Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Qupperneq 16
l.ans á staðnum, séra Oddur, kæmi til
hans og mælti:
„Sárt er það að sjá kunningja mína
ríða og gaixga svo nærri mér, en geta
ekki látið vita, hvar ég er“.
Slíkar sögur bárust fljót-t um byggð-
ir og héruð og gátu af sér mörg af-
kvæmi. Þær voru eins og gróðrar-
skúrir á frjósamar ekrur. Hinn þögli
hópur, sem þyrpti sér þétt í hvilftum
og lautum, brá á leik á vegi einfarans
við skin stakrar stjörnu í skýjarofi
— Solveig hvimaði í myrkum gátt-
um „með höfuðið aftur á baki“.
Indriði Einarsson segir svo í endur-
minningum, að Solveig hafi í heila
öld gengið Ijóslifandi í vitund hvers
unglings í Skagafirði.
Upp úr þessum jarðvegi spratt
kvæði Einars Benediktssonar um
hvarf séra Odds í Miklabæ, þegar
meira en hundrað ár voru liðin frá
atburðunnm, slungið rammri kyngi
þjóðsögunnar og magnað beyg margra
kynslóða, erfð skáldsins, sem sjálft
komst í þau spor að standa ungt
andspænis hálfbrostnum heiftarsjón-
um deyjandi stúlku, þegar Sólborg
Jónsdóttir á Svalbarði í Þistilfirði
réð sér bana á eitri í höndum hans,
sökuð um útburð barns, sem hún átti
með bróður sínum.
Mynd séra Odds og Solveigar er
þar dregin upp óafmáanlega í bók-
menntum íslendinga, líkt og þjóð-
trúin hafði áður gætt hana lífi í vit-
und fólks.
Þegar hér var komið sögu, hafði
kirkjugarðurinn á Miklabæ verið
stækkaður, eins og áður hefur verið
vikið að. Hermdu þá munnmælin orð-
ið, að dys Solveigar hefði verið
norðan undir kirkjugarðsveggnum
austanverðum, og átti hún að hafa
lent sem næst útmörkum garðsins,
þegar við hann var aukið. Var þar
upp úr síðustu aldamótum þúfa eða
þúfur úti við kirkjugarðsvegginn, sem
kallaðar voru leiði Solveigar.
Árið 1910 var enn aukið við garð-
inn. Skömmu fyrir jólin árið 1914
var svo gömul kona jörðuð í honum,
og var henni valin gröf nálægt mörk-
um gamla garðsins og viðaukans þar
í nánd, er þúfur þær höfðu verið, er
eignaðar voru Solveigu. Tveir sóknar-
menn, Jóhannes bóndi Bjarnason í
Grundarkoti og Sigurður nokkur
Einarsson, tóku gröfina. Þegar þeir
voru komnir alldjúpt niður, ■ varð
fyrir þeim kista, er sneri út og suð-
ur. Þá varð Sigurði að orði:
„Hver skyldi þetta vera?“
„Ætli það sé ekki Solveig?" svar-
aði Jóhannes.
Þegar hreyft var við þessari kistu,
sem lá þvert á hina nýju gröf, gliðn-
aði hún sundur. Létu þeir Sigurður
beinin úr henni í skúta þann, sem
varð í bakka grafarinnar, þar sem
gamla kistan hafði verið, en röðuðu
fjölnnum úr henni meðfram kistu
gömlu konunnar, er jarðsett var
þarna.
Heldur höfðu grafararnir hljótt um
fundinn, en þó virðist þetta atvik
hafa orðið fóturinn að sögunni um
stígvélaða manninn.
V.
Svo liðu árin, án þess að til tíðinda
bæri. Séra Oddur og Solveig virtust
vera hætt að vitja Skagfirðinga í
draumi. Saga þeirra orkaði ekki leng-
ur á fólk með sama hætti og áður.
Samt átti enn eftir að koma í ljós,
að ekki var áhrifavaldi þeirra með
öllu lokið. Það var upphaf þessa
lokaþáttar í sögu séra Odds og Sol-
veigar, að Jóhannes bóndi Jónsson
á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð, sem
er næsti bær norðan Miklabæjar,
var veturinn 1932 að dytta að fjár-
húsvegg niðri á túninu. Ætlaði hann
að byggja kofa sunnan undir veggn-
um. Gamall haugur af mold og taði
var þar, sem kofinn skyldi vera, og
þegar bóndi fór að ryðja burt haugn-
um, kom hann niður á bein. Héldu
menn fyrst, að þetta væru kindar-
bein, og var ekki farið gætilega með
þau. Molnuðu þau því mjög í með-
förunum, enda voru þau harla fúin.
