Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Blaðsíða 7
Aristóteles að sjá systkinum sínum farborð„. — Þessi ákvörðun varðaði miklu fyrir síðari tíma, því að Galilei varð braut- ryðjandi náttúruvísinda nútímans. Dag nokkurn, þegar hann var nítj- án ára að aldri, varð honum gengið inn í dómkirkjuna í Písa og þá gerði hann uppgötvun, sem olli honum mikillar undrunar: Hann sá, að tvær Ijósakrónur — önnur þung og hin létt — sem héngu á löngum festum í hvelfingu kirkjunnar, sveifluðust með nákvæmlega sama takti. í einni svip- an varð honum Ijóst, að þetta hlaut að þýða það, að þungur og léttur hlutur féllu með sama hraða í gegnum loftið. Þetta stangaðist á við læribækur Ari- stótelesar, sem á þessum tíma voru biblía náttúruvísindanna. Það var svo bíræfið að rísa á móti kenningum Ari- stótelesar, að Galilei þorði ekki að opinbera uppgötvun sína, en hann rökræddi um hana fram og aftur við námsfélaga sína, sem voru áhangend- ur Aristótelesar, með svo miklum á- kafa, að þeir uppnefndu hann og köll- uðu hann „hinn þrætugjarna“. Gali- lei hélt áfram rannsóknum sínum og setti fram hið fræga falllögmál, en með því lagði hann grundvöllinn að nýtímakenningum um það, hvernig hreyfingu hlutar er háttað. Hann hélt fjölda fyrirlestra við ítalska Jiáskóla um þessi efni og voru þeir mjög vel sóttir. — Til gamans má geta jpess, að Gústaf Adolf Svíakonungur var einn þeirra mörgu, sem sóttu fyrir- lestra hans. — En hugmyndir Gali- lei voru svo nýstárlegar, að þær komu af stað ofsóknum, meira að segja eft- ir dauða hans. Barnabarn hans lét sig ekki muna um það að brenna hlut.a, af ritum, sem hann lét eftir sig. — Hér mun þó aðeins verða fjallað um þær rannsóknir Galilei, sem varða loftrúmið. Éitt sinn var Galilei kallaður til að- stoðar, þegar dæla, sem garðyrkju- menn höfðu búið til, verkaði ekki. Galilei komst að raun um það, að þó að dælan væri í lagi, gat hún ekki sogið vatnið hærra en 10 metra yfir vatnsborðið í brunninum. Galilei dró þær ályktanir af þessu, að mótstaða náttúrunnar gegn tóminu væri lar mörkuð. Hann líkti þessu við það, að þegar málmþráður er hengdur lóðrétt upp, getur hann orðið svo þungur, að hann slitnar í sundur vegna síns eigin þunga. Þessi skýring Galileis á því, hvers vegna dælan verkaði ekki, þegar hún var meira en ttu metra yfir vatns- borðinu, var auðvitað röng. En það leið ekki á löngu, þar til hin rétta Galileó Galilei. skýring fannst. Og það var einn af nemendum Galilei, sem hana fann, — Torricelli. Hann lagði til grundvail- ar kenningu Galilei um mótstöðu nátt úrunnar gegn tóminu og ætlaði að mæla þessa mótstöðu. Hann .notaði kvikasilfur við tilraunina í stað vatns. Og vegna þess, að kvikasilfur er um það bil 14 sinnum þyngra en vatn, nægði honum að nota miklu stytt~a rör en hefði verið um vatn að ræða Torricelli tók glerpípu, sem var einn metri á lengd, fyllti hana með kvika- silfri, síðan hélt hann fingri fyrir opna enda rörsins, stakk þeim enda niður í ker með kvikasilfri og tók síðan fingurinn frá opinu. Það kom í ljós, að kvikasilfrið seig niður í píp unna að 76 cm hæð, þar stóð það kyrrt. Nú er þrýstingur 76 cm kvika- silfurssúlu nákvæmlega jafnmikill og 10 metra vatnssúlu, og þar með hafði Torricelli uppgötvað, að mótstaða nétt úrunnar gegn tóminu var nákvæmlaga jafnmikil í þessu tilfelli eins og þeg- ar um vatn var að ræða. Nú gat samlíking Galilei við málm- þráðinn, sem slitnar vegna síns eigin þunga, ekki lengur staðizt, því að þá gæti mótstaðan ekki verið jafnmikil fyrir vatn og kvikasilfur. Torricelli fékk þá snjöllu hugmynd, að það hlyti að vera þrýstingur loftsins utan píp- unnar, sem þrýsti kvikasilfrinu upp í rörið, af því að rúmið fyrir ofan kvikasilfrið í pípunni var lofttómt. Þannig var hin fyrsta lcvikasilfursloft vog uppfundin: Þegar hann hafði fylgzt með hæð kvikasilfurssúlunnar í píp- unni í nokkra daga, komst hann að raun um, að hæð hennar fór eftir veðurlagi. Honum skddist strax, að þyngd loftsins, sem hvílir yfir hverj- um landshluta, er breytileg frá degi til dags. Þegar tekið er tillit til þess, hve létt loftið er og þess er gætt, að 76 cm loftþyngd svarar til þess að þrýst- ingur loftsins á hvern fermetra á yfir borði jarðar sé 10.000 kilógrömm, varl ur manni ljóst, hve nýstárleg og djörf sú kenning Torricelli var, að 'pessi mikli þrýstingur stafaði af lofthjúpn- um, sem umlykur jörðina. — Það voru líka margir vísindamenn, sem neituðu að trúa þessari, að þeirra dómi, frá- leitu kenningu, en tilraunir þeirra til að afsanna hana urðu til ejnskis, en eru hins vegar glöggt dæmi þess, hve erfitt hver kynslóð á með að láta af úreltum sannindum og meðtaka ný. Sá, sem næstur varð til þess að fleyta rannsóknum á andrúmsloftinu áfram, var hinn frægi franski eðlis- fræðingur og hugsuður, Blaise Pascal. Hann fæddist í bænum Clermont í Frakklandi árið 1623, en þar starfafi Blaise Pascal T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 463

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.