Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Page 18

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Page 18
HJÓNABANDSKRÁIN KÍNVERSK SAGA EFTiR LÍ FÚ»JEN Wei Kú langaði til þess að finna góða stúlku og ganga að eiga hana. En enn sem komið var hafði það ekkj borið árangur, því að hann var svo sérvitur og vandlátur. Á árinu 807 var hann á ferð til Tsinghó og áði í krá fyrir utan suður- hliðið í Sungcheng. Einhver hafði stungið upp á því, að hann kvæntist dóttur úr húsi Pans. Það þótti jafn- ræði og hjónabandsmiðlarinn hafði mælt sér mót við hann í Lungshing- musterinu um morguninn. Hann var léttur í skapi við tilhugsunina að kvænast stúlku, sem bæðj var sögð rík og fögur, og Wei átti því erfitt með svefn og fór á fætur um dögun. Tunglið skein enn á daufbláum himni, því að Þetta var fyrir sólarupprás. Þegar Wei kom að musterinu, rakst hann á gamlan mann, sem sat á þrep- unum og las í bók við dauft mánh- skinið. Lítil taska lá við hlið hans. Hann langaði til þess að vita, hvað gamli maðurinn væri að lesa svo árla dags og leit þess vegna yfir öxl hon- um. Komst hann þá að því, að þetta skildi .hann ekki. Hann hafði lagt stund á forn og ný tungumál, meira að segja sanskrít, en þessu gat hann ekki áttað sig á. „Leyfist mér að spyrja þig, hvað Þú ert að lesa, gamli frændi? Ég hélt, að ég þekkti öll má.1 veraldar, en aldrei hef ég séð neitt þessu líkt“. „Auðvitað hefurðu aldrei séð þetta“, svaraði gamli maðurinn og brosti við. „Þetta er ekki ritað á neinu því tungumáli, sem þú gætir kunnað“ . „Hvað er þetta Þá?“ „Þú ert dauðlegur, en þetta er bók úr andaheiminum". „Svo að þú ert þá andi! Hvað ertu að gera hér?“ „Hví skyldi ég ekki vera hér? Þú komst of snemma út. Milli nætur og sólaruppkomu er helmingur vegfar- enda mannlegar verur, en hitt and- ar. Auðvitað gætirðu ekki greint á milli þeirra. Ég hef yfirumsjón með ýmsum málum mannanna, og ég ferð- ast á nóttunni og fylgist með því fólki, sem ég á að gæta, og högum þess. „Hvaða mál eru það?“ spurði Wei. „HjúskaparmáT1. Wei fylltist brennandj áhu,ga. „Þú ert einmitt maðurinn — eða andinn, sem mig fýsir að hitta. Ég hef verið óheppinn og aldrei fundið konu við mitt hæfi. Sannast að segja er ég hingað kominn til þess að ganga frá samningi um ráðahag millj mín og stúlku úr Panfjölskyldunni, og hún er sögð vera einkarfögur og fáguð og afbragðsstúlka. Segðu mér, hvort þetta heppnast". „Hvert er nafn Þitt og heimilis- fang?“ spurði gamli maðurinn. Wei Kú sagði honum það. Gamli maðurinn fletti bók sinni, leit síðan upp og mælti: „Því miður ekki. Ég skal segja þér, að öll hjónabönd eru ráðin á himnum. Þau eru skrifuð í þessa bók. Ég sé, að eiginkona þín er aðeins þriggja ára gömul núna. Þegar hún verður seytján ára, muntu ganga að eiga hana. Hafðu engar áhyggjur“. „Hafi ég engar áhyggjur! Þú átt við, að ég verði enn piparsveinn í fjórtán ár?“ „Einmitt“. „Og ekkert verður úr hjónabandi millj mín og Panstúlkunnar?