Tíminn Sunnudagsblað - 09.12.1962, Page 11

Tíminn Sunnudagsblað - 09.12.1962, Page 11
um. Guðmundur Guðfinnsson var þá héraðslæknir Rangæinga. Aðstaða til þess að gera að slíku meini í heima- húsum var allt annað en góð, en frá- gangssök var að koma sjúklingnum til Reykjavikur með þeim samgöngu- tækjum, sem þá voru, og það að vetr- arlagi. Guðmundur læknir kom oft til Ei- ríks og fylgdist vel með veikindum hans. Sá hann brátt, að ekki mátti lengur dragast áð fjarlægja bein- skemmdina. Réðst hann því í það, með aðstoð Ólafs ísleifssonar í Þjórs- ártúni, að nema skemmdina úr bein- inu með meitlum, sem hann lét smíða i þessu skyni. Aðgerðin heppn- aðist ágætlega. Sáiið var hreint og greri til fulls á nokkuð löngum tíma. Vbrið eftir var Eiríkur á ferð í Reykjavík, og sýndi hann þá Guð- mundi Björnssyni landlækni fótinn. Sagði Guðmundur, að aðgerðin væri meistaraverk við þær aðstæð- ur, sem nafni hans hafði átt vig að búa. Eiríkur hafði þó litla fótavist fyrst um sinn og gat ekkert unnið úti við um sumarið og fram á næsta vetur, þótt fóturinn hefðist furðuvel við. En alltaf var hann haltur til nokkurs baga. ★ Ég var hraustur og gat annazt Iheimilisstörf og vorverk. Þag var búið að rýja féð, þvo ullina og þurrka hana. færa frá og reka á fjall. Ekki var annað eftir af verkum fyrir slátt- inn en fara með ullina út á Eyrar- bakka, og ætlaði ég að leggja af stað með nágranna mínum hinn 5. júlí. Ég var snemma á fótum þennan morg- un. Það var vani ferðamanna að leggja snemma af stað — hafa daginn fyrir sér. Eg batt ullarpokana á vagn, sótti hesta í haga* og lagði á þá hnakk og aktygi. Það var létt yfir mér þennan fagra og sólbjarta morgun, þó að ég vissi, að ullin var ekki nema fyrir því allra nauðsynlegasta, sem ég þyrfti að kaupa til heimilisins. Svo var það hjá mörgum stéttarbræðrum mínum á þeim árum. Það, sem yljaði mér þenn an unaðslega sumarmorgun, líkt og marga aðra morgna, var dásemd nátt- úrunnar, þegar hún skartar sínu feg- ursta skrúði og fyllir loftið blóma- angan og fuglasöng. Mér varð hugsað til bernskuáranna, þegar farin var lestarferðin. Sú ferð vakti alltaf eftir- væntingu. Það þótti mikið orlof og eftirlæti, ef unglingar fengu að róla með ullarlestinni út á Eyrarbakka, og mikil var tilhlökkun barnanná, ef þau áttu von á ag fá munnhörpu, lítinn sjálfskeiðung, vasaklút eða húfupott- lok fyrir upptíningslagðana sína og kannski hagldabrauð með kaffinu, þegar heim var komið. Þegar ég var búinn að leggja á hest- ana, fór ég inn til þess að þvo mér og hafa fataskipti. Ég var ag því, þegar ég fékk allt í einu slæman verkjar- sting undir hægri síðu. Ég setti í mig hoffmannsdropa og verk- og vindeyð- andi dropa, og eftir nokkra stund dró úr sárasta verkinn. Morguninn eftir var hann horfinn að mestu. Ég fann lítið til hans næstu daga, en var lystarlítill og máttfarinn 02 hafði ein hvern hitaslæðing, sem ekki vildi hverfa, heldur jókst frekar, þegar lengra leið. Ég lagðist í rúmig eftir rúma viku, en var ekki þjáður fyrstu vikurnar. Ég leitaði til Guðmundar Guðfinns sonar og Ólafs ísleifssonar, og snemma í ágústmánuði kom Jón JÓN HJALTALÍN SIGURÐSSON Hjaltalín Sigurðsson til mín. Ég held, ag þeir hafi lengi vel ekki vitað með vissu, hvað að mér gekk. Að minnsta kosti létu þeir ekkert uppi um það. Af meðulum notaði ég litið, nema