Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Side 18

Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Side 18
&ætist draumur manna um AD RÁDA Síðan í árdaga hefur maðurinn reynt að breyta veðrinu. Lengi vel treysti hann á kraftaverk og bænir, en síðar haslaði hann sér völl á vett- vangi vísindanna (á.rið 1891 „sann- aði“ t.d. maður að nafni Robert St. George Dyrenforth, að hávaðinn af fallbyssuskothríð í stórorrustum gæti valdið rigningu, og voru honum m.a. veittir 19.000 dollarar til þess að hann gæti gert sem allra mestan hávaða). Þav til fyrir skömmu fóru allar slíkar tilraunir út um þúfur. Það er aðeins á síðustu fimmtán árum — eða síðan ungur vísindamaður fór að beita svokallaðri skýdreifingu á tæknilegan hátt, — að raunverulegar framfarir hafa orðið í þessum efnum. Og jafnvel fyrstu tilraunirnar, sem gerðar voru með þeirri aðferð og vöktu mikla bjartsýni, urðu mörgum vonbrigði. Skýdreifingin, sem við skulum bráðum athuga nánar, hefur hleypt af stað einhverjum harðvítug- ustu og ófrjóustu deilum, sem um getur í sögu veðurfræðinnar. Henni hafa ýmist verið þakkaðar flestall- ar veðrabreytingarnar eða þær skrif- aðar á hennar reikning. Sumir vís- indamenn halda því fram, að hún valdi flóðum og hagléli. Aðrir segja, að hún eyði skýjunum og valdi þurrki. Enn aðrir eru vissir um, að hún sé algjörlega áhrifalaus. Þeim deilum er alls ekki lokið, en að minnsta kosti ein skýr niðurstaða hefur skotið upp kollinum: maðurinn g e t u r breytt veðrinu, og tilraunir hans leiða til æ betri árangurs í þeim efnum. Allmargar vandlega undir- búnar tilraunir, sem nú hefur verið ráðizt í, hafa þegar í byrjun leitt til jákvæðs árangurs, sem lofar góðu. Merkustu tilraunirnar af þessu tagi eru ef til vill hinar geysilegu tilraun ir, sem gerðar hafa verið undir stjórn dr. E. G. Bowen við vísinda- og iðnaðarrannsóknarstofnunina i Ástralíu. Til að forðast margar gildr- ur, sem áður voru til trafala, notar Bowen flugvélar til að dreifa „reyk“, sem veldur regni í ský. Aðrir hafa notað „reyk“ framleiddan á jörðu niðri i þeirri von, að hann næði á réttan stað á réttum tíma með ein- hverjum hætti án þess að glata á- hrifamagni sínu í of miklu sólskini. Tilraunirnar voru gerðar á hinu víð- áttumikla svæði frá Adelaide til Bris- bane, sem skipt var í fimm smærri svæði. sem hvert um sig náðu yfir tvö héruð, er höfðu svipuð staðar- og loftslagseinkenni. Yfir annað hvert VEDRINU? svæði var svo dreift skýjum. Til þes að ganga úr skugga um, hvert þeirra skyldi valið í dag og hvert á morgun, hafa svo vísindamennirnir varla unnið meiri stærðfræðileg af- rek en sem svara því að kasta upp peningi. Þetta handahófskennda úr- tak sýnishorna gerir að engu staðtölu leg áhrif smávægilegra breytinga á andrúmsloftinu. Eftir þriggja ára starf Bowens hafa tilraunir hans sýnt, að skýdreifing hefur í för með sér talsverða aukn- ingu regns, ef — og það er stórt ef — stór og hæfilega köld ský eru fyrir hendi. í Adelaide-héraðinu var t.d. ekki hægt að merkja neina aukn ingu regns, af því að á þeim slóðum voru köldu skýin, sem til þarf, nánast ekki til. En í grennd við Canberra nam regnaukningin 18% og á Nýja- Englandssvæðinu 25%. Ef við hverfum frá regninu, kem- ur í Ijós, að á víðari grundvelli hafa niðurstöðurnar einnig verið jákvæð- ar. Irving P. Krick, frægasti regn- framleiðandi aldarinnar, hefur síðast- liðin fimm ár unnið að því að reyna að finna ráð til að draga úr eða fyrirbyggja haglél í Mið-Alberta- fylki í Canada, en dr. Krick var for- stöðumaður veðurfræðideildar Iðn- fræðistofnunarinnar í Californíu til 1948. Síðan hefur hann hleypt af stað