Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Blaðsíða 8
jaðir hans við toliþjónustuna. Faðir hans hafffi hlotið góða stærðfræði- menntun. Þegar Pascal var átta ára gamall, lagði faðir hans starf sitt á hilluna og flutti til Parísar, til þess að geta helgað sig óskiptur uppeldi þessa einkasonar síns. Ætlun hans var, að drengurinn lærði fyrst tunga- mál, svo að hann gæti síðar meir snú ið sér að náttúruvísindum. Faðir Pas- cal umgekkst marga af þekktustu vis indamönnum landsins, og eðlisfræðing ar og stærfffræffingar voru oft gestir í húsi hans. Var þar oft rætt um vís- indaleg efni yfir borðum. Þegar drang urinn fór að spyrja föður sinn um ym islegt varðandi náttúruvísindi, bann- aði faðir hans honum að leiða nug- ann að þeim efnum, því að hann á- leit, að það gæti orðiff honum hættu- legt, meðan hann væri svo ungur að árum. Hann faldi bækur sínar, er fjöll uðu um náttúruvisindi, og bannaði vinum sínum að ræða við drenginn um þau efni. Drengurinn þrábað hann um að kenna sér stærðfræffi, en faðir- inn neitaði. Þá bað Pascal hann að segja sér að minnsta kosti, í hverju stærðfræðin væri fólgin. Faðir hans svaraði: „Það er listin að skrifa ré'.t- ar tölur og finna innbyrðis afstcffu þ.eirra, en þú skalt ekki leiða hugann að bví“. Undrun föður Pascals var ekki lít þegar hann kom að drengnum n. .ru seinna í herbergi hans, þár se. i hann sat niðursokkinn við út- re: unga Hann notaði stærðfræði- leg tákn, sem hann hafffi fundið upp sjálfur: Stöng fyrir beina línu, hnott fyrir hring, og hafði tekizt að sai. ;a algerlega a eigin spýtur, að ho riasumma þríhyrnings er 180 gráð- ur Þsgar Pascal var tuttugu og eins ár að aldri,- heyrði hann sagt frá uppgötvun Torricellis. Hann endur- tó iraun Torr i.is 03 gerði þar að auki fleiri tilraunir, sem studdu hana. Hcnum varð fljótlega fjóst, að hefði To-icelli rétt fyrir sér, hlyti þrýsting urinn á fjallstindi að vera minni en á :.endi. Hann líkti lofthjúcnum við fjall úr ull: Það hlyti að vera Ij að þrýstingurinn á efstu ullar- lögin hlyti að vera minni en á þeim neðstu, sem bera allan þunga fjalls- ins. Hann var svo heppinn, að mágur hans bjó í Clermont, en þar í grennd- inni var 900 metra hátt fjall, sem heitir Puy de Dome. Hann bað nú þennan mág sinn um það að fara með tvær loftvogir að rótum fjalls- ins, ganga úr skugga um það, að þær sýndu sama þrýsting og fara síffan með aðra upp á fjallstindinn og lesa loftþrýstinginn af, þegar þangað var komið. Mágur hans sá sér til mikill- ar gleði, að loftþrýstingurinn á fjalls- tindinum var um 80 millimetrum lægri en í dalnum. En þegar hann fór niður aftur, sýndi sig, að loft- vogin þar hafði haldið nákvæmlega sömu stillingu og nú sýndu báðar Ioftvogirnar sama þrýsting. Með þessari tilraun hafði fengizt afgerandi sönnun fyrir því, að það er þrýstingur loftsins, sem þrýstir kvikasilfrinu upp í pípu loftvogar- innar. Borgarstjórinn i Magdeborg í Þýzkalandi — Guericke — sýndi fram á hinn volduga þrýsting loftsins á hátíð í Regensborg 'árið 1654 með mjög áhrifaríkum hætti. Hann notaði til þess kúlur, sem kenndar hafa ver- ig við staðinn og kallaðar eni Magde- borgarkúlur. Þetta voru hálfkúluir, sém voru um það bil hálfur metri í þvermál, og rendur þeirra voru svo nákvæmlega slípaðar, að þær mynd- uðu ftfllkomna kúlu, þegar randirn- ar voru smurðar með feiti og þeim þrýst saman. Kúlurnar voru síðan lofttæmdar með þvi að soga úr þeim loftið með