Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Side 19

Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Side 19
— O, jæja, það var meira rúm í rúm- inu, sagði ég sanngjarn, — ef það er það, sem þú meinar. I sama bili tók ég eftir því, að Amy varð áhyggjufull á svipinn, því að þótt foreldrar henn- ar væru fátækari en mínir, hafði hver krakki sitt rúm. Ég held, að það hafi verið af ótta við alls kyns óþrif og þess háttar, en ég hef aldrei farið neitt nánar inn á þá sálma. — Maturinn hefur væntanlega orð ið drýgri líka, sagði hann og keyrði pípuna í kjaftinn aftur. — Ojá, það var einum munni færra að metta, en það var líka ein um færra til að vinna fyrir honum. — Var það nú svo mikið, sem ég græddi? spurði hann, eins og hann væri búinn að gleyma því. — Mig minnir, að ég hafi hætt fljótlega, bæði hjá kaupmanninum og skógar- verðinum. — Gleymdu ekki vinnunni, sem yfirvöldin máttu ekki vita um, sagð'i ég. — Arvid þó, sagði Amy og skakk- skaut hausnum, eins og hún hafði séð í einhverju kvennablaði, að ætti að gera. En hann, hann hló í fyrsta sinn. — Nú heyri ég, að við erum bræður, sagði hann. — Jæja, heyrirðu það, þakka þér fyrir, sagði ég, og hugsaði um orð- róminn, sem sagð'i, að hann hefði unnið fyrir sér i hóruhúsi og verið bendlaður við víxla. Má mikið vera, ef hann hefur ekki verið eitthvað riðinn við falsanir líka. Það eina, sem hann getur, er að skrifa, þessi kamar- sitjari. Aldrei unnið ærlegt handtak frá því hann kom úr móðurkviði. — Onei, ekki held ég, að skyldleik- inn sé áberandi Það er að minnsta kosti ekki hægt að segja það um mig, að ég sói tíma mínum í bækur. Líttu f kringum þig. Hér er allt dýrt og fínt — jú, Amy litla, það er dýrt, hvað mikið sem þú grettir þig. Og engar bækur, lagsmaður. Svoleiðis notum við ekki. Það er hægt að fá nóg af grillum án þess að þurfa að borga fyrir það. Og hér er unnið, drengur minn. Meira að segja vinnur Amy sjálf i eldhúsinu, þótt við höf- um vel efni á þvi að hafa vinnukonu. Hún er ekki eins og finu frúrnar, sem liggja í bókum og krossgátum. Og okkur umgangast hvorki eiturlyfja- neytendur né sálsjúklingar, heldur heiðarlegir Svíar, sem fá sér neðan í því og syngja og eru eins og menn! Svo að ég get ekki séð mikla líkingu með okkur. Og þar, með fór ég út á svalirnar til þess að kæla mig. — Uss, sagði hann, þessi skratti, og sat eins og dáleiddur við útvarpið. Ég varð að koma í veg fyrir, að það færi eins með tíufréttirnar. Það væri bezt að borða kvöldmatinn uppi. Ég fór aftur inn og gaf fyrirskipanir. Hann sagði, að við skyldum ekki gera okkur ómak hans vegna. Og það var líka mesta vitleysa. Þvi að þegar Amy hafði hlaðið borðið uppi, þar sem við höfum gullfiskana og vínsettin, með nautabuffi, fínhökkuðum lauk, ristuðu brauði og smásnittum með persillusmjöri og kavíar, gengur þá ekki þessi uppskafnings andskoti beint yfir að skápnum, nær sér í epli og segist ekki hafa lyst á meiru! Ég veit ekki, hvort ég fyrirlít hann meira að framan eða aftan. Þegar ég stend og sé hann valsa þarna á gras- inu mínu, fara um mig næstum sömu tilfinningar og fyrrum, þegar hann fór að heiman fjórtán ára gamall. Aldrei get ég fyrirgefið mér, að ég skyldi ekki senda lögregluna á hann þá, því að það var áreiðanlega ólög- legt. Eins og það sé ekki ólöglegt, þegar fólk hleypur að heiman og leggst upp á aðra! Maðurinn er ekki sú heilaga kýr, að hann megi, þegar honum sýnist, ganga sér til beitar í annarra högum. Og þegar hann kemur á móti mér með pípuna eins og vanskapnað, gró- inn við trýnið á sér, með þessi ómennsku augu sín, sem klístrast á mig eins og heftiplástur, versnar skap mitt um allan helming. Hann er ná- kvæmlega eins og ég vonaði, að hann væri ekki, eftir öll þessi ár. Jafn