Tíminn Sunnudagsblað - 16.12.1962, Síða 9
hvorki bragðag þurrt né vott í fimm-
tíu og fjórar klukkustundir. En nú
hresstust þeir til muna, er þeir höfðu
svalað sárasta þorstanum, og gátu ró-
ið af meiri snerpu en áður.
Veður hélzt bjart og gott allan dag-
inn. Þeir reru látlaust, því að sýni-
legt var, ag þeir mjökuðust nær
landi. Helzta von þeirra var samt
næturmyrkrið og eldflaugarnar, sem
þeir ætluðu að skjóta á loft jafn-
skjótt og dimmdi svo, að þær sæjust
úr fjarlægð.
En oft verða veðrabrigði í ljósa-
skiptunum. Svo varð einnig þetta
kvöld. Ekki var orðið hálfrokkið, er
þokubakki reis úr hafi og lagðist yfir
allan sjó. Grá og þögul læddist hún
að þeim, blökk og draugaleg var
hún, og áður en varði hafði napur
og úrigur hrammur hennar steypzt
yfir þá. Undan honum varð ekki flú-
ið og vonlaust var að hrópa á hjálp,
sem hvergi var að fá. Sá, sem er
úti á sjó á lítilli fleytu í blindþoku,
finnur bezt, hve órabreitt hafig er,
og þó þykir honum þröngt um sig,
því að þokan hylur allt, og sá grunur
læðist að honum, að kannski sé ekki
framar neitt kvikt í þessum gráa þoku
heimi annað en hinn bjargarlausi
skipbrotsmaður. Samt létu þessir fær-
eysku skipbrotsmenn ekki hugfallast.
Þeir l'étu eldflaugarnar eiga sig, en
sigu í þess stað á árarnar. Þeir höfðu
róið allan daginn, og nú reru þeir
líka alla nóttina.
Þokunni fylgdi norðaustangola, og
var nót|in heldur kaldranaleg. Varla
sást bátslengd frá flekanum, og alla
nóttina var látlaus suddaýringur. Þeir
skiptust á um að róa. í tíu mínútur
hvíldu þeir sig til skiptis, en reru síð
an tuttugu mínútur í lotu. Svefn sótti
á þá eftir heitan sólskinsdag, og fljót-
ir voru þeir að stirðna, þegar þeir
höfðust ekki að, enda svarf þreyta
og vosbúð mjög að þeim, En á þenn
an tfátt gátu þeir varizt svefni og
haldið á sér hita án þess að ganga al-
veg fram af sér.
Það glaðnaði til um sólarupprás.
Þá var kominn fimmtudagur. Þeir sáu,
ag þeir voru staddir suðaustur af
Papey á vanalegum fiskileiðum smá-
báta. Sólin merlaði hafflötinn milli
þokubólstranna, og eyna hillti upp.
Þeir skyggndust um og hugðu vand-
lega að því, hvort þeir sæju hvergi
fjöl fljóta.
Nú víkur sögunni á Djúpavog. Þar
hafði verið hið fegursta veður síð-
ustu daga. Lífið lék við þá, sem reru
til fiskjar. Þeir, sem ætluðu í_róður,
beittu lóðir sínar að kvöldi miðviku-
dagsins 20. ágústmánaðar, svo sem
venja þeirra var. Meðal þeirra, sem
það gerðu, voru þeir Sigurður ívars-
son á Sólvangi, Ingibjörn bróðir hans,
á Bjargi og Jón Sigurðsson í Rjóðri.
Þeir voru bátsfélagar og stunduðu sjó
inn á dálítilli trillu.
Menn héldu til báta sinni, þegar
tími þótti til þess kominn að leggja
af stað, ræstu vélarnar og hófu veiði-
förina. Trillurnar ösluðu geltandi fyr-
ir Langatanga, og síðan var stefnt
til hafs.
Bátarnir voru komnir á fiskislóð-
irnar, þegar skipbrotsmennirnir fær-
eysku sáu til ferðar eins þeirra all-
langt frá sér. Við það færðist í þá
nýtt fjör. Þeir einblíndu fyrst litla
stund á þennan bát, sem skaut þarna
allt í einu upp, og brátt sáu þeir, að
bátsverjar tóku að leggja línu sína.
Það var sýnilega enginn asi á þessum
íslenzku fiskimönnum. Þeir fóru að
öllu með mestu gát.
Færeyingarnir kölluðu, en vélin í
trillunni var í gangi, svo að hinir
heyrðu ekki köllin. Færeyingarnir
veifuðu, en þag stoðaði ekki heldur.
fslendingarnir voru niðursokknir í
verk sitt og gáfu engan gaum að öðru.
Þetta urðu Færeyingunum vonbrigði.
Þokuhrannir voru hér og þar um
hafið, og nú bar einn þokukúfinn yfir
þessar slóðir. Hrakningsmenn á flek
anum höfðu séð, hvar lóðabelgur
flaut, og nú réðu þeir af að freista
þess að róa í áttina að honum. Og
svo reru þeir og reru, en sáu þó lítt
frá sér um sinn. Eftir alllanga stund
kom þó rof, og þá sáu þeir einn bát.
