Tíminn Sunnudagsblað - 18.11.1962, Side 21
atriðið að bjarga orðstír hersins:
Þetta var s'em sagt orðið að stjórn-
málalegu ákærumáli.
Strax í upphafi málsins hafði með-
ferð þess einkennzt að töluverðu leyti
af Gyðingahatri. Nú tóku öll „þjóðholl
öfl“ höndum sarnan um að koma í
veg fyrir, að málið yrði tek'ð upp að
nýju. Málið kom hvað eftir annað til
umræðu í franska þinginu, og j hvert
skipti, sem það bar á góma, hélt
stjórnin því fram, að það væra ó-
þjóðieg byltingaröfl, sem stæðu að
baki kröfunum um upptekt málsins
Það var meira að segja fullyrt, að
erlend, andfrönsk öfl væru að verki
á bak við tjöldin og það væru þau,
sem stæðu raunverulega á bak við þá
menn, sem kröfðust þess, að málið
yrði tekið upp að nýju.
10. janúar 1898 var Esterhazy
dæmdur sýkn saka. Þá var það, að
Emil Zola greip til pennans. —
Franski stjórnmálamaðurinn Ciemenc
eau ritstýrði „L’Aurore — blaðinu.
Þar sem grein Zola birtist — og hann
sá í hendi sér, að með birtingu grein-
arinnar fékk hann tækifæri til þess
að verða virkur í- stjórnmálunum að
nýju, en hann hafði beðið stjórnmála-
fegan ósigur árið 1893 og ekki borið
sitt barr síðan. Það var líka hann, sem
setti hina áhrifamiklu og hrottalegu
fyrirsögn á grein Zola — Ég ákæri —,
en hún var opið bréf til forseta iýð-
Veldisins.
Ekki var lengur mögulegt að þegja
málig í hel eftir birtingu þessarar
greinar. En það var síður en svo, að
sigur hefði unnizt endardega mcð
bréfi Zola. Fjarri því. Hann var dreg
inn fyrir rétt og dæmdur til þess að
greiða skaðabætur, og fangeisisdóm
fékk hann einnig. En Zola tókst að
flýja til Englands, þar sem hann
dvaldist fyrst um sinn. — Helztu and-
stæðingar þess, að málið yrði tekjö
uPp að nýju, voru Gyðingahatararnir,
bjóðernissinnarnir, konungssinnar, og
■mikill hluti kaþóiikka. í nafni réttlæt-
isins verður maður að reikna með því,
að mikili hluti þessara manna Uafi í
raun og veru trúað, að dómurinn vfir
Ereyfus hafi verið réttlátur og að aUt
annað, sem miðaðj að því að hnekkja
bonum, væri ekki annað en refskák
byltingarmanna eða annarra „óþjóð-
hollra“ afia. — Þeir, sem efuðu heið-
arleika dómsins og málsmeðferðar
innar allrar, voru fyrst og fremst
111 enn af öllum trúarlegum og stjórn-
málalegum skoðunum, og héldu þeir
^ví fram margir, að dómurinn væri
hið svívirðilegasta óréttlæti, sem yrði
a<5 bæta, ekki aðeins með tilliti til
þess einstaklings, sem hafði orðið fyr-
ir honum, heldur með tilliti til „hins
eilífa frelsis Frakklands“ — eins og
Charles Péguy orðaði það. Auk þess-
ara manna var fjöldi róttækra manna
og sósíalistískra stjórnmálamanna,
sem sá sér stjórnmálalegan ávinning
í því að berjast fyrir upptekt máls-
ins; þetta mál gaf góðan höggstað á
kirkjunni, hernum og yfirstéttinni. —
Ritsmíð Zola var kölluð „byltingar-
kenndasta verk aldarinnar", og var sú
nafngift runnin undan rifjum ems
hinna róttækari radikala í París.
Það er ekki auðvelt, rúmum se.xtíu
árnm eftir að þetta mál var efst á
baugi, að átla sig á þeirri stemmn-
ingu, sem ríkti f París — borg bylt-
inganna — á þessum tíma. AUir töl-
uðu um „málið“, og allir hlutu að
taka afstöðu til þess. Fólk var um-
svifalaust dregið í dilk eftir því, hvort
það var með eða móti Dxeyfusi. Sum-
ir voru hlutlausir og vildu halda sig
utan við þessi átök, en jafnvel hiut-
leysið er líka afstaða, svo sem kunn-
ugt er í stjórnmálaheimi nútímans.
