hafði einnig gefið nöfn tólf .'iórnum, sem hann ætlaði að eignast íneð þessum konum, og skyld; elzti sonurinn heita Guðbrandur Gabríel, annar Friðrik Fílomathes, þriðji Hóseas Hoffmann. maddömunni. Billenberg bar það fyrir sig, að hann hefði haldið sjúk- leika konu sinnar brennivínskrampa og eftirköst hans, og sögðust þau feðginin hafa reynt að koma undir hana þurrum tuskum einu sinni á dag. Þau töldu sig ekki hafa getað betur gert, því ag maddaman hefði kveinkað sér svo, ef við henni var hrært. Yfirvöldunum þótti samt hjúkrun- in hafa verið slælega stunduð. Var því mál höfðað gegn Billenberg og ILausn 19. krossgátu r M P s K O M y N D É fi' L F H N Ý R V L I V i D R ó r U Ð fl s fl V c M I X fl R 0 P /E R N fl É N I D U •R F fl L L m H M fi N H N y T Æ L D N P p N fl tí p s K E R P fl i p ^ • 6 U N e L 1 N S 0 R || E G G N a U Ð I N fl M E L V A Ð I K U R F fl N fl S fl L 1 w s T P í "V G G H I R fl N B M B ö L V R R S N 0 ■R P T fl M fl R I Ð R P L D fl L fl Ð r T R .1 N D I fi' N fl •R s N J ö I 1 R ft D P ö N U G U TjV T J 6 L D H N N H 1 T 0 L D R P U u i fl L D u R I N N 478 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.