Tíminn Sunnudagsblað - 09.12.1962, Page 2
KÚAATI DÖLUM
SVISSLANDS
Fram á síðiistu ár hefur verið
við iíði einkennilegur siður í
sumum fylkjum Sviss. Svo sem
víða annars staðar er það siður
smábænda þar, að halda til selja
í fjöllum með bústofn sinn, þeg-
ar vora tekur og fjallgróður að
braggast. Þetta er í sjálfu sér
ekki í frásögur færandi. En áður
en þeir leggja af stað til fjall-
anna, etja þeir saman kúm sín-
um til þess að fá úr því skorið,
hvaða kýr skuli hljóta þann heið
ur að vera forystukýr hinna
mörgu kúahópa, sem ganga til
fjalla á sumrin.
Kýrnar, sem þátt taka í atinu, eru
allar af kúakyni, sem kallað hefur
verið „heren“-kýr, og er sagt að það
sé upprunnið í Egyptalandi, en Róm-
verjar hafi fiult þetta kyn til Sviss
á dögum hins mikla Cesars. Hvemig
sem því er farið, eiga þessir kúabar-
dagar sér ævagamla sögu í sviss-
neskum sveitum, og á hverju vori
streymir fjöldi fólks þangað til þess
að fylgjast með því, sem fram fer.
Auk allra ferðamannanna, sem koma
til þess að gleðja augað, má líta
þarna fjölda fólks úr nærliggjandi
sveitum á öllum aldri, sem kemur
ti'l þess að vera við hátíðahöldin. En
mestan svip á umhverfið setja heima
bændurnir sjálfir, þar sem þeir ganga
um í hinum litauðugu búningum sín
um með tréskó á fótum.
Kýrnar eru líka með á nótunum.
Þær skynja þýðingu þessa atburðar
og ganga um meðal fólksins, sem svo
skyndilega hefur fengið áhuga á
þeim. Af og til reynir þó ein og ein
að stinga af, en hún er fljótlega elt
uppi og rekin sömu leið til baka til
hins æsta mannfjölda, sem bíður
spenntur þess, rem verða vill,
Bændur, sem eiga kýr, sem þátt
taka í keppninni, eru skyldaðir til
þess að saga af hornum þeirra, svo
að ekki verði aivarleg slys, meðan á
keppninni stendur. Þegar undirbún-
ingi keppninnar er lokið, eru kým-
ar orðnar svo æstar og orrustuglað-
ar, að þær róta með fótunum og
bölva. Eldri kýrnar leggja mest upp
úr bardaganum, en þær yngri draga
sig í hlé og fylgjast með bardagan-
um úr fjarlægð Á meðan á þessu
stendur veðja bændurnir sín á milli
um, hversu fara munu bardagarnir.
Og ekki er óalgengt, að bændurnjr
sjálfir berjjst sín á milli eins og kýr
þeirra, því að mikill er metnaðurinn
og löngunin til þess að eiga þá kúna,
sem sigrar.
Bardagarnir fara fram í miðju
svæðis, sem áhorfendurnir mynda
með því að slá hring um kýrnar.
Bardagakýrnar, sem venjuiega eru
tuttugu og fimm að tölu, eru lokað-
ar inni á þessu svæði. — Fyrstu mín-
úturnar gerist ekkert, spenningurinn
liggur í loftinu og kýrnar mæia hver
aðra út, meðan hvatningaróp áhorf-
endanna dynja j eymm þeirra. Smám
saman æsast þær og verða villtar til
augnanna, og ein eftir aðra velja þær
sér andstæðing. Það líður ekkj á
Löngu, þangað til hinar veikbyggð-
ari leggja á flótta út af svæðinu, eft
ir að hafa hlotið illa meðferð af hin-
um sterkari. Þær eru úr leik — að
minnsta kosíi þar til næsta vox
Nú verður hlé á bardögunum;
kýrnar mæla hver aðra út eins og
áður, og svo hefjast átökin aftur.
Hausar skella saman og þær stynja
þunglega undir átökunum Sumar
eru svo jafnar, að í langan tíma verð
ur ekki séð, hver muni bera sigur
úr býtum. Öðru hvoru hætta þær að
stangast, en áður en varir skella
hausarnir saman aftur, svo að brakar
í. Bardaganum iýkur alltaf með því,
að önnur hvor kýrin leggur á flótta,
en hin stendur eftir sigrj hrósandi
og lýsir ævarandi fyrirlitnmgu sinni
á hinni sigruðu með þvi að Iáta sem
ekkert sé og byrjar að bíta gras.
Smátt og smátt fækkar kúnum, hljóm
arnir frá bjöllunum um háls þeirra
verða færri, og að lokum stendur
ein kýr eftir í hringnum sem sigur-
vegari. En þar með er ekki allt búið.
Vesalings kýrin verður nú að gera
svo vel að skora sigurvegarann frá
árinu áður á hólm, og þegar hausar
þessara miklu bardagakúa skella sam
an, nær spenningurinn hámarki.
Stundum tekur þessi síðasti bardagi
ekki nema andartak, en oftast varir
hann lengi, áður en sigur er unninn.
Hann getur varað í heilar tíu mínútur,
og allan þann tíma linnir ekki hvatn-
ingarhrópum áhorfendanna, sem
kalla til þeirra og gefa þeim góð ráð.
En að lokum dregur önnur kýrin sig
til baka og hin fylgir eftir og gefur
henni í kveðjuskyni eitt högg í aft-
urendann. En það flýtur sjaldan blóð
í þessum bardögum, þeir eru yfir-
leitt ekki svo grimmdarfullir, að
þeir séu upp á líf og dauða.
Eigandi sigurvegarans leíðu itú
sína að borði dómarans, heldur en
ekki stoltur, og dómarinn leggur
kraga um háls henni og bjöllu, sem
hún gengur með, það sem eftir er
ársins Það er öllum ljóst, sem á
horfa, að kýrin er mjög hreykin af
kraganum, og fólkið eys yfir hana
blómum og krönsum.
Sums staðar hafa þessír oardagar
kúnna trúarlega þýðingu, og kaþólsk
ir prestar gefa kúnum blessun, áður
en bardaginn hefst. — Fimmta hvert
ár eru enn meiri hálíðahöld í þessu
sambandi. Þá mætast sigurvegarar
úr öllum sveitum. Þetta er landsmót
með skrúðgöngum og hornablæstri,
en það skortir þann upprunaleika,
sem prýðir þessi fuxðulegu kúaöt í
afdölum Sviss, svo sem í Valias-fylki.
938
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