Seinna sást, að þetta voru manna-
bein, og var þá farið að hyggja bet-
ur að þessu. Virtist mönnum þá sem
hola hefði verið grafin í hauginn og
líki troðið niður í hana, mjög saman-
kýttu, og var það dregið af því, að
höfuðkúpa haugbúans lá milli lær-
leggjanna. Sýnilegt var, að beina-
grindin hafði legið þarna lengi, því
að hryggjarliðir voru gerfúnir og rif
flest. Aftur á móti voru tennur heil-
ar og virtust þær lítt slitnar. Tók
nú bóndi það ráð, að hann safnaði
beinunum í kassa, er hann kom síðan
fyrir i jötugarða nýja kofans, sem
næst þeim stað. er þau höfðu áður
legið á.
Síðan leið og beið fram á sumar
1934. Þá fór Matthías Þórðarson þjóð
minjavörður norður í Drangey til
þess að _ rannsaka menjar um vist
Grettis Ásmundssonar í eynni. Kom
hann þá við á Þorleifsstöðum og hafði
beinin, sem fundust í taðhaugnum
við fjárhúsvegginn, með sér til
Reykjavíkur. Spratt af þessu mikið
umtal, og voru uppi um það ýmsar
getgátur, hvernig á þessum beinum
stæði. Þótti flest benda til þess, að
þarna hefði verið fólgið lík myrts
manns, og hölluðust margir Skagfirð-
ingar að því, að þetta væru bein séra
Odds Gíslasonar á Miklabæ.
Hið sama sumar og Matthías þjóð-
minjavörður flutti Þorleifsstaðabein-
in til Reykjavíkur voru bein þeirra
Friðriks Sigurðssonar og Agnesar,
sem tekin voru af lífi við Vatnsdals-
hóla árið 1830, grafin upp og jörðuð
á ný með viðhöfn í kirkjugarðinum
á Tjörn á Vatnsnesi, að fengnu leyfi
Jóns Helgasonar, biskups. Var síðan
bænasamkoma haldin á hinum gömlu
brunarústum á Illugastöðum á Vatns-
nesi, þar sem þau Friðrik og Agnes
myrtu Natan Ketilsson og Fjárdráps-
Pétur, svo sem alkunnugt er. Var
þetta að hvötum konu einnar í Reykja
vík, sem ritaði ósjálfráða skrift og
kvaðst margsinnis hafa veitt viðtöku
óskum frá öðrum heimi um það, að
„reynt yrði að milda málstað þeirra
Friðriks og Agnesar"..
Þetta tvennt, umræðurnar um
beinafundinn á Þorleifsstöðum og
umstangið með bein Friðriks og Agn-
esar, varð til þess, að hugur manna
fór á ný að beinast að Miklabæjar-
Solveigu. Hana tók að bera á góma
á miðilsfundum í Reykjavík, og senn
kom einnig í Ijós, að enn voru uppi
draumamenn miklir. Þetta komst á
hástig vorið 1937. Var þá sagt, að Sol-
veig hefði sjálf komið fram á einum
miðilsfundinum, ásamt fleirum, er
studdu mál hennar, og farið þess á
leit, að bein hennar væru tekin úr
dysinni og flutt í kirkjugarðinn í
Glaumbæ. Fylgdi það með, að hún
hefði ekki drepið séra Odd, heldur
hefði honum verið sökkt í Solkupytt
svonefndan, yzt í Gegni, og þar lægju
leifar hans enn. Voru svo á einhverj-
um þessara miðilsfunda tilgreindir
þrír menn, sem hrinda skyldu beina-
flutningunum í framkvæmd — Pétur
Zóphóníasson, ættfræðingur, séra
Lárus Arnórsson á Miklabæ og þriðji
maður, sem ekki hefur- verið opin-
berlega verið nafngreindur og virð-
ist ekki hafa látið þetta mál til sín
taka.
Þeir Pétur og séra Lárus vildu
ekki víkja þessu frá sér, er tilmæl-
unum var beint til þeirra. Fyrst hafði
verið leitað til Péturs, og laust fyrir
miðjan júnímánuð átti hann símtal
við séra Lárus og sagði honum mála-
vexti. Séra Lárus svaraði því, að hann
væri fús til þess að eiga hlut að þessu
máli, ef biskup landsins veitti leyfi
sitt til þess að taka beinin upp og
jarðsetja þau á ný í vígðri moldu.
Hér var þó úr vöndu að ráða, þár
eð ekki fylgdi tilmælunum nein leið-
beining um það, hvar beina Solveigar
væri að leita, heldur þess eins getið,
að áreiðanlega myndu þeir menn
vera í Skagafirði, sem vissu það. En
nú rifjaðist upp sagan um beinin,
sem varð vart við, þegar gamla kon-
an var jörðuð árið 1914.
Svo hittist á, að sonur þessarar
konu, er annars átti heimili á Suður-
landi, var staddur á næsta bæ við
Miklabæ um þetta leyti. Varð það að
ráði, að biðja hann að koma og vísa
til leiðis móður sinnar, ásamt Sigurði
Einarssyni, öðrum manna þeirra, er
tók að henni gröfina. En nú fór svo,
að þeim bar ekki saman, og munaði
þar að minnsta kosti grafarlengd.
Lét séra Lárus grafa þar til, að son-
544
T í M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