Tíminn Sunnudagsblað - 09.12.1962, Síða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 09.12.1962, Síða 20
Bergsteinn Kristjánsson safnaði FYNDNI OG FLÓNSKA ÓLAFUR GAMLI var maður ráðvand- ur til orða og verka, en ekki þótti hann að sama skapi djarflegur í fram- göngu, og bar hann höfuðifi jafnan nokkuð ófrjálslega. Eitt sinn er hann var í kaupstaðarferð, hitti hann hrepp stjóra þorpsins, hávaðamann og stór- bokka. Var hreppstjórinn nokkuð við vín, vék sér a^ Ólafi og sagði: — Því ert þú svona undirleitur, maður? Þú ert víst þjófur, það er auð- séð á þér, að pú stelur miklu af fé og peningum á hverju ári. Þegar Ólafur sagði samferðamönn- um sínum frá 'pessari ósvífni hrepp- stjórans, buðu þeir honum að fara með honum á fund hreppstjórans og láta hann endurtaka orð sín undir votta og sækja hann síðan að lögum. En þá syaraði Ólafur: — Haldið þið kannski, að hann láti sig —nei, ekki lætur hann sig. Hann slendur vifj það sem hann hefur talað. / ☆ FRESTUR spurði börn á kirkjugólfi og vék orðum sínum að einni stúlk- unni: — Ilver er æðsta skepna jarðarinn- ar? Stúlkan svaraði: — Síldin. ★ ÁRNI talaði um heimilislíf hjá stór- bónda einum, sem hann var oft í vinnu hjá: — Einu sinni voru bóndi og kerling hans blindfull, og hentist þá kerling- in út í heiði og þóttist ætla að drepa sig. Þá fór bóndi á eftir henni og draslaði henn; heim, en þegar hann ætlaði að koma henni upp stigann, sagði kerlingin: — Dreptu mig ekki, dreptu mig heldur alveg. Svo átti kerlingin að fara að skammta, en þá var hún svo ringluð, að sumir fengu tómt skyr, sumir tóm- an fisk, sumir lóman bræðing, sumir tómt smér, sumir tómt brauð, og sumir fengu bara hreint ekkert.“ ★ GUÐRÚN GAMLA hafði þarin sið að sýngja Passíusáimana við húslestur á föstunni, enda þótt enginn á heimil- inu gæti tekið undir með henni. Eitt sinn varð henni það á að velja ekki rétt lag við sálminn, sem syngja átti. Þegar bóndi hennar vars þess var, sagði hann fullum rómi: — Eg held, að það ætli að verða afgangur af laginu hjá þér, Guðrún. ☆ GUÐJÓN var sendisveinn, þar til hann var 18 ára, en þá hvarf hann frá því starfi. Eitt sinn, er kunningi hans hitti hann, spurði hann Guðjón, hvaða starf hann hefði valið sér. Þá svaraði Guðjón: — Eg fékk mér vinnu í sláturhúsi, af því að ég hef alltaf svo gaman af skepnum. ☆ GUÐMUNDUR, sem var hinn mesti atorkumaður, lýsti sonum sínum sem almennt voru taldir verrfeðrungar, með þessum oröum: — Tóki — já, hann Tókagrey, hann er hundur viljugur, en hann erheimsk ur. En hann Óli — hann er latur, en þar er vetið, hann ætti ekkert að gera nema hugsa. ★ JAKOB KYNDARI var dauður, og vildi sonur hans sýna honum þá rækt- arsemi að láta legstein á leiði hans. Hann gekk því um kirkjugarðinn til að líta eftir áletrun, sem hann gæti haft til fyrirmySdar. Sér hann þar legstein yfir frægum söngvara, sem á var Ietrað': — Hann söng vel meðan hann var hér, en syngur þó betur, þar sem nú hann er. Þessi áletrun líkaði honum mæta vel, og ákvað hann því að láta standa á legsteini kyndarans: — Hann kynti vel meðan hann var hér, en kyndir þó betur, þar sem nú hann er. mmmm " •- '*:k. • :-U;r. 956 TÍM INN- SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.