“ „Laukrétt". Wei vissi ekki, hvort hann átti að trúa honum eða ekki, en hann spurði: „Hvað ertu með í töskunni?" „Rauð silkibönd". Og Það breiddist glaðlegt bros yfir andlit öldungsins. „Ég skal segja þér, hvernig ég haga störfum mínum. Ég skrifa í þessa bók, hvaða fólk skal eigast, og þegar ég frétti fæðingu drengs og stúlku, sem eiga að verða hjón, fer ég að næturlagj og bind fætur þeirra sam- an. Þegar hnúturinn hefur verið hnýttur — hnútarnir rakna ekki hjá mér — getur ekkert skilið þau. Ann- að er kannski barn fátækra foreldra og hitt rikra, þúsund mílur kunna að aðskilja þau, kannski er fjand- skapur milli fjölskyldnanna, en samt verða þau hjón Þau geta engu breytt þar um“. „Og þú hefur bundið mína fætur, geri ég ráð fyrir?“ „Já, Það hef ég gert“. „Og mín fyrirhugaða kona er nú þriggja ára barn? Hvar á hún heima?“ „Hún á heima hjá konu, sem selur grænmeti á torginu. Það er ekki ýkjalangt héðan, og konan kemur á torgið á hverjum morgni. Ef þú vilt, skal ég fylgja þér á torgið eftir sólarupprás, og ég skal benda þér á hana“. Sólin var að koma upp, en maður- inn, sem mælt hafði sér mót við Wei, kom ekki. „Þú sérð, að það er þýðing- arlaust að bíða hans“, sagði gamli maðurinn. Þeir röbbuðu saman stundarkorn, og Wej þótti gamli maðurinn skemmtilegur viðræðu. Gamli maður- inn sagði honum, að honum þætti afarvænt um starf sitt. „Það er merki- legt“, sagði hann, „hvað þetta litla silkiband hefur mikil áhrif. Ég sé stúlkuna og piltinn vaxa upp, hvort á sínu heimili og stundum óvitandi um tilveru hins, en þegar tíminn kem ur, hittast þau og verða strax ofsa- lega ástfangin. Þau vita það eitt, að þau geta ekki við þetta ráðið, Og ef einhver önnur stúlka eða annar pilt- ur kemst upp á milli þeirra, hrasar hann um bandið og flækist í þvi, svo að hann fremur sjálfsmorð. Ég hef séð Það endurtaka sig hvað eftir ann- að“. Torgið var ekki langt undan, og nú streymdi þangað fólk. „Komdu með mér.“ Gamli maðurinn gaf honum bend- ingu, tók upp pjönkur sínar og reis á fætur. Þegar þeir komu út á torgið, benti gamli maðurinn á vagn, þar sem drusluleg og óhrein kona var að selja grænmeti. Hún hélt á barni á handleggnum. Það var bundið fyrir annað auga konunnar, og hún var næstum blind. „Þarna er hún. Þetta barn mun verða eiginkona þín“. Wej bölvaði upphátt. „Hvað áttu við? Þú hlýtur að vera að spotta mig“. Og hann sneri sér reiðilegur að gamla manninum. „Nei. Ég fullvissa Þig um, að þetta barn er fætt undir heillastjörnu. Hún mun giftast þér, lifa í þægind- um og síðar verða tign hefðarkona vegna sonar síns.“ Wei leit á horaðan krakkaangann, dapur í bragði. Hann vildi helzt rengja orð gamla mannsins og rífast við hann, en þegar hann leit við, var öldungurinn horfinn. Hann fór aleinn heim, vonsvikinn yfir því, ag maðurinn, sem ætlaði að hitta hann, hafði ekki komið. Hann vissi ekki, hvort hann ætti að trúa gamla manninum eða ekki. Ég er menntaður maður, hugsaði hann með sjálfum sér, og jafnvel þótt mér tak- ist ekki að kvænast stúlku af góðum ættum, skal ég að minnsta kosti ná í léttúðardrós úr leikhúsheiminum. Því meira sem hann hugsaði um það, þeim mun hlægilegri fannsi honum sú tilhugsun, að þetta litla og óhreina barn yrði kona hans. Hann hafði svo miklar áhyggjur af þessu, að hann .gat ekki sofið. Morguninn eftir fór hann út á torgið með þjóni sínum. Hann lof- aðj Þjóninum háum launum, ef hann dræpi barnið með hnífstungu. Þeir fundu konuna á sama stað og áður, og enn hélt hún á barninu á hand- 834 T 1 M I N N SÉNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.