Tíminn Sunnudagsblað - 18.11.1962, Síða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 18.11.1962, Síða 5
inn, og kom til iþess starfa Brun sá, er frægur hefur orðið. Guðmundur Vigfússon sagði af sér ráðsmanns- starfinu 1786 og tók Brun það þá að sér. Hann lézt sama ár, en Gunnar nokkur Sigurðsson tók við af honum. Var honum sagt upp starfinu 1787. Hér var nú drepið stuttlega á þá menn, er gegndu þessum störfum mestan part af dvalartíma Arnesar í tugthúsinu, en þarna beið 'hans laung dvöl. Vistin var hörmúngasöm, sult- ur og seyra í hörðum árum og fánga- verðir misjafnt þokkaðir. Árið eftir að Arnes kom í tugthús- ið, sömdu Ólafur Stefánsson amtmað ur og Björn Markússon lögmaður skipulagsskrá fyrir hegnlngarhúsið, en þeir voru skipaðir forstjórar stofnunarinnar ásamt Skálholtsbisk- upi. Þessir menn sendu nú stiftamt- manni frumvarp, sem meðal annars var þess efnis, að hegnín'garhúsinu væri ofvaxið að halda stórglæpamenn, sem líklegir væru til illræða, enda eingin þrælkun fyrir hendi, sem þeim væri hæfileg. Fóru þeir fram á, að þrír fángar, sem þeir töldu vera stór- glæpamenn, yrðu sendir til Hafnar, væntanlega á Stokkhúsið illræmda, og meðal þessara manna var Arnes Pálsson; tóku þeir fram, að þessir kumpánar hafi iðkað óspektir í fáng- elsinu, hótað að kveikja í húsinu og íhaft aðrar óhugnanlegar tiltektir í frammi. Frumvarp þetta fékk aldrei konúnglega staðfestíngu, þótt breytt væri að miklu leyti í samræmi við það síðar. En þessar fregnir_er fyrstar að hafa af Arnesi í tugthúsinu. Hegníngarhúsinu var í upphafi sett það mark að vera vinnuhæli, en þegar frá leið reyndist örðugt að út- vega föngunum heimavinnu, svo að það varð siður, að þeir voru sendir út og suður til sláttar, róðra og ann- arra útistarfa. Sem vænta mátti varð þá ekki komið við jafn nákvæmu eft- irliti sem ella, og það sagði til sín í ýmsu. Árið 1771, þegar tugthúsið átti að heita fullgert og Arnes hafði dval- ið þar á fimmta ár, bættist nýr fangi í hópinn, það var kona um tvítugt. Hún hét Arndís Jónsdóttir og var dæmd í tugthúsið fyrir þrjár barn- eignir með giftum mönnum. Arndís var ættug frá Eyrarbakka og höfðu mál hennar vakið allmikið dómstapp, fyrst útlegð úr Skaftafellssýslu eftir tvær barneignir þar og síðan dauða- dóm á Stokkseyrarþíngi að lokinni þriðju barneign; en þeim héraðsdómi var af lögþíngisréttinum breytt í fjögurra ára tugthúsvist. Þann 17. desember 1772 ól Arndís Jónsdóttir barn í tugthúsinu og lýsti föður að því samfánga sinn, Arnes Pálsson; gekkst hann fúslega við faðerninu. Enn líður hátt á annað ár, og 8. ágúst 1774 ól Arndís enn barn og lýsti Arnes föður að — en nú þrætti Arnes. Er þess ekki getið, að rekizt hafi verið í því frekar, og svo undarlega var haldið á málum sem þessum í þá daga, miðað við aðra harðneskju í sakamálum, að slík brot innan veggja tugthússins breyttu eingu um hegníngu fánganna. Og 1775 lauk vist Arndísar í fáng- elsinu. Það skipti líka eingum togum, að er hún var komin þaðan og setzt að 'hjá foreldrum sínum austur á Eyr arbakka, ól hún sitt sjötta barn — og hafði aflað þess í tugthúsinu, í það skiptið meg vermanni sem reri þar syðra. Hófust nú enn réttarsókn- ir og nýjar barneignir, tvær í við- bót, — og Arndís dæmd á spunahús- í Iíaupmannahöfn .Ekkjumaður einn dreinglyndur kom í veg fyrir þau ósköp með því að óska þess að mega kvænast Arndísi, og úrskurðaði kon- úngur, að hún skyldi þar fyrir leyst frá hegníngu. Maður þessi dó reynd- ar, áður en af giftingunni varð, en Arndís giftist samt innan skamms. Var þá málaferlum öllum varðandi barneignir hennar loksins lokið. Saka mál Arndísar Jónsdóttur er einstakt dæmi úr réttarfari þessa tímabils. „Um mál hennar er fjallað af þrem- ur sýslumönnum, lögréttu með lög- mann í broddi fylkingar, af land- fógeta, stiftamtmanni og dómsmála- stjórninni í Kaupmannahöfn og loks af konungi sjálfum. Hvílík fylking virðulegra embættisherra á eftir einni konu! Og allt vegna þess, að hún vildi ekki láta sér skiljast, hve syndsamlegt þag var að dómi sam- tíðarinnar að hlýða, utan hjónabands, kalli einnar sterkustu frumhvatar mannsins, og tók ein á sig sökina“, skrifar próf. Guðni Jónsson. III. Arnes Pálsson sat áfram í prísur ’ Einn illræmdasti fángavörður, s« um getur í sögu hegníngarhúss var danskur maður, Sigvard Br Lá orð á að hann hefði á stund barið fánga til bana, og dæmi sögð um menn, sem bæklaðir k( úr hegníngarhúsinu eftir misþyrm , ar hans. Brun virðist líka hafa ver.j harla notinn við refsingar en þó munu sagnir bæta á hann miklu af illvirkj- um Waldboms, sem hafði fángavarð- arstarf eftir aldamótin 1800, grimm- ur fauti, sem með vissu varð manns- bani, eins eða fleiri. Gísli Konráðs- son segir varðandi veru Arnesar í Reykjavík á efsto dögum Arnesar Pálssonar. — Teikning eftir Jón biskup Helgason, TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 869

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.