Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Qupperneq 2
EfVSILKA BBERBNG:
EG MAN ÞANN MORGUN
Þvílík þraut að vakna! Þjáningin
seytlar um sál mína og líkama, og
það fyrsta, sem ég skynja, er stirð-
leikinn í limum mínum og hvað
höfuð mitt er þungt — blýþungt,
þar er þó engum „timburmönn-
«m“ um að kenna, því að á þeim
írum höfðu veigar Bakkusar varla
vætt varir mínar! En ekki fæ ég
að hníga í faðm svefnsins á ný,
því að ég er hrist og skekin og
heyri nú gegnum svefninn, að ein
skólasystir mín kallar — og það
heldur hvatskeytlega:
„Svona, þú verður að vakna.
Þórdís var að hringja og biðja um
stúlku — “
Hún kemst ekki lengra í bili,
því að í veikri von um undan-
komu hvæsi ég:
„Ertu vitlaus, manneskja? Það
er frídagurinn rninn í dag“.
En hún anzar — en nú i hluttekn-
ingartón:
„Stendur á sama, góða mín, þú
veizt, að við höfum nóg að gera á
dagvaktinni núna. Ein kona bætt-
ist við í nótt og önnur er væntan-
leg, og fröken Jóhanna segir, að
þú eigir að fara, og þér er betra að
hraða þér. Þórdís kernur í bíl
hérna heim á lóðina til að sækja
þig, innan fimmtán mínútna".
Þar með var hún þotin, og ég
þeyttist fram úr rúminu, nógu vel
vöknuð til að muna, að nú var
ekki um annað aö ræða en reyna
að standa sig, því að ég var bara
ljósmóðurnemi á þvi herrans ári
1935, og þá voru sannarlega engin
vökulög gengin í gildi hjá ljós-
mæðrum!
Við vorum átta ljósmóðurnemar,
sem skiptumst á þrjár vaktir: dag-
vakt, sem vann frá klukkan sjö á
morgnana til átta á kvöldin, með
tveggja tíma hvíld um miðjan dag-
inn — ef tími vannst til- Á nætur-
vakt var einn nemi og þrír á fæð-
ingarvakt, sem kölluð var. Þeirra
aðalstarf var að taka á móti kon-
um, sem komu til að fæða og ann-
ast þær, unz/ allt var um garð
gengið. Hvíld eða svefn fékk fæð-
ingarvaktin ekki — hvað þá held-
ur fri! — nema þegar hlé varð á ,
aðsókn, og allt bóklegt nám urðu
nemarnir auðvitað að stunda i sín-
um hvíldartíma eða frítímum.
Auk ljósmóðurnemanna var svo
einn hjúkrunarnemi og ein aðstoð-
arljósmóðir, sem ávallt fylgdu dag-
vaktinni, og svo auðvitað yfirljós-
móðirin — fröken Jóhanna Frið-
riksdóttir — sem öllu stjórnaði af
sinni alkunnu röggsemi.
Okkur nemunum þóiti' alltaf
gaman og góð tilbreyting að „fara
út“ með frú Þórdísi Carlqvist ljós-
móður — og það var líka einn þátt-
ur í námi okkar. Hún lagði sig jafn-
an fram um að kenna okkur ein-
mitt það", sem að gagni hlaut að
koma seinna meir fyrir okkur er
við stæðum einar i starfinu i heima-
húsum úti um land.
En í þetta skipti hafði ég kvöld-
ið áður endað á óvenjulega erfiðri
fæðingarvakt og fagnað því af
heilum hug að vera svo heppin að
eiga fridag að morgni og geta þá
loksins sofið riægju mína En svona
fór það! Eg tíndi á mig spjarirnar
með hraði og sá varla, að sólin
Ijómaði á þakgluggunum, þar sem
við nemarnir höfðum okkar vistar
verur, allar í einum geim, sem
myndaði hálfhring kringum borð-
stofu okkar og setustofu í senn,
sem tjölduð var af milli burðar-
stoða þaksins. Skemmtilegur bú-
staður var þetta ekki, en kröfurnar
voru aðrar þá en nú.
Eftir fáar mínútur hljóp ég al-
klædd niður stigann og sá stall-
systrum mínum bregða fyrir á göng
unum með barn eða matarbakka í
höndum. Innan af deildinni barst
þessi skemmtilegi og kunni kliður
að morgni dags: Hlátur og gaspur
hamingjusamra mæðra, org ung-
barna, bjölluhringingar, hratt fóta-
tak og glamur í borðbúnaði eftir
fyrstu máltíð dagsins. Nú var svo
mikið að gera, að allir voru á spani
— allt varð að vera komið í ró og
reglu, þegar Guðmundur prófessor
Thoroddsen — með allt sitt fylgd-
ariið — kæmi á stofugang. Það
var öllum ljúft að reyna að þókn-
ast prófessornum, hann elskuðu og
virtu allir Ijósmóðurnemar — • og
óefað fleiri!
En nú var lítill tími til að gleðj-
ast yfir gangasinfóníunni. Ég gaf
mér ekki tíma til að bíða eftir iyft-
unni, sem suðaði einhvers staðar
Framhald á 549. síSu.
530
T t M 1 N N
SUNNUDAGSBLAÐ