Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Page 21
þegar þær voru að bisa við karl, og
heyrði þá, að hann sagði:
__ Verið þið nú sterkar, en farið þó
hægt með limina.
Bóndi þreif nú Styrbjörn og setti
hann upp á pallinn, en fann þá, að
hann var furðu linur átaks að fram
an. Gætti hann þá betur að, og fann
að karl hafði troðið kodda framan á
sig. Lauk skiptum þeirra svo, að
Styrbjörn snaraðist út og stökk á
bak hesti sínum hjálparlaust.
Eitt sinn sagði Styrbjörn við ung
an vergangspilt, er lítt hafði orðið
til fjár á ferðum sínum:
— Þú verður að bera þig hörmu
lega.
Eiigin nýiúnda
SUNLENZKUR maður réðst í
kaupamennsku til bónda eins á. Norð-
urlandi, er þótti fremur kaldur í
svörum. Kom hann að kvöldi i mein-
lausu veðri á ákvörðunarstað og svaf
vært fyrstu nóttina. Að morgni gekk
hann út til þess að svipast um. Þótti
honum illa hafa skipazt veður, því
að komin var naprasta kuldabræla af
norðaustri.
„Hann er kominn á norðaustan“,
sagði kaupamaður með hrollí, er
hann kom aftur inn í baðstofuna.
„Og það hefur hann nú verið síð-
ustu þrjátíu árin“, svaraði bóndi,
stuttur í spuna.
Lífið í Breiða-
f|arðareyjum
Framliald af 535. siðu.
því að einu sinni voru mörg höfuð-
ból við Breiðafjörð og í Breiðafjarð-
areyjum. Það ei enn hægt að lifa
góðu lífi við hinn fagra og gæðamikla
Breiðafjörð. Þeim, sem hann ól, er
hlýtt til hans, og þar er sumarfallegt.
Hann er börnum sínum góður, ef þau
svíkja hann ekki. — hjp.
—O—
Leiðrétting:
Inn í viðtalið við Lárus Rist í 20. tölu-
biaði Sunnudagsbiaðsins slæddist.
vegna mismælis sú villa, _að móðir hans
hefði verið Jakobína Jakobsdóttir frá
Sogni í Kjós. Þetta er rangt eins og
kunnugir vita. Móðir hans var Ingi-
björg Jakobsdóttir frá Valdastöðum.
í viðtali við Guðmund frá Hrófá í 21.
tbl. hefur bæjarnafnið Þiðriksvellir
misritazt Þyrilsvellir.
Margt er undarlegt -
Framhald af 531. síðu.
misstórar — fjórar stórar f toppinn
á sumum eintökum, en á öðrum skipt-
ust á misstórar körfur efst. Sumir
stönglar lágu hálfflatir og voru þá
aðeins blöð á efra borði, en blaðör
ein á hinu neðra.
Ekki veit ég, hvernig á þessum
samvexti eða óeðli stendur, í Noregi
kenna sumir um jurtalyfjum, en aðr-
ir geislunum eða í þriðja lagi stökk-
breytingum af ókunnum ástæðum.
Gefið gaum að gróðrinum. Ef til
vill finnjð þið fjögurra laufa smára.
Börn í Reykjavík fundu fyrir nokkr-
um árum nokkra fimmlaufa, einstaka
sexlaufa og einn sjölaufasmára. Býð-
ur nokkur betur?
Ingólfur Davíð'sson.
EG MAN ÞANN MORGUN
Framhaid af 530. síðu.
niðri á hæöum, en hljóp niður alla
stiga. Á tröppunum varð ég þó að
hægja ferðina til að svelgja i mig
svalt og tært morgunloftið — og
hvílíkur morgunn! Allt glitraði bók-
staflega í sterku sólskininu og
sterkan gróðurilm lagði að vitum
manns frá jörðunni, sem var að
vakna af vetrardvalanum. Þá
mundi ég það allt í einu, að það
var sumardagurinn fyrsti; en þetta
voru nú aðeins augnabliks hughrif,
því að enn herti ég á sprettinum
vestur fyrir hornið á spítalanum,
og — jú, heppin var ég! Svartur
leigubíll var að renna heim braut-
ina með frú Þórdísi Carlqvist hvít-
klædda og værðarlega í hvíldar-
stellingu í aftursætinu. — Skiljan-
legt reyndar, að hún væri minni
eftirvæntingu haldin en ég, nem-
inn, sem allt þurfti að læra og öllu
að venjast fyrir væntanlegt starf
mitt í stétt ljósmæðra. En nú sagði
hún mér, að í þetta skipti þyrft-
um við engum erfiðleikum að
kvíða, því að þarna þekkti hún til
og þar væri allt í lagi. — Með þessu
innti hún að þvl, að ég var stuttu
áður með henni þar, sem átakan-
legir atburðir gerðust.