Það má líka reikna með því, að marg-
ir þeir, sem vildu fara hægar í sak-
irnar og voru ekki sérlega hrifnjr sf
því, að málið yrð'i tekið upp
að nýju, ljáðu því samt máls, af því
að þeir óttuðust, að annað gæti haft
afdrifaríkar afleiðingar fyrir ríkis-
stjórnina. — Það er ekki mögulegt
að rekja alla þá þræði, sem spunnust
í þessari baráttu. Hér verður aðeins
minnzt á hina þýðingarmestu:
Sumarið 1898 las hermálaráðherr-
ann upp bréf í þinginu. Það var frá
þýzka hermálafulltrúanum í París,
stílað til starfsbróður hans á ítaliu.
Hermálafulltrúinn talaði þar opin-
skátt um samband sitt við „þennan
Gyðing". — En hermálaráðherrann
var heiðarlegur maður — a.m.k. að
sumu leyti —; hann lét ekki við svo
búið sitja, en lét rannsaka bréfið nán-
ar, og þá kom það í ljós, sem mörgum
fylgismönnum Dreyfusar hafði dottið
í hug: Bréfið var falsað, og var strax
gefin út opinber tilkynning um, að
svo væri. Elcki lægði þetta óróaöld-
urnar í Paris, og stuðningsmenn
Dreyfusar fengu byr undir báða
vængi og voru sannfærðari en nokkru
sinni fyrr um sakleysi hans. — Liðs-
foringi einn reyndist hafa falsað bréf-
ið, og framdi hann sjálfsmorð, þegar
upp um hann komst. Hermálaráðherr-
ann sagði af sér — og við það skap-
aðist stjórnarkreppa, sem var ekki sú
eina, sem átti rót sína að rekja til
Dreyfus-málsins.
Þegar málið var loks tekið upp að
nýju, héldu yfirvöldin enn fram sök
Dreyfusar, og öll vitni innan hersins
lýstu það sannfæringu sína, að Dreyf-
us væri sekur. — Hinn nýi herréttur
dæmdi hann sekan með fimm atkvæð-
um gegn tveim, en vegna „mildandi
aðstæðna“ var hann aðeins dæmdur í
tíu ára fangelsi. Þessi dómur, sem
kveðinn var upp 11. september 1898,
var það síðasta, sem gerðist í málinu.
En skömmu síðar náðaði forseti lýð
veldisins Dreyfus. — Fulla uppreisn
æru fékk hann sem sagt aldrei. En
hann meðtók náðunina, enda þótt
vinir hans réðu honum frá því, og það
varð til þess, að óvinir hans þóttust
hafa fengið staðfestingu á því, að
hann væri sekur.
Margar greinar í blöð, rit og bækur,
hafa verið skrifaðar um viðbrögð
Emil Zola í Dreyfusmálinu, og í bók-
menntasögum nútímans gefur að líta
mynd af forsíðu „L’Aurore”, þar sem
hann ritaði grein sína til þess að
bjarga mannorði eins einstaklings. Og
margur kransinn hefur verið lagður
á gröf hans í minningu þess, hve trú-
lega hann hélt á málstað lítilmagnans.
En sá, sem trúir því, að málið hafi í
raun og veru snúizt um að sýkna eða
sakfella einstaklinginn Alfred Dreyf-
us, sem var yfirbugaður maður á sál
og likama, þegar hann snéri heim frá
Djöflaeynni, mun aldrei finna neinar
greinar eða rit um hann. — Það er
auðvelt að finna leiði Emil Zola,
langi mann til að leggja blómsveig
þar á — af leiði hins dæmda hafa
hins vegar engar spurnir borizt. Ef til
vill hefði hann fengið blómsveig á
leiði sitt, hefði hann neitað náðun-
inni og kosið að deyja píslarvættis-
dauða á Djöflaey, en hann kaus að
lifa, og því hlaut hann engan blóm-
sveiginn, og minning hans lifir aðeins
í „leksikonum", þar sem fjallað er
um Emil Zola og stjórnmálasögu
Frakklands. — Fullnægjandi svar
við þeirri spurningu, hvort Dreyfus
var sekur eða saklaus, hefur aldrei
fengizt.
SENÐIÐ Sunnudags-
blaðinu greinar og
þætti, en vandið mál
ykkar ogfrásagnar-
hátt.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
885