loftdælu, sem Guericke hafffi fundið upp skömmu áður. Loft- hani kom í veg fyrir, að loftið streymdi inn í kúlurnar aftur. Loft- ið utan kúlnanna þrýsti nú á þær með krafti, sem svaraði 1400 kílógrömm- um. Guericke sýndi tram á þcnnan þrýsting með*'þvi aff láta spenna átta hesta Tyrir hvora hálfkúlu og láta þá togast á. Hestarn r gátu aðeins dregið kúlurnar í sundur með því að beita miklu afli, og þegar kúlurnar losn- uðu hvor frá annarri, kvað við hár hvellur. Hvellurinn kom fram við það, að loftið streymdi inn í lofttómar kúlurnar. Þegar borgarstjórinn heyrði um loftvoa Torricellis fékk hann löng- un til þess aff búa til loftvog sjálf- ur, og þar sem hann var frekar gef- inn fyrir hið stórbrotna, notaði hann vatn í stað kvikasilfurs. Hann reisti víða glerpípu, sem var samsett úr mörgum hlutum og yfir tíu metra á hæð, fyrir framan hús sitt. Og efst á þessari feikna glerpípu var _gler- krani, sem hægt var að opna og loka. Neffri hluti pípunnar stóð í vatnskeri. Hann dældi síðan loftinu úr pípunni með loftdælunni, og jafnskjótt steig atiiiö • " ? nu ;!i»p í pípuna. Þegar eisti hluti pípunnar var orðinn loft- tómur, náði vatnið auffvitað tíu metra hæð og þá lokaði hann vatnskranan- um. Og þar með hafði hann búiff til vatnsloftvog. Á yfirborði vatnsins í pípunni flaut útskorin mannsmynd úr korki, sem benti á merki á glerpíp- unni. Þessi „maður“ hófst og hneig í pípunni, eftir því sem loftþrýsting- urinn breyttist, og þar sem borgar- stjórinn hafði sér til gamans klætt pípuna fyrir neðan í eins konar föt, fannst alþýffu manna þetta mjög dul- arfullt fyrirbrigði. Vegna þessara hreyfinga „mannsins", tókst Gue- ricke að segja fyrir um óveður, sem skall yfir borgina 1660. Þegar áhugi manna fyrir andrúms- loftinu var vaknaður á annað borð, leið ekki á löngu, áður en menn fóru að rannsaka sjálfa eiginleika þess nánar. Hinn ríki enski aðalsmaður — Boyle — sem fæddur var árið 1626, eyddi tómstundum sínum í það, að lesa Biblíuna á hebresku og gera efflisfræðilegar tilraunir, og hann varð manna iyi.iu. til þess aö :ann- saka eiginleika loftsins. Hann setti loft í pípu, seiu bulla var i og mældi, hve mikið þrýstingurinn jókst, þegar hann þrýsti loftinu saman. Árangur þessara athugana hans varð lögmál, sem kallað hefur verið „lögmál Mariottes", en það er í stuttu máli þannig, að þrýstingur lofts í innilok- uðu rúmi eykst um helming, þegar rúmmál þess er minnkað um helm- ing. Þetta lögmál er að verki, þegar notuð er hjólhestadæla. Skömmu síðar sýndi FraKknin Gay Luisac fram á aff það er ekki nauðsynlegt að þrýsta loftinu saman til þess að auka þrýst- ing þess, he: ci uægir að hita þa . í lok sautjándu aldar var orðið full- ljóst, að loftið var ekki dularfull höf- uðskepna, heldur hafði þunga engu síður en vatn og fastir hlutir. Þar með var grundvöllurinn lagður að réttari skilmingi á eiginleikum gufunnar, sem er náttúrlega ekki annað en rakamettað loft. Það var því ekki tilviljun, að fyrsta gufuvél- in, sem nothæf gat talizt, skyldi vera búin til í byrjun 1,8. aldar. En nýt- ing gufuaflsins knúði fram iðnþró- unina, sem átti upphaf sitt í Eng- laindi, þngar gufuvél James Watts kom til sögunnar áriff 1780 og ruddi vélaöldinni leið inn í líf mannsins. ■MNmNHwaBn^i>£ Kristján Eldjárn pjoominjavoro- nr skrifar í næsta blað um fornleifa- rannsóknirnar í Brattahlíð ......... ■ ■ ■■-> 464 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.