Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Page 14

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Page 14
„Konungadalurinn" vestan Nílar. Munninn á miSri myndinni er aS gröf Túf-ench- Amons. — ÞaS er varla til sú stelnvala í dalnum, sem ekki hefur farið í gegnum hendur fornleifafræðinga. þeirri forsendu, að þessi fullyrðing væri ósönn. Þeir létu þess hins veg- ar ekki getið, ag brotizt hafði verið inn í eina konungsgröf, tvær hof- gyðjugrafir og fjölda annarra grafa og þær rændar. Af þessu er augljóst, að rannsóknarmennirnir hafa verið á bandi Pewero, og sennilega jarlinn líka. Rannsóknarnefndin taldi enga ástæðu til þess að ráðast að jafn- mikilhæfum embættismanni og hun sagði Pewero vera. Hann fagnaði nú sigri og smalaði saman „öllum eftir- litsmönnum, ráðsmönnum, handverks mönnum, lögreglumönnum og Aröb- um Dauðra-manna-borgar“ og sendi þá í austurhluta Þebu, þar sem Peser var borgarstjóri, til þess að hrósa sigri, og áttu þeir auðvitað að leggja leig sína hjá húsi Pesers. Peser reidd ist þessari ögrun, eins og vænta má.tti og svall móður. Lýsti hann því yfir, að hann myndi skjóta málinu miUiliðalaust til sjálfs faraós. Pewero hafði einmitt vonazt eftir því, að Peser gerði þetta, sendi hann um- svifalaust hraðboða til jarlsins og upplýsti hann um, hvílíka dæmalausa ósvífni Peser sýndi öllum embættis- störfum með þessu tiltæki. Jarlinn brást hart við og lét þegar skjóta á dómþingi og neyddi Peser sjálfan til þess að taka sæti meðal dómenda, og varð hann að eiga hlut að ákæru á. hendur sjálfs sín fyrir meinsæri og dæma sig sekan! En það mu.n .jálfsagt hafa verið vesalings Peser dáiítii sárabót, að fáum árum semna var átta manna flokkur grafaræningja höndum tek- inn, og eftir að þeir höfðu verið pynt aðir, játuðu þeir að hafa brotizt inn" í konungsgröf og stolið þar gulli og gersemum af múmíu konungsins og drottningar hans. Ein þeirra grafa, sem þeir rændu, var gröf, sem Peser hafði kært yfir ráni á. En ránunum linnti ekki að heldur, og sérhver til- raun faraóanna til þess að stemma stigu við þeim, fór út um þúfur, að heita mátti. En það voru ekki allir jafnspilltir í þessu þjóðfélagi, þótt þjófa og grafarræningja væri að finna í öll- um stéttum. — Stundum, þegar þjóf- arnir laumuðust burt frá gröfunum á niðdimmum nóttum með ránsfeng sinn, var setið fyrir þeim og ráðizt á þá og þeir sviptir ránsfengnum. Þar voru að verki menn, sem höfðu tekið til sinna eigin ráða og voru ekki síður hugaðir og kænir en bóf- arnir. Munurinn var aðeins sá, að þeiira tilgangur var ekki ag auðga sjálfa sig, heldur að vernda smyrl- inga konunganna, svo að sálir þeirra mættu njóta friðar um eilífð. Þeim hefur sjáJfsagt sviðið, þessum mönn- um, framtaksleysi réttvísinnar í land inu og sú svívirðing, sem látnir þjóð- höfðingjar urðu ag þola af hálfu þjófa og illmenna. Og stundum urðu þeir á undan þjófunum og brutust sjálfir inn í grafirnar og báru burt smyrlinga hinna látnu konunga til annarra grafa, sem þeir höfðu búið þeim. Þetta hefur verig áhættusamt starf og ekkert í boði, aðeins vitund- irj ein um að hafa bjargað líki kon- unga sinna frá tortímingu. Þannig hröktust múmiurnar, sem tryggja áttu sálum manna eilíft líf, frá einum stað til annars. En loksins leið að því, ag ríkið tók afstöðu. Hermenn faraós einangr- uðu „Konungadalinn" og ein eða fleiri af viðhafnarkistunujn í dalnum voru fluttar burt til ókunns staðar. En hrakningum smyrlinganna lauk ekki strax, og sumir þeirra voru end- urgrafnir mörgum sinnum; Ramses XI. til dæmis þrisvar sinnum. Ag end- ingu var það tekið til bragðs að leggja þá marga saman í gröf. I gröf Amenhótes II. liggja ekki færri en þrettán múmíur faraóa. Aðrir voru fluttir — sumir úr upprunalegri gröf sinni, aðrir eftir meiri eða minm hrakninga — úr „Konungadalnum yfir eyðiheiði til grafhýsis, sem hafði verið höggvið í hamraklettinn við Der-el-Bahari. Og þar hvíldu smyrl- ingarnir í friði i þrjú þúsund ar. Sennilega vegna þess, að þekking a grafstaðnum hefur glatazt. Það hlýt- ur ag vera skýringin á því, að gröf Tút-ench-Amons var ekki snert nema einu sinni. Ef til vill hefur sand skeflt yfir gröfina, svo að hún týnd- 830 TlUINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.