Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Side 4
Það er fallegt við Breiðafjörð,
og hann er eitt sögufrægasta hér-
að á íslandi. Þar eru kostajarðir
með margvíslegum hlunnindum
og landgæði mikil. Einu sinni
þótti eftirsóknarvert að búa við
Breiðafjörð og í Breiðafjarðar-
eyjum, en byggðin hefur minnk-
að svo í eyjunum í seinni tíð,
að naumast hefur annað hérað á
landinu goldið annað eins af-
hroð á jafnskömmum tíma. Lítið
er eftir af fornri frægð eyjanna
og bændur þar sárafáir, en þó
rifjast það enn upp fyrir íbúum
höfuðborgarinnár og vetrargest-
um Reykjavíkur, að þar er mikið
um sel og æðarfugl, þegar þeir
setjast að kúfuðu þorratrogi í
Naustinu og reka augun í sels-
hreifana, sem Halldóri voru send-
ir að vestan. — Bergsveinn
Skúlason fræðimaður er Breið-
firðmgur, nánar sagt eyjamaður,
og hefur í stopulum tómstund-
um gengið á vit fortíðarinnar og
dregið fram í dagsljósið hálf-
gleymda atburði, sem einu sinni
gerðust við Breiðafjörð, og safn-
að breiðfirzkum sögnum handa
fjLlFIÐ I BREIÐAFJARÐAREYJUM
þeim, sem kynnu að vilja stytta
sér stundir við lestur þeirra og
verða um leið nokkru fróðari um
fjörð og fólk. Við vissum, að líf
og atvinnuhættir í Breiðafjarðar-
eyjum hafa löngum borið sér-
stæðan svip, og eitt kvöld fyrir
skömmu komum við að máli við
Bergsvein Skúlason og báðum
hann að segja okkur eitthvað um
eyjarnar.
— Fyrsta spurningin verður auð-
vitað: Hver ertu?
— Eg er Breiðfirðingur alllangt
fi'am í ættir og fæddur í Hvallátrum á
Breiðafirði 3. apríl 1899, en sama
árið og ég fæddist fluttu foreldrar
mínir 1 Skáleyjar, og þar ólst ég upp.
Þau hétu Skúli Bergsveinsson og
Kristín Einarsdóttir. Eg var í eyjun-
um til 1931, en síðan bjó ég ag Múla
á Skálmarnesi í Múlasveit, það er á
Barðaströndinni að norðanverðu við
eyjarnar, — og seinna 7 ár í Stykkis-
hólmshreppi á Snæfellsnesi. Hingað
suður flutti ég 1947.
— Við hvað vinnurðu hér?
— Eg hef verið verkamaður og unn-
iS ýmis störf þennan tíma.
— En fræðaþráin er þér í blóð
borin?
— Þag er nú iítið, ég hef verið að
fást við þetta smávegis í tómstund-
um mínum. Ritstörf samrýmast ekki
vel verkamannavinnu. Þeir sögðu
stundum karlarnir í Breiðaf'jarðareyj-
um, að það ætti ekki vel saman söngur
og sjóferðir, eins finnsrt mér það vera
<32
T í M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