Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Blaðsíða 17
mennri þekkingu og gremd. Frá 1300 —1200 finnast engir stórkostlegri list munir, eins og frá næstu öld á und- an, þeir bera ekki lengur erfðaein- kenni Krítar, sem einkenndu mestu listaverk mykenskrar 'menningar. I-Iægt er að rannsaka sögu Mykene borgar sjálfrar mjög nákvsemlega. Gert hefur verið við borgarmúrana, en þeim hefur aldrei verið breytt í end urbyggingu. Að lokum sjáum við merki þess, að nokkí-u eftir 1200 f. Kr. hefur borgin verið brennd og eyðilögð. Jafnvel steinblakkirnar yf- ir Ljónahliðinu mikja eru svertar af þeim ólmu eldum, sem geisað hafa í stormi síðustu daga þessa mesta borgríkis bronzaldar á Grikklands- skaga. Siðlausir árásarmenn brenndu, rændu og eyðilögðu Mykeneborg. Enn í dag má sjá merki þess á hlið- um og virkisveggjum borgarinnar Og allar aðrar borgir og þorp urðu innrásarmönnunum að bráð. í Grikk landi öllu dó það ljós, sem brunnið hafði í hinum mykenska heimi, og allt gerðist þetta í einum atburði. — Hann kann að hafa staðið' nokkuð lengi. En á fáum árum hvarf hin stóra veröld Mykene og hetja hennar rétt 'eins og hún hefði aldrei verið til. Hún hjarði aðeins á fáeinum af- skekktum stöðum eins og Kýpur, íþöku eg vestlægari eyjunum. Mikið óhappaverk hafði verið unnið. Iletj- ur Mykene höfðu stuðlað að falli Krítar, og nú voru þær þurrkaðar út af öðrum hetjum, ómenntaðri og harðgerðari. Við vitum ekki með neinni vissu, hverjir þessir villimenn voru, því að þeir færðu enga menn- ingu með sér. Þeir komu frá norður- hluta Grikklands og Makedóniu Þeir voru fjallamenn og miskunnar- lausir og grimmir. Og þeir urðu einn margra kynstofna, sem skömmu síðar áttu eftir að leggja sinn skerf til þeirra blöndnu snillinga, sem við höfðum kallað Forn-Grikki. Enn voru þeir aðeins menn myrks tíma- bils, og hugmyndir þeirra náðu ekki út yfir rán og eyðileggingu. Þeir kyrrðust síðar í hlýrri sól Miðjarðar. hafsins, og sá menningarneisti, sem Krít hafði sáð og enn lifði á af- skekktum stöðum, átti eftir að tendra hugi þeirra. En Mykene var öll. Hinu stormasama skeiði hennar var að eilífu lokið og dagmál nýrrar aldar í vændum, þótt fyrstu geisl- arnir birtust ekki fyrr en eftir nokkr ar aldir. Á meðal aðkomumanna, sem við teljum, að flestir hafi verið af kyn- flokki Dóra, voru nokkrir, sem kunnu list járnsmíðarinnar. Innan skamms tíma tóku járnsverð við af hinum deigu eirsverðum mykenskra manna. Ný og áhrifameiri vopn voru tekin í notkun, og merki hernaðarþekking- ar innrásarherjanna benda til þess, að hin nýju vopn ásamt óþekktri hernaðartækni hafi ráðið úrslitum í innrásinni. Glæstur gamall heimur hafði horfið í eld og reyk og annar nýr risið á rústunum, myrkur, örvæntingarfullur og riðandi. í næsta blaði birtist viðtal við Giiðmund Magnússon frá Hrófá wmwii .... ...J Á þessari frægu mynd eftir Guérin (d. 1833), sem geymd er í Louvre-safni, er Eneas að skýra Dídó frá ógæfu Tróiu. T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 473

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.