Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1962, Blaðsíða 3
 r‘-v, i j ÞaS eru reist félagsheimili vfSar en á íslandi. baS gera þeir líka suSur á Fijieyjum. Þar hvíia ekki þungar kvaSir á mönnum, þvi aS eyjarnar eru gjöfular og lifn- aSarheeftir fábrotnir. En þeim mun meiri nauSsyn er aS eiga samkomuhús, því aS nægur tími er til þess aS skemmta sér i þvi viS söng og dans. ÞaS er þvi eln helzta skyldukvöSin, sem hvílir á mönnum sameiginlega, að byggja samkomuhúsin og halda þeim við. Þegar byggja skal nýtt samkomuhús eru kvaddir til menn úr næstu þorpum, oft hundruSum saman. Þeir velja stór tré, sem þeir höggva og draga síðan stundum langa vegu að hússtæðinu. Þótt trjábolirnir séu þungir. verSur þeim ekki skotaskuld úr því aS koma þeim á leið- arenda og fella þá í húsgrindina, svo sem vera ber, því að ekkl skortir mannaflann. Margar hendur vinna létt verk, og allt, sem átök þarf við, gerlst með söng. Þeir einbeita sér eftir hljómfallinu. Það eru ekki nein smáhýsi, sem þeir reisa. Sam- komuhús þeirra eru bæSi stór um sig og mjög há. Sjálfir veggirnir eru að vísu lágir, þótt firnaþykkir séu, venju- lega þrjár álnir á þykkt, en risið er hátt. Þegar viSir alllr hafa verlð reistir og felldir í sínar skorður, er gert þykkt stráþak á húsið, en veggir eru þaktir blöðum að íSx«'i<wK' T f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 555

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.