Hann lá við línu, ekki mjög langt frá
þeim, beint undan sól. Þeir hrópuðu
og veifuðu, en þess sáust engin merki,
að bátsverjar yrðu þeirra varir. Svo
nærri voru þeir þó bátnum, að þeir
sáu hvern fisk, sem kom upp á lín-
unni, er bátsverjar voru að draga.
Vél þessa báts var í gangi eins og
hins fyrri, og hún yfirgnæfði köll
hinna nauðstöddu manna. í þetta
skipti var afstaða sólarinnar þannig,
að ekki var von til þess, að þeir sæj-
ust. Það er torvelt að eygja það, sem
á sjónum flýtur, þegar horft er beint
móti sól, sem enn er lágt á lofti. —
Óheppnin elti þá. Oftast var svo
dimmt yfir, að þeir sáust ekki, en þeg
ar þokan var ekki til meins, var svo
bjart, að ekki nýttist af því.
Ekki var svo lengi þokuskil, að
þeim tækist að róa nema stuttan spöl.
Nei — þokumökkur lagðist yfir á ný.
„Þökk fyrir, að þú faldir þá, á með-
an ég var ekki við látin“, hefði þok-
an getað sagt við sólina, j.im leið og
hún umlukti þá.
Þungt féll hinum aðþrengdu mönn-
um að vera svo nærri hjálpinni, en
auðnast þó ekk'i að vekja athygli á
sér. Og nú kom þeim í hug hinn
gamli málsháttur, að ekki verður
feigum forðað. Þrátt fyrir allt höfðu
þeir trúað því til þessa, að þeir björg
uðust á einhvern hátt. En nú þótti
þeim líkurnar orðnar svo litlar, að
þeir örvæntu um, að þeir myndu
framar stíga fæti á land.
Það leið að hádegi, og þeir vissu,
að norðurfallið var liðið hjá og nú
tæki þá senn að bera ótt til suðurs. Þá
myndu þeir fljótt fjarlægjast allar
bátaleiðir, því að sunnar en þetta var
ekki von um fiskibáta um þetta leyti
árs. Fyndust þeir ekki á meðan kyrrð
var á veðri, var úti um þá. Þeir reru
eins og þeir orkuðu og reyndu að
halda stefnunni á lóðabelginn.
Með suðurfallinu greiddi alveg til,
þá sáu þeir marga báta, smáa og stóra.
Rétt hjá þeim var báturinn, sem átti
belginn, sem þeir höfðu reynt að kom
ast að um morguninn. Enn hrópuðu
þeir og veifuðu, en þag bar engan
árangur. Þá fór skipstjórinn úr peysu
sinni og veifaði henni. Hann stóð
þarna snöggklæddur á flekanum, svo
að liann átti að sjást vel, og veifaði
og kallaði eins og hann frekast mátti.
Þetta hreif. Bátsverjar tóku að skima,
svo veifaði einn þeirra. Og þessu
næst sáu þeir mann iúta yfir línuna,
skera hana sundur og setja dufl á
endann.
Þetta voru þeir Sigurður á Sól-
vangi og félagar lians.
Því verður ekki með orðum lýst,
hve þeim létti, skipbrotsmönnunum
á Sólarrisi. Þeir voru í rauninni bún-
ir að kveðja lífið og tilveruna. En nú
sáu þeir, ag þeir áttu lengra líf fyr-
ir höndum, og þeir fögnuðu því af
öllu hjarta. Allt breyttist á svip-
stundu. Fyrir örskammri stundu
höfðu þeir séð fram á, að þeir hlytu
senn að gefast upp, og þeir vissu, af
þorstinn myndi að siðustu pína þá til
þess óyndisúrræðis að drekka sjó.
Og það vissu þeir líka, að færði þeim
ekki annað að höndum en aumasta
kvaladauða. Því meira sem þeir
drykkju, þeim mun þyrstari yrðu þeir,
og loks hlaut lífsljós þeirra að
slokkna við hræðilega kvöl.
Þetta helmyrkur hugrauna og þján
inga, sem við þeim blasti sópaðist
brott, og lífið breiddi faðminn á móti
þeim með fögrum fyrirheitum. Þeir
áttu ekki að deyja einmana og hjálpar
vana á reki á hafinu að þessu sinni,
þeim var ekki búin vot gröf á þessum
slóðum, þeir áttu aftur að fá að stíga
fæti á iand og leggjast niður við nið-
andi læk og drekka vild sína af köldu,
svalandi vatni. Já — þeir áttu að fá
þurr klæði, koma inn í hlýtt hús og
sofa í mjúku rúmi. Og enn myndi
þeim auðnast að sjá Færeyjar rísa
úr hafi, sjá ástkæra heimabyggg sína,
njóta fagnaðarhóta ástvina sinna og
granna. En þungt var að hugsa til
þess, að þeir fóru átta að heiman,
en komu ekki aftur nema þrír, og
næsta örðugt yrði að segja þeim, er
söknuðu hinna fimm, hvað þeir vissu
síðast um þá.
Framhald á 982. síðu.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
969