Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Page 13

Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Page 13
um, að hún var albúin til þess. Árið 1777 leig þó á enda, án þess að til neinna þeirra tíðinda drægi, sem í letur hafa verið færð, og allt fram á útmánuði 1778. En þá dundi ógæfan yfir: Solveig svipti sig lífi. Heimildum ber ekki saman um, hvaða dag þetta gerðist. Séra Páll á Brúarlandi nefnir ekki daginn, en segir, að séra Oddur hafi verið við messugerð á Silfrastöðum. Gísli Kon- ráðsson segir, að þetta hafi verið mið- vikudag einn á föstu, og telur hann einnig, að prestur hafi verið að heim- an við tíðasöng á Silfrastöðum. í Djáknaannál er tilgreint, að atburð- urinn hafi gerzt á laugardaginn fyrir pálmasunnudag, en það var hinn 11. dagur aprílmánaöar, og hafi prestur verið heima. Þeir séra Páll og Gísli geta þess báðir, að húslestur hafi ver- ir lesinn í Miklabæ þennan dag og telja, að hún hafi fargað sér, meðan lesið var. Frásögn Gísla er nokkuð nákvæm. Hann segir, að Solveig hafi beðið Guð laugu þá, sem gætti hennar, að Ijá sér hníf til þess að spretta saumum á fati. Þegar hún hafði fengið hnífinn, hvarf hún út úr bænum og hljóp á vegg hestaréttar. sem virðist hafa ver- ið þar heima við. Brá hún þar hnífn- um á háls sér og féll við það niður í réttina. Vinnumaður einn, Jón Stein- grímsson, bar hey á milli húsa og fylgdi honum drengur að því verki. Sáu þeir aðfarir Solveigar, og herm- ir Gísli það' upp á Jón, að hann hafi sagt, þegar hann sá, hversu komið var: „Þar tókst henni það, helvítinu því arna“. Jón Steingrímsson hljóp síðan inn í bæ og sótti smið, sem þar var á staðnum, Jón Björnsson, bróður Guð- laugar. Tók liann Solveigu í fang sér, þegar hann kom til, og las fyrir henni andlátsorðin, og viitust honum þá var- ir hennar bærast, þótt ekki beyrði hann orðaskil. Séra Páll segir nokkuð öðru vísi frá. Hann telur að Soiveig hafi tekið kistulykla sína að nær enduðum hús- lestri og gengið ofan. Síðan hafi vinnu maður, er út gekk eftir lesturinn, komið að henni í andarslitrunum. Eins og sjá má ber hér nokkuð á milli, þótt ekki skipti það miklu máli. Getgátur greiða hér að sjálfsögðu ekki úr, en leyfilegt hlýtur að vera að varpa því fram. að ef til vill hafi Solveig í reyndinni verið elt út af mönnum, sem ætluðu að taka af henni hnífinn, og hlaupið undan þeim upp á hestaréttarvegginn. Virðist undar- legt, að hún skyldi nema þar staðar til þess að vinna verkið, ef rétt er hermt um staðinn hjá Gísla Konráðs- syni, nema því aðeins, að menn hugsi sér hana grípa þar augnablikstæki- færi, sem henni veitist á hlaupum und an eftirleitarmönnum. Eins og áður getur, telur Hallgrím- ur djákni, að séra Oddur hafi verið heima. Hann segir skýrt og greini- lega, að prestur hafi verið kvaddur til, áður en Solveig skildi við. Við sjón þá, er við honum blasti, þegar hann kom á vettvang, bra honum svo, segir Hallgrímui, að hann féll í öng- vit. Þegar har.n raknaði við aftur, var Solveig örend Séra Páll og Gísli segja báðir, að Solveig hafi vitiað prests í- draumj og beðið hann að stýra svo málum, að hún yrði jörðuð í vígðri moldu en það var öndvert lögum og venjum, þegar menn réði sér sjálfir bana. Séra Páll segir. að prestur hafi riðið til Hóla og beðið biskupinn, föður sinn, að leyfa líkama Solveigar leg í kirkjugarði, en ekki fengið þvi á- orkað. Gísli ætJai, að hann hafi farið þeirra erinda að Víðivöllum á fund Vigfúsar Scheving sýslumanns. og hafi hann ekki gefið þess neinn kost, en fyrir bænastað prests leyft, að hún yrði dysjuð við kirkjugarðsvegginn og legstaður hennar grafinn lítið eitt inn undir hann. „Er þar dys hennar að sunnan verðu við garðinn". segir Gísli. III. Sagan segir, að Solveig hafi ekki af því látið að gera sig heimakomna við prest í svefni. Séra Páll á Biúar- landi hermir, að hún hafi birzt presti í draumi og sagt: „Fyrst ég fékk ekki að leggjast í kirkjugarð, þá skalt þú ekki leggj- ast nær honum en ég“. Gísli Konráðsson kveður fast að T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 541

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.