Karlsbaðssaltvatn var ég látinn drekka. Ég fékk mikla þykkt, og óx hún svo, þegar kom fram á sumarið, að hún fyllti allt kviðarholið. Leið mér skást, ef ég iá á verknum. Mér þyngdi stöðugt, þótt Eiríkur, bróðir minn, og kona hans, Friðsemd ísaksdóttir, hjúkruðu mér af mikilli umhyggju- semi. Þegar kom fram í septembermánuð, sá Jón Hjaltalin að hverju stefndi. Það varð einhverra ráða að leita til þess að bjarga lifi mínu. Aðstaða var mjög erfið eystra til mikillar og vandasamrar skurðaðgerðar, en ekki þótti vogandi að freista þess að koma mér til Reykjavíkur. Loks kom þeim Jóni og Ólafi ísleifssyni saman um að flytja mig að Þjórsártúni. Þar voru skást húsakynni og Ólafur við höndina til þess að hjúkra mér. Þar eð ekki var til neitt farartæki til þess að flytja mig á né heldur neinn vegur að Þjórsártúni, var smaL að saman tólf duglegum mönnum til þess að bera n?.ig þangað. Þetta voru sextán kílómetrar og um vegleysu ag fara. Það stóð ekki á liðsinni þess ara manna, frekar en annarri hjálp okkur bræðrum til handa, bæði þá og endranær. Hinn 30. september var ég svo borinn að Þjórsártúni, og var ég þá svo máttlítill, að tveir menn urðu að styðja mig út úr bænum. Ég bjóst ekki við að koma aftur lífs að Ási, og ég neld, að enginn þeirra, sem viðstaddur var, hafi gert sér miklar vonir um, að ég lifði þetta af. Ég setti það ekki fyrir mig, þótt ég ætti skammt ólifað. Hugurinn snerist ekki um annað en að losna við þess- ar langdregnu þrautir. Mér var sama um allt annað. Mér leið furðuvel á leiðinni að Þjórsártúni. Eg vaggaðist notalega S börum mínum 02 blundaði annað veif- ið. Daginn eftir kom Þórður, bróðir minn, með Jón lækni. Nokkru seinna kom Ásgeir Blöndal, héraðslæknir í Árnessýslu, bví að hann fékk Jón sér til aðstoðar, ásamt Ólafi ísleifssyni. Ásgeir spurði Jón, hvernig á horfð- ist, en Jón kvað illt í efni oh vafa- mál, hvort hætta ætti á uppskurð. „En þú ferð inn og lítur á sjúkling- inn“, sagði hann. Ásgeir gerði það, kom síðan aftur til Jóns: „Hann er fárveikur og langt leidd- ur“, sagði hann. „En hjartag er sterkt, og ég held, að það sé sjálf- sagt að reyna þetta“. Þórður heyrði þetta samtal lækn- anna. Ég var látinn upp á borð og sett á mig svæfingargrind. Ég sofnaði fljótt. Eg held, að ég hafi ekki getað talið upp að tíu. Þegar ég raknaði við, svo að ég muni, var búið að kveikja ljós í stofunni. Mér sýndist kafþykk þoka þar inni, og í þokunni svifu einhverjar verur. Ég gat ekki greint, að þag væru manneskjur. Ég blundaði og vaknaði til skiptis, og smám saman skýrð'ist umhverfið fyr- ir mér. Þegar birti af degi morgun- inn eftir, var móðan að mestu horf- in. Ólafur var alltaf hjá mér og gaf mér styrkjandi sprautur annan hvern klukkutíma. Ég varð fyrir sárum vonbrigðum, þegar ég kom aftur til sjálfs mín. Ég hafði vænzt þess, að ég væri laus við þykktina, sem var á mér. En hún hafði ekkert minnkað. Ólafur sagði mér, að það hefði verið skorið inn að lifrinni, og ég yrði enn að bíða f átta daga, unz hún yrði skorin og sullurinn opnaður. Mér þóttu þetta verstu fréttir, og langir urðu þeir mér þessir átta sólarhringar. Nú bætt ist það ofan á fyrri vanlíðan mína, að ég varð að liggja á bakinu og mátti Framhald á 957. síSu. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 947

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.