Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 16.12.1962, Qupperneq 6

Tíminn Sunnudagsblað - 16.12.1962, Qupperneq 6
í HÁLFA VIKU Á FLEKA ÞESSI SAGA gerðist í ágústmán- uði árið 1941. Færeyskar skútur önn- uðust þá fiskflutninga frá íslandi til Englands. Meðal þeirra var þrí- ^gld skúta, Sólarris frá Vági í Fær- yjum. Var svo háttað, að Færeying- jr keyptu fisk hér og fluttu hann á markað í Skotlandi. Um miðjan ágústmánuð lét Sólarris úr höfn í Skotlandi og sigldi til ís- lands, og var það fimmta íslandsferð n á því sumri. Þeir komu upp að Austurlandi sunnudaginn 17. ágúst, og áttu þá skammt-ófarið til hafnar. Skipstjóra þótti líklegt, að þeir væru komnir undir Dalatanga, en mjög var immt yfir og fjallasýn engin, svo ið skipverjar, sem sáu lítið annað en brimið við ströndina, þekktu sig ekki. Var þá á stormur af norðaustri. Færeyingarnir lónuðu á þessum slóðum fram eftir deginum í þeirri von, að eitthvað greiddi til, svo að þeir gætu áttað sig á því til fullnustu, hvar þá hafði borið að landi. En það varð ekki. Sigldu þeir frá landi, þegar kvöldaði. Um miðnætti lygndi, og birti þá nokkuð til, en land sást ekki, og afréð skipstjóri að sigla ekki upp að ströndinni, fyrr en lýsti af degi. Bað hann stýrimann sinn, er átti að standa hundavaktina, að hefja siglingu til lands, þegar klukkan væri orðin tvö. Sjálfur fór hann til káetu sinnar og lagðist til svefns. En svo fór, að á þriðja klukkutímanum dembdi yfir niðdimmri þoku, og var því enn haldið kyrru fyrir. Þokunni létti heldur, þegar birti af degi. En ekki var landsýn. Var sigling í átt til lands hafin klukkan fimm, og ætluðu skipverjar að koma upp að norðanvert við Seyðisfjarðarfló- ann. Skinstjóri stýrði sjálfur, en tveir menn voru á bógi til þess að hyggja að, hvað fyrir stafni væri. Sigling var varhugaverð í dimmviðri á stríðs árunum, því að margt gat viðsjárvert flotið á sjónum. Fjórir menn sváfu aftur í, og vélstjórinn var nýfarinn niður í vélarrúmið til þess að huga að vélinni. Allt í einu varð mikil sprenging, og tók skýtan ægilegt viðbragð: Ann- aðhvort var, að hún hafði siglt á tundurdufl eða tundurskeyti hafði hæft hana. í næstu andrá stakkst hún á stefnið. Tveir af þeim, sem sofið höfðu niðri, voru komnir upp, þegar skipstjóranum tókst að svipta upp hurðinni á stýrishúsinu. Heppnaðist þeim að synda að björgunarflekanum, sem flaut á sjónum spölkorn frá skip- inu. Annar mannanna lenti á braki úr björgunarbátnum, þegar hann sökk í sjóinn, og fleytti hann sér á því að flekanum. Blotnaði hann því ekki til fullnustu að ofan, því að brak- ið bar hann uppi, og leiddi af þessari tilviljun, að sjór komst ekki að úri, sem hann var með í vestisvasanum. Þegar skipstjórinn stökk út úr stýr ishúsinu, festist jakki hans á læsing- arjárni hurðarinnar, svo að hann tafð ist. Sökk skipið svo ört undir fótum hans, að hann lagðist til sunds beint af þilfarinu. Tók hann eftir því í þess um svifum, að akkeriskeðjan hafði slegizt þvert yfir bómu fyrir aftan stýrishúsið. Skipið dró skipstjórann ekki með sér niður, og var honum lítið fyrir að synda út að