Tíminn Sunnudagsblað - 25.11.1962, Síða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 25.11.1962, Síða 14
Sigurjón Jónsson frá Þorgeirsstöðum: J krafti gjafa- bréfs móður minnar" Frásöguþáitur frá 18. öld I. o Við manntaj 1762 bjó á Þorgeirs- stöðum í Lónj ekkja, sem Hólmfríð- ur hét Einarsctóttir Hún átti kotið, var eini ábúandinn í sveitinni, sem sat í sjálfsábúð Hjá henni voru sjö börn hennar á mismunandi aldri, elztu börnin Komin yfir tvítugt, þau yngstu kornung í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er þessi frásögn: „Það var öðro sinni, að séra Högni ætlaði út í hérað það, sem Nes heitir og skilur þau Almarmaskarð frá Lón- inu. Prestui -var þá gangandi og kom að Krossalandi- þar bjó kona sú, sem Hólmfríður héi Hún átti rauðan hest góðan og bað nrófastur hana að ljá sér hann. Hún var fús til þess. Þá ^egir séra Högnj við Hólmfríði, er hann fór á stað: „Annar hvor okkar Rauðs kemur ekki aftur, Fríða mín.“ Hún svarar: „Guð láti allt ganga skaplega til og láti Rauð ekki korna ,aftur.“ Síðan fer prófastur sem leið ligg- ur upp á Almannaskarð; en hæst í skarðinu datt hesturinn dauður und- ir honum. Þeg-ar hann gekk frá hest- inum, kvað hann þetta: „Hér liggja hiossbein harðan við sandstein, en Högni ber hægt mein.“ Prestfirinn, sem hér kom við sögu, var séra Högni Sigurðsson, þá á Stafa felli, síðan á Breiðabólstað í Fljóts- hlíð, kynsæll, kallaður prestafaðir. „í mörgum hlutum mikilhæfur mað- ur og merkiiegur og þó fornfróður og _fór vel með kunnáttu sína“. Þjóðsagan er sjálfri sér samkvæm, þegar hún skýnr „eljaraglettur" fjöl- kynngismanna. Þeir valda óhöppum, sem mæða á aadstæðingunum. Þann- ig er það vatn á myllu þjóðtrúarinnar, að séra Högna á Stafafelli og Jóni ísleifssyni á Felli í Suðursveit varð ýmislegt að ágreiningi. í þjóðsögunn! eru oft fjársjóðir fólgnir, sem bregða birtu á löngu liðin atvik og hafa forðað þeim ft'á gleymsku. Þar eru rauðir þræðir ofn- ir úr persónusogu kynslóðanna, án þess að vera sagnfræði. í þjóðsögunni skiptir það erigu máli, þó að Jón ísleifsson væri dauður áður en Hólm- fríður varð húsfreyja í Krossalandi- Við getum hugsað okkur skamm- degismorgun á Stafafelli. Séra Högni Sigurðsson á 'orýnt erindi í næstu sveit. Hann er ferðbúinn. Jökulsá er farartálmi, rennur í strengjum milli skara framundan bænum, bólgin af grunnstingul og krapa- hrönnum. Frostið hefur verið síg- andi undangengin dægur, þjarmað að opnu rennunum í Jökulsá, lokað þeim að fullu úti á sandi, svo að þar er kominn mannheldur tyllingur. Presturinn gengur úr garði og stefnir út Vellina, leggur að ánni ytra. Hann fer gætilega, reynir í hverju spori styrkleika íssins Beittur broddur stangarinnar, sem hann gengur við, spænir flísar úr hinum glæra fjötri, sem veturinn tærir fordæðuna í- Ferðin yfir ána gengur að óskum- Þá er litið mn á býli vestan við höfuðálana. Þegin hressing hjá góð- um vinum; haldið ríðandi úr hlaði á góðhesti. En ef hesturinn hefði ekki hnigið dauður niður á Almannaskarði, væru engin drög til þessarar ferðasögu. 0 Séra Högni Sigurðsson vígðist 1713 aðstoðarprestur til föður sins í Ein- 902 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.