Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Blaðsíða 3
líkur eru til þess, að sitkagreni og hvítgreni frá Alaska, eðal- greni frá Síberíu og greni og fura frá Svíþjóð, Noregi og Finnlandi geti einnig vaxið þar. Árin 1953 og 1954 var lerki, fura, greni og birki, gróðursett í tvo hektara lands í kjarr- lendi, nálægt botni Eiríksfjarð ar — Voru plönturnar aldar upp á Sjálandi, og höfðu sætt mjög harkalegri meðferð, áður en þær komust til Eiríksf jarð- ar. Þær voru teknar upp í marz mánuði og síðan geymdar í körfum [ kæliskápum við tveggja stiga hita í tvo mánuði. Loks voru þær fluttar til Græn lands á skipi í maímánuði, og þegar í Eiríksfjörð kom, var mikið af lerkinu og birkinu tekið að springa út, og urðu á þessum plöntum mikil van- höld. Greni og fura stóðst þessa þolraun betur, og er rúm lega helmingur af þeim teg- undum enn lifandi. Mörg fyrstu árin var vöxtur plantnanna mjög tregur, og stóð svo þar til sumarið 1959, að hann jókst skyndilega. 1960 og 1961 var hann enn betri, og þykir af því sýnt, ag þessar tegundir geti vaxið í Eiríks- Grænlandi firði, þegar plönturnar hafa náð að ræta sig vel. í fyrravor var hæsta lerkihríslan í Eiríks- firði orðin tveir metrar, en annars var lerkið yfirleitt frá einum metra á hæð upp í hálf- an annan. Hafði það vaxið um tíu til fimmtán sentimetra sumarið 1960. Sitkagreni og eðalgreni var þá orðið 'Jni fimmtíu sentimetra hátt, og hafði vaxið langmest tvö síð- ustu sumurin. Sænsk skógar- fura hafði vaxið öllu minna. En Danir eru vongóðir um á- rangur, því að þeim þykir sýnt, ag nú sé að koma skriður á vöxtrnn. Annar reitur er um hálf- tíma gang frá Brattahlíð, sunn- an í hálsunum ofan vig byggð- ina þar. Þar var gróðursett rauðgreni frá Svíþjóð þessi sömu ár. Það hefur dafnað vel og var vorið 1961 fimmtíu til áttatíu sentimetra hátt. En það er þar eins og inni í Ei- ríksfirði, að plönturnar uxu mjög tregt, þar til sumarið 1959. Nú er bújð að gróðursetja tuttugu þúsund plöntur, sem aldar hafa verið í Grænlandi og sýnir refnslan, ag um siö- tíu og fimm af hundraði lifa gróðursetninguna af. Þetta er einkum Síberíulerki og hvít- greni frá Alaska, og hefur langmest af þessum plöntúm verið gróðursett við Tasermíút- fjörð, í Nanortalikhéraði, syðst á Grænlandi. Vöxtur þessara plantna er þó lítill enn, enda svo skammt um liðið, að þess er ekki að vænta, að þær hafi náð sér á strik. Þessi gróður- setning hófst ekki fyrr en 1959. En plötnurnar eru hraust legar, og enginn vafi þykir á því, ag þær muni dafna. Starfinu í gróðrarstöðinni í Úpernavíarssúk er hagað á þann hátt, að sáð er í sólreiti í maímánuði, og spírar fræið undir gleri á þremur vikum. í lok júlímánaðar er glerið tek- ið af sáðbeðunum, og standa plönturnar eftir það undir ber- um himni. Að tvejmur eða þremur árum liðnum eru þær teknar úr sáðbeðunum og gróð- ursettar með auknu vaxtar- rými. Eftir tvö ár eru þær svo hæfar til plöntunar á þeim stað, þar sem þeim er ætíað að vaxa til frambúðar. Um tuttugu þúsund plöntur fást nú árlega úr sáðbeðum í Úpernaviarssúk, svo að unnt verður ag taka stærra land en áður til skógræktar, enda er óþrotlegt kjarrlendi inni í fjörðum Grænlands, sem vel er fallið til slíks, úr því að barr- viðirnir geta á annað borð lif- að þar og dafnað, J^rátt fyrir stutt sumur og áfellasamt Uð- arfar. Kjarr, birki og viðir við Kúgssúakfjall. TfMINN — SUNNUDAGSBLAÐ 483

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.