Tíminn Sunnudagsblað - 25.11.1962, Síða 11
Efri myndin: Sé3 inn í botn
Álftaf jarðar, Vatnshlíðarf jall á
miðri myndinni. Hattardalur
vlnstra megin fjallsins, en FjörS-
ur til haegri. Þar i hlíðinni sér
í dimm gljúfur Valagils, þar sem
konan Bóthildur dó frá barni
sínu. — Neðri myndin: Gamli
bærínn í Hattardal, séð inn dal-
inn. í vor fluttu Stella Jónsdótt-
ir Ekesdal og Ragnar Þorbergs-
son í nýtt hús.
♦
hóldu þeir síðan þaðan í fjallið með
tygi sín. En kom ekki til bardaga við
kynjadýr eða forynjur, heldur fundu
þeir konuna dauð'a á klettanös og
barnið lifandi hjá henni.
☆
Fyrir botnj Álftafjarðar er hátt
fjall, Vatnshlíðarfjall, og dalir báðum
megin. Heitir sá dalur Fjörður, sem
er fram af Seljaiandi, en vestan fjalls-
ins er Hattardalur. Þar voru þrír
bæir.
í Hattardal meiri bjó á síðari hluta
nítjándu aidar maður, sem varð' all-
frægur. Það var Þórður alþingismað-
ur Magnússon. Mun hann hafa verið
merkur 'maður um margt, en sér-
kennilegur nokkuð. Það er talið, að
hann hafi verið fyrirmynd Benedikts
Gröndals í gamansögu hans um Þórð
Geirmundsson, og höfðu það allir
fyrir satt, bæði þá, er sagan varð fyrst
kunn, og síð'an. Þórði í Hattardal
mun hafa sárnað mjög það spé, er
hann varð fynr, ef til vill án telj-
andi verðskuldunar, og ætla sumir,
að þetta spott og þau sárindi, sem
þag olli, hafi urðið' til þess, að hann
fluttist að lokum úr landi til Vestur-
heims. Hafi svo verið, þá er það
kaldhæðni örlaganna. Mörgum voru
vesturfarirnar sár fleinn í holdi, enda
galt landið' við bær hig mesta afhroð.
En fáum hneit svo við hjarta að horfa
á eftir fólkinu sem einmitt Benedikt
Gröndal. Sk-rifaði hann um það marg-
ar og harðorðar greinar, og ekki mun
honum hafa fallið það' vel, að athafn-
ir hans leiddu til þess, að þeir flæmd-
ust af landi brott, er ella hefðu kyrr-
ir verið. En þag verður margt að
óvilja manna, og er stundum erfitt
að sjá fyrir allar afleiðingar þess,
sem gert er.
Annars bónda á þessum slóðum er
vert að geta. Ungur Norðmaður, sem
starfag hafði á Langeyri, kvæntist
íslenzkri stúlku, og þegar hvalveið-
arnar lið'u undir lok, gerðist hann
bóndi í Álftafirði. Hann hét Bemt
Ekesdal og bjó iengi búi sínu á Svarf-
hóli. í elli sinm fluttust þau hjónin
að Hattardal meiri til sonar síns. Þar
refetu þau sér litinn bæ, þar sem áður
var Hattardalskot, og stendur sá bær
enn. Nú búa tvær sonardætur þeirra
Framhald á 908. síðu.
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
899