Tíminn Sunnudagsblað - 25.11.1962, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 25.11.1962, Blaðsíða 3
strá verið lögð undir þau á mos- ann. Fylgdarmaður Pedersens sneri undir eins frá, og nokkru eftir að hann var horfinn'úr augsýn, skaut lómnum aftur upp við þúfuna. Hann ruddist þegar upp í dyngj- una með talsverðum bægslagangi, studdi sig með vængjabroddunum, því að fætur lóma eru lítt lagaðir til gangs. Svo sat hann þarna með reist höfuð, hlustandi og hvim- andi. Yrði hann einhverrar hættu var, bæidi hann sig niður og teygði hálsinn fram yfir barm dyngj- unnar, og varð þá varla greindur frá umhveríinu. En þætti honum hættan nálægjast, hvarf hann í vatnið eins og kólfi væri skotið og sást ekki fyrr en eftir langan tíma, langt í burtu. Það var stærðarmunur á Ló:n- unum, og þeir hegðuðu sér ekki eins báðir. Minni lómurinn var styggari og órólegri. Hann flúði fyrr af hreiðrinu, ef hann varð var mannaferða, og gólaði í sífeHu, þegar hann kom úr kafinu við hinn bakkann, unz stærri fuglinn kom fljúgandi á vettvang. Stærri lóm- urinn var þögull, og hann settist oft umsvifalaust á eggin, þótt hinn hefði flúið af þeim. Sæi hann sér ekki annars úrkostar en.forða sér úr hreiðrinu, gerði hann það aldrei fyrr en mennirnir voru skammt undan. Og hann vitjaði þess aftur jafnskjótt og þeir viku frá. Það reyndist vera karlfuglinn, sem var svo hugrakkur og umhyggjusam- ur. Annars lágu fuglarnir á til skiptis, og virtist sólarhringnum að jafnaði skipt í þrjár vökur. Þó sat karlfuglinn miklu lengur á eggj unum en 'kvenfuglinn. Nú liðu dagar og vikur, og eitm morguninn voru allir flóar orðnir hvítir af fífu. Á þúfunni, þar sem dyngja lómanna var, blakti hvít fifubreiða ;'sumargolunnj og veitíi þeim skjól og afdrep. Kannski hafa þeir einmitt kosið hreiðri sínu þar stað, sem fífan var þétt- ust aft sumrinu. Eitt kvöld brá undarlega við, ' þegar þeir félagar ætluðu að skoða hreiðrið. Lómurinn flúði ekki. Þeg- ar þeir komu fram á vatnsbakk- ann. lyfti hann hvössu nefi sínu ógnandi yfir hreiðurbarminn og hvæsti á móti þeim. Pedersen fór inn í tjaldið, en hinn maðurinn hélt undir eins brott. Það voru ekki nema fáar mínútur liðnar, er Pedersen heyrði veikt tíst frá hreiðrinu. Hann hafði hitt á þá stund, sem hann frekast kaus sér. Hann var að velta því fyrir sér, hvernig ungarnir kæmust upp úr hreiðrinu, þegar lómurinn breidd allt í einu út vængin.a og steypti sér niður { vatnið. í sömu andrá ultu. ungarnir út úr hreiðrinu hinum megin, líkt og fuglinn hefði spyrnt þeim út úr því með sundfitjum sínum. Lómurinn stakk sér ekki að þessu sinni. Hann sat kyrr með hálflyfta vængi og kallaði á ung- ana. En þegar þeir voru komnir sinn að hvorri hlið hans, synti hann hægt og hátíðlega brott, og ungarnir fylgdu heamm eftir af miklum dugnaði. Þetta var stærri lómurinn, karifuglinn, og um- hyggja hans fyrir afkvæmum sín- um var mikil og innileg. Morgun- inn eftir var annar lómurinn úti á miðju vatninu með ungana sofandi á baki sér. Eftir þetta voru fuglarnir ævin- lega úti á miðju vatninu, því að þar var þeim minnst hætta búin af tófum, sem voru á snuðri við vötnin. Þær voru skæðastir óvinir lómanna og allrar varúðar þörf á meðan ungarnir voru ófleygir. Það kom þó fljótt í ljós, að það voru ekki tófurnar einar, sem bekktust til við lómana. Annar lómurinn kom fljúgandi neðan frá sjónum með æti, fyrsta kvöldið eftir að ungarnir fóru úr hreiðr- inu. Hann flaug lágt. renndi sér niður á vatnið og nam staðar við hlið maka síns. Þar ældi hann einu og einu síli upp úr sér í einu, hélt því með blágoggnum og stakk upp í gin unganna. Þegar hann var nýbyrjaður á þessu, kom kjói að- vífandi. Ungarnir htirfu samstund- is undir vatnsflötinn, og gömlu lómarnir beindu hvössum nefjum sínum að þessum óboðna gesti, er vék sér fimlega undan. Kjóinn flaug í stórum sveig brott frá tóuninum og virtist í fyrstu ætla ?ð lei a sér fanga annars staðar. En harn hafði ekki farið langt, er hann sneri við og flaug nú á móti sól og • svo lágt. að vængbrodd- arnir srertu nær því vatnsflöt- inn Að þessu sinni kom árás hans svo óvænt. að nærri lá, að hann hremmdi annan ungann. Annar gamli lómurinn snerist örsnöggt til varnar. þegar hann varð óvin- arins vrar. og hjó í hann nefi sínu. Og honum geigaði ekki. því að fiður loddi við nef lómsins, þegar kjótnn vék sér undan. Framhald á 909. síSu. •Hann vék ekki frá þúfunni, sem hreiður hans var á, fyrr en hann hafði kallað ungana báða til sin. T í M I N N — SUNNUDMSSBLAÐ 891

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.