andskoti bláeygur. Sami áhuginn fyrir öllu, sem er þýðingarlaust, og sama kæruleysið fyrir gildi lifsins. Reynið að tala við hann um hlutafé og banka, og hverju svarar skepnan? Éngu, en glottir við, eins og hann sé ekki jarð- nesk vera, þótt hann sitji við mat- borðið og sulli í sig matnum, svo að englarnir fara hjá sér. Talið við hann um vexti og verðlag — það kemur honum ekki við. En ef þið bregðið ykkur út úr ykkar eigin stofu, þegar þið hafið fengið svona klafa um hálsinn, ef þið snúið bakinu að í eina eða tvær mínútur, þá losnar aldeilis um kjaftatólin hjá þeim! Eins og það væri kaffiboð hjá frænkunni. Þau tvö skilja hvort ann- að. Börn og bjánar, hugsa ég og læt þau mala. í dag væri ráð að renna fyrir fisk. Og svo lagði ég af stað nið- ur að vatninu. Þegar ég kom aftur neðan frá vatn- inu með stærðar vatnageddu í veiði- kassanum, stóð einhver bölvuð bíl- drusla á afleggjaranum, og einhver kvenmannsrola við stýríð flautaði og' flautaði. Ég flýtti mér nær og ætlaði rétt að fara að spyrja, hvern fjand- ann sjálfan hún væri að gera þar á mínum afleggjara, þegar hún skrúfaði niður rúðu, rak út hausinn og sagðist bara vera að bíð'a eftir Georg Jörgen- sen. Hann ætlaði nefnilega að verða samferða til borgarinnar. — Jahá, hann bróðir minn, skrapp upp úr mér, og þá mældi hún mig upp úr og niður úr og sagði: — Jæja, svo að þetta er bróðir hins mikla skálds. — Kallar daman hann mikið skáld? spurði ég. Það er svo sem ekki verið að spara titlana! í sama bili kom hann niður malar- stíginn frá svölunum með töskuna í annarri hendi og pípuna í kjaftinum " og Amy í kjölfarinu. Og sem ég er lifandi maður, Amy hafði gefið hon- um sólrós! Það var það fíflalegasta, sem ég hafði séð, því að maður gefur ekki sólrósirnar sínar. En hann glans- aði allur og var eins ánægður og strákbjálfi með blöðru á hátíðisdegi. — Það er aldrei, að þú skartar, sagði ég og lagði frá mér veiðikass- ann með geddunni, svo að hann kæm- ist ekki hjá því að sjá hana. En hann leit ekki við henni. — Þú rýkur burt, eins og það hefði verið kveikt í rassgatinu á þér, sagði ég og blikkaði kvenmannsduluna í bilnum. En hann bara glotti og hló, svo að hann var í þann veginn að glopra út úr sér pípunni. Svo tók hann báknið út úr sér, sagði bless við kerlinguna mína og rétti mér lúkuna. ‘ — Já, vertu nú sæll, sagði ég höfð- inglega og þreif í höndina á honum. Það var ekki svo erfitt að vera al- mennilegur núna, þegar hann var að fara. — Þakka þér fyrir gestrisnina, sagði hann. — Það var gaman að sjá, hvað þið hafið komið ykkur vel fyrir hér. — O, þú hefur ekki komið þér svo laklega fyrir heldur, sagði ég og blikkaði stúlkukindina aftur. En þá svaraði hann engu. Nei, engu. Bang! Hurð skellt og bíllinn burt. Sólrósin ein við afturgluggann glápti á okkur eins og skrýtinn negrakóngur með gula hárkollu. — Jú, það er greinilegt, að hann er mikið skáld, sagði Amy, sem alltaf þarf að vera að koma með einhverjar fáránlegar athugasemdir. Ég tók upp veiðikassann og hélt honum þannig, að hún hlyti að sjá ofan í hann, en hún lét sem hún sæi hann ekki! — Skáld, sagði ég og gat ekki var- izt hlátri. — En ef þú hrífst af skáld- um, skaltu bara fara og komast að því, hvernig þau haga sér. hahahaha! Hann ók sem sagt í burtu í þessum bO með frú eða frillu eða fýsu eða hvað það nú var. Kominn í fóðraðan jakka, svo að ég þurfti ekki að horfa á sjúklingslega hrygglengjuna á hon- um. Og vonandi þarf ég aldrei framar að sjá hann framan frá heldur. Amy stóð og reyndi að vera móðguð á svipinn. Ég lét það ekki á mig fá: — Skáld — þessi ósköp!!! Ekki sagði hann neitt skáldlegt við mig! T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 475

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.