En nú var létt yfir öllu og siðustu
leifar svefndrunga míns svifu út í
buskann, er við beygðum á leið aust-
ur úr bænum,-því að nú var ferðinni
heitið alla leið inn i Kleppsholt.
Það þótti nú góður spölur í þá
daga og ekki hratt ekið, svo góð-
ur var ekki vegurinn orðinn, en út-
sýnið var þeim mun betra. Þetta
var yndisleg ökuferð. í þá daga
máttu „hestar postulanna" bera
fátæka ljósmóðurnema flest sem
þær fóru, svo að það var nú sann-
arlega nýnæmi að dilla sér í dún-
mjúku bílsæti og drekka svo í sig
fegurð þessa dásamlega morguns.
Víst er bærinn okkar fallegur í dag,
en ekki fannst mér hann síðri þá.
Reykjavík vorra daga getur státað
af mörgum og dýrum mannvirkj-
um, en óneitanlega hafa sum verið
reist á kostnað hinnar dýrðlegu, -
ósnortnu náttúrufegurðar. Og í
þetta sinn fannst mér Laugarásinn
rísa fagurlega framundan með sínu
gráa grjóti og grænkandi grastopp-
um, með hvíta gufuslæðu frá
gömlu þvottalaugunum á aðra
hönd, en blikandi, lognslétt sundin
á hina. Eyjarnar móktu letilega í
logninu, lítið farnar að breyta sín-
urn gula vetrarbúningi, en Esjan
teygði sig tignarleg upp í bjartan
himinblámann með hvítan fald á
höfði Það lá við, að mig svimaði
af sælublöndnum fögnuði vfir feg-
urð hins íslenzka vors.
Við stigum út úr bílnum sunnan
tii í ásnum, þar sern hús sængur-
konunnar stóð hátt uppi ) brekk-
unni. Þangað upp eftir löbbuðum
við eftir grýttum götutroðningi og
bar ég ljósmóðurtöskuna. Litla hús-
ið, sem við áttum erindi í, stendur
enn þá í brekkunni — gott ef það
er ekki eini kofinn, sem eftir er á
þessu svæði. "ög í hvert sinn. sem
mér verður litið þangað. streymir
fögnuður þessa fagra morguns
fram í huga minn, þó að húsið
væri lágreist og húsgögn fátækleg
— jafnvel s þeirra tíma mæli-
kvarða — þá leið manni þar vel.
Andrúmsloft hvers heimilis fer
ekki eftir íburði eða ytra skrauti.
Ekki leizt þó frú Þórdísi á blik-
una, þegar móðirin væntanlega
mætti okkui á tröppunum hlæj-
andi og hress að sjá, kvað hún sig
þó ekki hala neitt gabb í huga og
vildi gjarnai, „ljúka þessu af“ sem
fyrst, en í bili gætum við þó komið
inn í eldhúsið með sér og fengið
kaffisopa — svo sæi maður nú til.
Kaffið var þegið með þökkum og
gamanyrði óspart látin fjúka yfir
borðum — ekki sízt^ eftir að hús-
bóndinn bættist í hópinn. Þvi næst
var gengið inn í iitlu stofuna þar
sem húsmóðirin hafði búið um sig
á legubekk, en húsbóndinn fór inn
í svefnherbergið, sem var þar inn
af til að koma krökkunum á fætur
og út í góða veðrið, áður en þau
færi að gruna neitt — ekki man ég
nú, hvað mörg þau voru fyrir.
Brátt var ég send fram til að
sjóða áhöldin og Þórdís fór að huga
að öðrum undirbúningi; var mér
ekki grunlaust um, að ein lítil
sprauta hefði komið þar við sögu.
Það eitt er víst, að innan hálftíma
T í M I N N
SUNNUDAGSBL^
549