mörg hundruð stormum og ver- ið jafnframt einn umdeildasti mað- urinn í öllum þrætunum um veður- 'stjórn. Kjarninn í kenningu Kricks um, hvernig verjast megi hagléljum, er sá, að ský, sem dreift hefur verið, losi sig við vatnið, löngu áður en það kemur að notum við að mynda hin geysistóru haglkorn. sem valda skemmdum á byggingum, ökrum og öðrum mannvirkjum. Ýmsir kana- dískir og bandarískir vísindamenn rengja þessa kenningu hans, en sam kvæmt skýrslum Rannsóknarstofn- unarinnar í Alberta renna undir hana mjög styrkar stoðir. Árið 1960 voru haglkorn á stærg við valhnet- ur nærri því fjórum sinnum algeng- ara fyrirbæri á svæðum, sem skýj- um hafði ekki verig dreift yfir en hinum. Undir lok sumarsins varð reyndin sú, að þó að haglkornin héldu áfram að falla í venjulegu hlutfalli á svæðin, sem engum skýj- um hafði verið dreift yfir, varð þeirra naumast vart annars staðar. Marga storma annars eðlis eru veð- urfræðingar einnig farnir að beygja. undir vilja sinn. Visindamenn hafa þegar sannað, að hægt er að draga úr vindstyrk stormanna á Karíba'haf- inu, og af mikilli gætni eru þeir nú einnig teknir að fást vig fellibyljina. Með hjálp hinna nýju veðurhnatta geta þeir séð fyrir upptök storma talsvert löngu áður en þeirra verður vart frá jörðu. Ef fellibylur virðist ætla að sneiða hjá landi, reyna þeir að hafa áhrif á styrk hans eða beína honum þangað, sem hann veldur minnstu tjóni. Veðurfræðingar eru skiljanlega mjög tregir til að skipta sér. af hvirfilvindum, sem stefna að landi, þar sem svo lítil vitneskja er fyrir hendi um, hvað komið getur fyrir. (Sem dæmi má nefna, að 17. október 1948 beindi bandaríski flug- herinn fellibyl frá Floridaströnd. Nærri strax gerðist það, sem talið var óhugsandi, að bylurinn tók 120 gráðu beygju og skall á Savannah í Georgíu, þar sem hann olli tjóni, sem metið var 5 milljónir dollara. En þrettán árum síðar, í september 1961, var fellibylnum Esther dreift, án þess að hann breytti stefnu sinni hið minnsta). Eitt af því, sem nauðsynlegt er að vita, þegar um veðurstjórn er að ræða, er hvenær og hvernig hægt er að láta veðrið hjálpa sér. Eins og sést af tilraunum Bowens í Ástralíu, verða veðurskilyrðin að vera heppi- leg, ef dreifingin á vel að takast. En Bowen hefur sýnt fram á, að nokkrir ákveðnir dagar ársins eru heppileg- astir til hennar, þar sem líkur benda til, að veðurskilyrðin séu þá sérstak- lega hentug um allan heim. Þessa ákveðnu daga virðist náttúran bjóða manninum til samvinnu um að láta rigna. Til dæmis sýna margra ára staðtölulegar skýrslur, að 12. janúar má búast við miklu meira en þann 26. Og þetta gildir, hvar sem er á hnettinum, í Bandaríkjunum, Suður- Afríku, Nýja-Sjálandi, Bretlandseyj- um og hvar sem vera skal. Loftstein arnir, sem falla árlega og þá fremur einn daginn en annan, virðast á ein hvern hátt tengdir þessum „betri“ dögum. 13. desember ár hvert fer jörðin gegnum reykský, og verða þá alltaf nokkur hinna fögru stjörnu- hrapa, sem kölluð eru á ensku Gem- inids. Um 12. janúar hafa smæstu agnir loftsteinanna safnazt fyrir í neðri loftlögunum, þar sem þær mynda kjarna regndropanna. Það mundi teljast sérstaklega vel viðeig- andi, ef rannsóknir á loftsteinum, sem upphaflega komu þó ekki veður- fræðinni við, ættu eftir að verða eitt af viðfangsefnum hennar. Það er þó langt frá því, að kenn- ingar Bowéns hafi hlotið viðurkenn- ingu um heim allan. Flestir vísinda- menn furða sig til dæmis á því, hvers vegna það ætti endilega að taka ryk- agnirnar réttan mánuð að falla nið- ur í skýjahæð. Þau óleystu vandamál, sem menn 546 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.