Tíminn Sunnudagsblað - 18.11.1962, Síða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 18.11.1962, Síða 8
 'm Samvaxnir tvíburar undir Eyjafjöilum í lok átjándu aldar og hin fyrstu ár nítjándu aldar var séra Árni Sigurðsson prestur í Holti undir Eyjafjöllum, þar sem fað'ir hans og bróðir höfðu áður setið á undan honum. í tíð hans gerðist óvenjulegur atburður austur þar. Stúlka í sókninni fæddi samvaxna tví- bura haustið 1802. Um þennan atburð hefur séra Árni skráð svolátandi frásögn í prests- þjónustubókina: „19. september fæddir and- vana tvíburar, tvö stúlkubörn, óekta, samgróin frá öxlum nið- ur til naflans, og sneru bæði á einn veg rétt áfram, eins og tvö væru hvort öðru til hliðar, en að öllu öðlru leyti rétt sköpuð, að þvi undanteknu, að bainið til hægri hliðar hafði stórt skarð í efri vör vinstra megin, sem náði allt til nefsins og afmyndaði nefið, svo fyr- ir nösum var svo sem blaðka og fannst til berra tanna í því sama. Vinstrihandarbarnið sýndist að líkamsskapnaði nokkuð réttara áfram, en hitt heldur nokkuð hliðbognara, en yfir allt jafnlöng til höfða og fóta, að lengd hálf alin dönsk og fimm þumlungar, og bæði til samans með sama mæli yfir um herðarnar. Þetta tóstur var álitið eftir sóknaiprestsins foranstalning af forlíkunarkommissariis mon- sjör Ólafi Jóhannssyni á Selkoti og monsjör Sveini Jónssyni á Skála. Ljósmóðir tilkynnir, að hún meinti, að fóstrið hafi með lífi verið allt til fæðingarinn- ar, en alfætt örent. MótJ.ir fóstuirsims er liðug kvenpersóna Margrét Þórodds- dóttir, vinnukona í Hellnahóli, hvers föður hún lýsti liðugan vinnupilt, Nikulás Brandsson á Gerðakoti, sem hann hefur með- gengið.“ Þessi atburður hefur vafa- laust vakið ógn og kvíða, því að vanskapnaður hvers konar og óburðir voru taldir boða hin válegustu tíðindi. Af þeim sökum er víða frá því sagt í annálum, er menn og dýr ólu af sér einhvers konar óskapnaði, og nærri má geta að fregnir af slíku hafa borizt eins og eldur í sinu manna á meðal. Það var ásamt loftsýnum og þungum draumum órækastur fyrirboði stórtíðinda, eldgosa og jarðskjálfta, styrjalda og hallæra, svo sem víða kemur fram í annálum og öðrum rit- um fi'á fyrri tímum. Það var annars ekki dæma- laust, að hér fæddust sam- vaxnir tvíburar. Frá því er til dæmis sagt í annálum, að kona á Kerhóli í Eyjafirði hafi alið tvö samvaxin meybörn vetur- inn 1745. Þau fæddust lifandi, og voru báðar stúlkurnar skírð- ar Guðrún, þvi að tryggari þótti að helga þær guðdómn- um sérstaklega. Þessar stúlkur lifðu í ellefu vikur, en dóu þá, báðar samtímis. En svo virð- ist sem böinin í Hellnahóli hafi dáið í fæðingu. Móðir barnanna í Hellnahóli, Margrét Þóroddsdóttir, var ná- lægt þrítugu. Hún var dóttir hjónanna Þórodds Sigurðssonar og Þórunnar Sveinsdóttur í Gerðakoti undir Eyjafjöllum, fædd 1772. Nikulás Brandsson var sex árum yngri, fæddur 1778, sonur Brands Jónssonar og Sesselju Kolbeinsdóttur, sem þá bjuggu í Varmahlíð. Þegar Margrét átti tvíburana var hún vinnukona Vilborgar Guðlaugsdóttur, ekkju séra Páls Sigurðssonar í Holti, bróður séra Árna. Var hún síðan kyrr hjá henni nokkur ár, en eftir það í vist á öðrum bæjum þar í grenndinni. Að nokkrum árum liðnum kvæntist Nikulás og gerðist bóndi á Núpi. Hét kona hans Ingveldur Jónsdóttir. Ekki blessaðist þó búskapurinn vel. Hann flosnaði upp 1823 og flæktist út í Ölfus, en leitaði aftur á fornar slóðir og dó í Vallnatúni, fimmtugur að aldri og saddur lífdaga. Fylgdi hon- um svolátandi greinargerð í prestsþjónustubókinni: „Deyði úr brjóstveiki, gift- ur í tuttugu ár, barðist við fá- tælcdóm, þáði oft sveitarstyrk, átti konu og sex börn á lífi“. Þegar hér var komið. var Margrét Þóroddsdóttir einnig komin í höfn hjónabandsins. Giftist hún roskin, og var mað- ur hennar, Magnús Sigurðsson, tuttugu árum yngri en hún. Árið 1826 fóru þau frá Efsta- koti undir Eyjafjöllum út í Landeyjar og síðan bárust þau til Vestmannaeyja. Þar varð Margrét bráðkvödd í koti því, sem Háigarður nefndist, í árs- byrjun 1837. Voru þau Magnús barnlaus. Það var nótt, er þetta gerðist. Ég mn blómailm, vorþey í lofti, allt var rungið unaði og töfrum. Ég ákvað ð skrifa henni á ný. Ég ætlaði að 'ita hana vita, að hinn gamli, kæru- lausi Pim hefði sigrað. Ég skrifaði: ,,Ég get ekki gleymt þér, litla Valery nín frá Boston, og ég elska þig. — pakka þér fyrir það. Ég fer nú til Sydney. Ég ætla að fiska og fara á skíði. Ég skal vera eins þolinmóður og kænn og gamall steppuúlfur. Ef þú yfirgefur mig, skal ég kyssa bréf- in þín og muna þig hvert sem ég fer, og ég mun elska hvert orð, sem þú talaðir til mín eða skrifaðir, og allar mínar minningar verða bundnar þér. Og ýmislegt mun gerast. Annað hvort yfirgefúrðu mig og ég kemst aftur niður á jörðina, án þess að eyði- leggja sjálfan mig, því að ég er enn kærulaus og óháður, aðeins tuttugu og þriggja ára. (Það verður erfitt og kvölin mun þjá mig lengi. En ég skal ná mér og fara til Sydney og frá Syd- ney til Singapore, því að heimurinn er harla stór). Eöa ást þín til mín styrkist, og þá muntu vilja að fara með mér til Sydney og veiða og renna þér á skíðum með mér, og ég skal 'glaður gera margt af því, sem þig langar til: En þú munt haida áfram að vera Valery frá Böston, og ég mun verða hinn óháði ævintýramaður, Pim. Veröldin er stór, og það er óheil ást, sem takmarkar frelsi þess, sem elskar, því að ástin er unaður og mað urinn var skapaður til að vera ham- ingjusamur eins og fuglarnir voru skapaðir til að fljúga". Pim þagnaði, nú var dimmt orðið, og við fundum þann unað næturinn- ar, sem er þýðingarlaust að reyna að lýsa. Skipstjórinn hrasaði um þröskuldinn, þegar hann kom út úr klefa sínum, spýtti og bölvaði. „En hvernig endaði það?“ spurði ungur skipsdrengur óttasleginn. Hann var nýkominn til vits, en hafði þegar átt sína Valery frá Boston. „Það skiptir I raun og veru ekki máli, hvernig það endaði", sagði Pim Framhald á 886. slðo. 872 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.