Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Qupperneq 10

Tíminn Sunnudagsblað - 22.07.1962, Qupperneq 10
— Nei, ekki var það nú. Svo kornst ég til bæja um morguninn niður að Leysingjastöðum í Hvammssveit. Þar voru þá fyrir gestir, sem ekki treystu sér til næsta bæjar, og mað- ur, sem ég þekkti, var þar þá. Hann er liíandi enn og heitir Cddur Jens- son. Ifann spurði mig, hvaðan ég kæmi. Ég sagðist koma að norðan. Hann sagði mig skrökva því. Hann treysti sér. ekki áfram og kvaðst hafa haldið, að enginn maður væri úti í þessum byl. — Þú hefur sem sagt lent í mörg- um mannraunum? — Ég meiddi mig illa, þegar ég var 26 ára. Ég var þá lánaður Magn- úsi nokkrum Jónssyni á Heinabergi til að sækja matvöru út í Skarðsstöð, sem var niður af Skarði á Skarðs- strönd, og þá þurfti ég á einum stað á leiðinni að laga bagga á aftari hest- inum, en var alveg grunlaus, því að ég var ókunnugur hestunum. Þá sló hann mig og braut hnéskelina. Og svo gengu beinbrotin úr hnéskelinni' inn í liðinn, án þess að nokkuð væri að gert. — Var ekki vitjað læknis? — Nei, nei, — það héldu víst allir, að bólgan mundi hjaðna. Nærgætnin var nú ekki meiri en svo. Um haustið var ég svo sendur fjármaður að Tjaldanesi til Benedikts Magnússon- ar. Þar átti ég að vera í fjósinu og hirða kýrnar og það tók ég að mér, þó að ég ætti auðvitað illt með það. En svo veiktist fjármaðurinn seinni part vetrar og gat ekki verið í heyj- um fyrir brjóstveiki, svo að ég varð að taka allt að mér, fjármennskuna alla yfirleitt. Og þar fékk ég til við- bótar 12 hesta og hátt á annað hundr- að fjár, og í þetta allt varð maður að bera vatnið. — Og svona leið veturinn af? — Já, já. Svo fór ég til læknis norður á Hólmavík um vorið. Það var Magnús, sem seinna varð bæjar- Iæknir í Reykjavík. Ég sagði bara í skýrum orðum, að ég gæti ekki unnið svona, og það var gefig eftir. Fólkið bjóst ekki við, að ég yrði burtu nema stuttan tíma, en ég var búinn að liggja mánuð í rúminu norð- ur á Hólmavik, áður en Magnús komst að því, hvað að mér var, því að hann trúði mér auðvitað ekki og hélt, að væru berklar í fætinum. Svo fer hann einn daginn yfir á Selströnd, var sóttur til konu þar, og þá spurði ég hann áður en hann fór, hvort ég mætti ekki skreppa í næsta hús, og leyfði hann það. En þá fór ég náttúrlega lengra en hann leyfði mér. Svo kemur hann um kvöldið, þegar ég var nýlega háttað ur. Jæja, þá koma beinin út báðum megin á fætinum, fjögur bein. Á sömu stofu lá berklaveikur maður, Ágúst Jónsson frá Skálholtsvík í Hrútafirði, og bjaUan hans var miklu sterkari en mín. Þá bið ég Ágúst, af því að bjallan var sterkari og hjúkrunarkonan ekki við, að hringja sinni. í því var Magnús að lenda rétt fram undan húsinu og heyrir niður í fjöru, að heldur rösklega er hringt, kemur hlaupandi heim í skýli og spyr: „Hvað er að hjá ykkur? Vantar ykkur hjúkrunarkonuna?" Ég varð nú fyrir svörum og sagði, að mig vantaði frekar lækninn, „því að nú ætla ég að láta yður taka á fætinurc á mér og ganga úr skugga um, hvort það er ekki satt sem ég segi, að það séu komin bein út úr liðamótunum á mér, — út í skinnið“. Og þá tekur hann á fætinum á mér ur af sumri og held ég megi segja, að ég hafi legið þrjár vikur eftir að ég var skorinn. — Og hvað tók þá við? — Þá fór ég aftur suður að Fagra- dal í heyskapinn og gekk þá við staf. Eg átti hægast með að slá, dró mig þá áfram á orfinu. SÍátturinn sá var nú víst ekkert merkilegur, en húsbóndinn fann ekkert að því, aum- inginn. Svo var mér alltaf ag smá- skána og gat farið í leitirnar og svona nokkuð, þegar leið á haustið. Þremur árum seinna veiktist kona manns í Fagradal, gömul kona, er hét Sólveig. Það átti að sends norður á Hólmavík eftir meðulum handa Innri-Fagridalur í Saurbæ. (Ljósmynd: Þorsteinn ‘~:epsson). og segir: „Jú, það er satt sem þú segir, ég tek þig í fyrramálið og sker í fótinn, þú mátt ekkert borða í kvöld“. Um nóttina veiktist, Ágúst svo hastarlega, að um morguninn varð Magnýs að taka hann, en ekki mig. Daginn eftir tók hann mig og skar stóran skurð og fór með fing- urna inn í lið'inn og hreinsaði út öll beinin nema eitt, sem er þar enn í dag. Einstöku sinnum finn ég fyrir því, en þag er ekkert að rá.ði. Hann sagði, að það væry svo margar hol- ur þarna og erfitt að leita. Svo þeg- ar nú var búið að skera í fótinn, þá batt hann svo fast um hann án þess að rétta nógu vel i^r honum, að hann er krepptur enn. í tvo sólarhringa hafði ég svo miklar kvalir, að hann vakti sjálfur yfir mér með sprautur S næturnar, en lét ekki hjúkrunar- konuna gera það. En hann sagðist ekkert mega slaka á, fyrr en eftir viku. — Hvað lástu svo lengi þarna á Hólmavik? — Ég fór úr skýlinu sautján -vik- henni. Þá voru ekki nema tveir menn í Saurbænum, sem gáfu sig í meðala- ferðir, — ég og annar til. Átti þá að fá hinn í misindisfærð á góunni, þæfingsfærð, til að sækja. En hann treysti sér ekki til þess, svo að það lenti á mér, enda hafði ég aldrei á móti því að fara ferðir og var afar léttur á mér. Ég lagði af stað klukk- an að ganga sex um morguninn til míns gamla kunningja, Magnúsar læknis. Hjá honum beið ég tvo tíma eftir meðulum, og hann segir mér, að ég þurfi helzt að vera kominn suður eftir aftur með morgninum, ef nokkur leið sé til, og ég vildi auðvit- að reyna að koma meðulunum á áfangastað í tæka tíð. Ég fór aðra leið íil baka, yfir svokallaðan Vatna- dal; það var yfir hraun og torfærur að sækja, en tunglskin og gott og bjart veður. Svo kem ég suður að hrauninu og ætla ofan með Glám,. sem var harðfennisklif, en þegar þangað kom, var ófært ofan, svo að ég mátti snúa við og fara aftur yfir hraunið og niður svokallaðan Hrossa 490 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.