björgunarflekanum, sem borizt hafði um tuttugu og fimm metra frá því, enda var hann hinn bezti sundmaður. Undarlega þungur fannst honum hann þó vera á sér í sjónum, en ekki aðgætti hann það ifyrr en eftir á. að hann var með þung leðurstígvél á fótum. Þegar skipstjórinn kom upp á flek- ann, voru skipsfélagar hans tveir þar fyrir. En sjálf var skútan horfin í haf ið með fimm menn innan borðs. Tveir bátar höfðu verið á þilfari — annar bundinn, en hinn laus. Von uðu mennimir á flekanum, að lausi báturinn kæmi upp í svo góðu ásig- komulagi, að þeir gætu farið í hann. En þeim varð ekki að von sinni. Þeir sáu ekkert úr bátnum, nema nokkur sprek úr borðstokk, er flutu skammt frá þeim. Björgunarflekinn flaut að sönnu, en þeir gátu ekki stjómað ferð hans, því að engar voru árarnar. Auk þess var hann ferhyrndur og þungur í vöfum. Þá var ekki farið að hafa neitt bátslag á björgunarflekum. Þeir reyndu þó að ná sprekum, sem rak fram hjá þeim, en flekinn var hár á sjónum og rekið bar hratt hjá, svo að þeir náðu fáu. Þó hremsuðu þeir fáeinar fjalir úr milligerð í lest skips- ins, og plankastúf úr þilfari náðu þeir líka. Hann kom síðar í góðar þarfir. Þeir voru ekki langt undan landi, og vafalaust hefðu þeir fundizt von bráðar, ef veður hefði verið bjart. En það var dimmviðri, svo að þeir gátu engar vonir gert sér um björgun fyrst um sinn. Veður var hægt þennan dag allan, en um kvöldið hvessti af norðaustri með miklu regni. Raunar mátti heita rok. Nú þurfti seiglu til þess að æðr- ast ekki og góðar skjólflíkur til þess að verjast kuldanum. Þrek, seigla og æðruleysi var þessum mönnum gefið í ríkum mæli. En þeir voru harla illa búnir að klæðum. Skipstjórinn var í stígvélum, en hinir báðir á sokka- leistunum. Enginn þeirra hafði nein olíuföt né annan hlífðarklæðnað til þess að skýla sér með í regni og ágjöf. Tveir voru í peysum, en hinn þriðji snöggklæddur. Enginn hafði höfuðfat né vettlinga. Skipstjórinn var í jakka, sem hann fór úr og lánaði þeim, sem snöggklæddur var. Þegar þá hafði rekið lengi dags, tók þá að svengja. Þeir opnuðu þá matarkassann. En það kom fljótt í ljós, að hér hafði illa tekizt til. Það var gat komið á kassann, og var því maturinn sjóblautur. Þeir ætluðu samt að leggja sér til munns kex, sem þeir fundu í kassanum. En mag- inn garði uppreisn. Þeir köstuðu hinu salta kexi upp jafnóðum og þeir neyttu þess. Eftir miðnættið létti heldur til, og sáu þeir þá, að þeir voru sunnanvert við Barðsneshorn, tæplega hálfan mílufjórðung frá landi. Hafði skip- stjórinn orð á því, að þá myndi senni lega reka inn á Sandvík þá um nótt- ina. Það var dýrðlegt að sjá land svona nærri, því að nú hugsuðu þeir ekki um annað en fá fast land undir fót. En oft ber við, að landið, sem skip- reika maður þráir, tekur honum ekki opnum örmum, heldur með rjúkandi brimi, sem er hættulegra en opið hafið. Þeir vissu ekki, hvernig hag- aði til í Sandvík, en vonuðu þó, að ÞEIR DRUKKU BLÓÐ ÚR KÓPI, SEM ÞEIR GINNTU AÐ FLEK- ANUM, ÞEGAR ÞORSTINN VAR AÐ GERA ÚT AF VIÐ ÞÁ 966 T 1 M I N N — SUNNUÐAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.