Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Blaðsíða 15
fór upp £ brekkurnar fyrir ofan þá og horfði yfir túnið með bæjarrúst- unum, fjósinu, kvíunum, stekfcnum, nátthögunum. Þetta liggur allt eins og opin bók, og íslenzfcur gestur, sem á það horfir, verður undarlega snort inn af slíkri sjón, í framandi landi. Þetta er eins og partur af íslandi. Og sú hugsun sækir fast á, hvílíkt ólán það var fyrir norrænar þjóðir yfirleitt, ag þessar byggðir á Græn- landi skyldu líða undir lok. Enginn veit nú, hver sá menningararfur var, sem þar fór forgörðum, en hann hef- ur áreiðanlega verið mikill. Hugsum okkur, hvert hefði getað orðið fram- lag þessarar grænlenzku norrænu þjóðar til sameiginlegrar norrænnar cnenningar, ef hún hefði haldið velli, svo sem allt benti til að hún mundi gera, meðan byggðirnar voru í blóma. En héðan af er ekki um að sakast og ekkert hægt annað ag gera en að rannsaka sem bezt hinar fornu byggð- ir. Rannsóknarefnin eru þar óþrjót- andi, það er mér nú fyllilega ljóst eftir þessa Grænlandsferð. Danir hafa beitt sér fyrir allvíðtækum rann sóknum í Grænlandsbyggðum, en undanfarið hefur verið nokkurt hlé, og þag sem ógert er, er miklu meira en hitt. Ekki kæmi mér á óvart, þótt áhugi á þessum efnum færðist enn í aukana á næstu árum og margt verði endurskoðað af því, sem hingað til hafa veiið taldar fullgildar 'vís- ind"!"'""' niðurstöður. m tiiiui mitt til Grænlands var einkum ag taka þátt í rannsókn Þjóð- hildarkirkju, sem við svo köllum, meðan ekkert er fram komið, sem kollvarpar þeirri nafngift. í Bratta- hlíð er nú hópur manna, sem vinnur að þessu verkefni, fornleifafræð- ingar, frjókornafræðingur mannfræð- ingur, stúdentar. Auk danskra þátt- takenda voru þarna tveir Norðmenn, Færeyingur, Bandaríkjamaður og prófessor Gwyn Jones frá Wales, se:n mörgum íslendingum er að góðu kunnur. Það er vafalaust skynsamleg stefna hjá Meldglrd að bjóða mönn- um írá svo mörgum löndum þátttöku i þessum rannsóknum. Hver kemur aneð sína þekkingu og sín sjónarmið, allir hafa eitthvag fram ag færa til skýringar á því, sem fyrir augu ber. Ég veit enga betri aðferð til að, tryggja sem beztan árangur af forn- leifarannsókn. Því miður gat ég ekki verið í Brattahlíð nema tíu daga, og nokkrir þeirra voru rigningardagar, svo að erfitt eða ókleift var ag fást við upp- gröft. Á byrjunarsti{ji vilja rann- sóknir eins og þessi ganga hægt, svo ag margt stugiaði að því, að til- tölulega lítið var búið ag gera, þeg- ar ég varð að fara. En nógu mikið tel ég mig hafa séð til þess að geta sagt d stórum dráttum, hvað þarna er á seyði. Stór lækur rennur í djúpu Efri myndin er tekin viS elSiS millí EiriksfjarSar og EinarsfjarSar. Sólarfjöíl b/ við handan EiríksfiarB^r. — A naSri myndinni sést hópur ferSafólks við vornar rústir í Brattahlíð. IÍIU1NM gili niður túnið í Brattahlíð skammt fyrir sunnan bæinn. Þjóðhildarkirkja hefur staðið suður við lækjargilið og nokkru ofar en bærinn, um það bil 250 metra frá honum, eins og fyrr segir. Þar hefur nú á síðari öld- um ekki sézt fyrir neinum rústum, SUNNUDAGSBLAÐ eins og bezt sést á því, að Nörlund tókst ekki að hafa upp á kirkjunni. Þetta var eins og dálítill upphækk- aður kringlóttur bali sneð sama gróð- urfari og túnið umhverfis. Það er því öldungis vM, að staðurinn hefur Framhald á 502. sí'ö'u. 495

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.