Tíminn Sunnudagsblað - 18.11.1962, Side 2

Tíminn Sunnudagsblað - 18.11.1962, Side 2
Hólar ( Hjaltadal á vordegl. ÞaS eru enn drjúgar fannlr 1 hlíðum fjallanna. AGÚST SIGURÐSSON, stud. theol.: SMÍÐI HÓMDÓM- KIRKJU-1757-1763 TVEGGJA ALDA AFMÆLIRIRKJUNN- AR FULLSMÍÐAÐRAR Á NÆSTA ÁRI Tveir staðarprestar á Öldu- hrygg tóku biskupsdóm á Hólum hvor fram af öð'rum. Voru það síra Halldór Brynjólfsson, 1746— 1753, og síra Gísli Magnússon, 1755—1779. Við fráfall Halldórs biskups voru hús öll á Hólum í hinu versta standi, og álag, sem greiða átti,' galzt illa, sumt jafn- vel í lítt útgengilegum hókaupp- lögum. Þegar Gísli biskup kom á staðinn í september 1755, voru því heldur litil. efni, en engin að- staða til að endurreisa staðarhús- in og dómkirkjuna. Hvors tveggja var þó brýn þörf. Fyrstu ár Gísla Magnússonar á Hólastóli voru hin mestu harðindi í Norðurlandi, og hélzt svo raur,- ar lengst af þessi ár. Síra Gís'li hafði reynzt hinn mesti búhöldur á Staðastað, endurreist þar öll bæjarhús og gekk vel fram féð. Er því skiljanlegt, að honum var eng- in aufúsa á að flytjast norð'ur í Hjaltadal eins og öllu var þá kom- ið. Enda fór svo, að hann sótti litla auðnu og hægindi á verald- arvísu heim til Hóla. Þegar hann andaðist, 8. marz 1779, hafði hann lengi verið heilsulaus, einkum kennt fótaveiki, „sem ég hygg or- sakazt hafa af langsömum kulda, ég hef mátt út standa í kofum þeim, sem ég hef hér lógerað, réttara sagt kvalizt“. Af þessu má sjá, að ekki hefur vel - um hagi skipazt á biskupsstóli Norðlend- inga þau misseri, en fellir mikill á fénaði og jafnvel mönnum (120 eitt vor í Skagafirði). Og árið 1756 kom ekkert skip á Skaga- fjörð. Við lát herra Gísla gengu erfingjar snauðir frá borði, og þess er getið í heimildum, að ekkja hans, Ingibjörg Sigurðardóttir fi'á Geitaskarði, átti ekki fyrir útför sinni, er hún andaðist 1793. Þrátt fyrir allt var unnið hið mesta þrekvirki á Hólastað' í önd- verðri biskupstíð Gísla Magnús- sonar. Þá var reist sú hin veglega dómkirkjan, sem enn stendur þar, prýðin bezt. Á komanda ári eru tvö hundruð ár liðin frá vígslu hennar, og skyldi það raunar vera erindi þessa máls ag lýsa nokkuð kirkjusmíðinni. Dómkirkjan, sem stóð á Hólum, er Gísli biskup kom til stólsins haustið 1755, var fornleg orðin, reist 1625—1627, og mátti telja vafasamt að endurbyggja hana. Var ráðgazt um þessi mál hér úti og í Danmörku, og loks ákveðið að reisa skyldi nýja kirkju. Kirkju stjórnarráðið tilkynnti, að hver kirkja i Danmörku og Noregi væri skyld að gefa 2 mörk til hinn- ar nýju dómkirkju. Þannig feng- ust 500 ríkisdalir. Magnús Gísla- áon amtmaður skrifaði kirkju- stjóinarráðirju þetta haust. Áætlt aði hann, að ný kirkja af timbri myndi kosta 2161 ríkisdali, en ef hún yrði ger af steini, 1709 rík- isdali, því að nóg væri á Hólum af fallegum, rauðum sandsteim. Kirkjustjórnarráðinu gazt vel ao

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.