Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Page 3

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Page 3
um Bala hafði beitt. Hún hafði saum að sér nærskjól úr þykkri prjóna- peysu föður síns og ekki látið sér nægja minna en hafa það tvöfalt. Og svo hafði hún sprangað um með þennan líka rass og iæri — dásemdir, sem henni voru þó ekki gefnar — og þetta þrýstna vaxtarlag hafði heillag Hordingulinn, svipt hann dóm greind srnni og látið hinar fegurstu sýnir stíga fram fyrir hugskotssjón- ir hans. Svo' vann hann eiðinn við altarið, en jafnskjótt og því var lokið, uppgötvaði hann, að innan undir Ihinni fyrirferðarmiklu prakt sel- skinnsbuxnanna leyndust aðeins hold lausir leggir og harðar hnútur. Hor- dmgullinn lýsti því að vonum nöpr- um orðum, hvaða reynslu hann hafði orðið fyrir, og duldist þess ekki, hve honum sárnaði fordild og sviksemi kveniþjóðarinnar. Þetta kostaði prestinn aukaferð í byggðina og margar tilvitnanir í ritn inguna, því að hann vildi einskis láta ófreistað til þess að afstýra því, að ,bin heilög tengsl rofnuðu. En það gleður mig að geta sagt frá því, að honum tókst þag um síðir. II. Norðar, meðal hinna ágætu heim- skauts-Eskimóa minna, þar sem menn fastna sér konu og Iáta hana frá sér fara, ef svo verkaðist. með miklu umstangsminni hætti, hefði ég ekki að óreyndu trúað því, að hégóma girndin gæti valdið slíkum árekstr- um. Þar átti þó heima maður, sem ihét Napsangúaq, og Arnangúaq var dóttir hans, mjög elskuleg stúlka, feít svo unun var á að horfa og bráð- dugleg við sauma. En hún hafði ekki gifzt, enda þótt hún ætti heima i landi, þar sem hörgull var á-konum. Ó-nei. Og ástæðan var sú, að henni lóx ekki nóg hár til þess, að hún gæti vafið það í hnút ofan á höfðinu, svo sem ailar konur verða að gera, ef þær vilja ganga í augun á karl- mönnunum. Stutt strýið var allt í óreiðu kringum hið fríða andlit henn ar. Hver viil kvænast stúlku, sem er manni sínum og heimili til háðung- ar? Napsangúaq var áhyggjufullur. Dóttirin var auðvitað liðtæk í bezta lagi á heimilinu, en hann kaus þó frekar tengdason. Napsangúaq vddi, að hún giftist góðum veiðimanni, er yrði stog hans í ellinni, því að sjálf- ur gerðist hann nú senn aldraður. Svo fór Napsangúaq á sauðnauta- veiðar til Ellesmerelands — óralanga leið Heilt ár var liðið, þegar hann kom aftur meg fólk sitt, og það var að sjálfsögðu uppi fótur og fit. Það var ekki einungis, að Napsangúaq itafði komið heim með kynstur af skinnum og feldum og kunni frá mörgu nýstárlegu að segja, heldur hafði Arnang'úaq vaxið svo hár í þess ari ferð, að kvenfólkið, seAi heima hafði setið, varð miður sín af öfund, þegar það sá hve hárprúg hún var orðin. Ungu mennirnir brugðust vel við, svo sem þeirra var von og vísa, og það varð hin mesta keppni þeirra á milli um hylli stúlkunnar. Sleðaferð- irnar ag bústað Napsangúaq gerðust svo tíðar, að brautin um fannbreið- urnar var eins og ísaður þjóðvegur. Biðlarnir komu með gjafir, og Napsangúaq hreppti veiði þeirra á meðan þeir dvöldust hjá honum. — Giftumálin voru komin á góðan rek- spöl, og loks vitnaðist það, að ungur og glæsilegur maður, Akrióa að nafni, hafði hreppt hnossið. Stúlkan var manni bundin, og litlu síðar fregnaði ég, að ungu hjónin lifðu sæluvikur sínar á lítilli og afskekktri eyju. Eg bætti nöfnum þeirra á hjónaskrána mína, svo að ekkert færi á milli mála. Svo var það dag nokkum, að ég heyrði hundgá, líka því að ferða- menn væru skammt undan meg sleða sína. En þar var raunar aðeins mað- ur á ferð, Napsangúaq. Hann var al- einn — ekkert af fólki hans með honum, engin brosandi andlit í dúð- um á sleðanum, enginn tengdasonur í eftirdragi. Aleinn ók hann hljóð lega í byggðina án þess að varpa kveðju á nokkurn mann. Það var eitt hvað að. En hann var þó ekki kom- inn til þess að segja andlátsfregn, því að hann hafði ekki numið staðar á ísnum fyrir framan byggðina. Ég iðaði í skinninu af forvitni. En maður verður að gæta. háttvísi meðal Eski- móa. Það var frekleg ókurteisi að spyrja spurningar, sem gat komið illa við komumann. Ég verzlaði við Napsangúaq, og hann sagði mér, ag hann myndi snúa heimleiðis að morgni. Þetta var svo óvenjulegt, að ég gat leyft mér að spyrja, hvernig því véki við. ,,Æ-æ — það er svo komið, að maður óskar þess ekki að horfa fram an í annað fólk. Manni lá á að fá þetta. Annars hefði ég setið heima.“ „Hvag hefur eiginlega komið fyrir? Hvað veldur því, að þú hefur skilið gleði þína og alla fjölskylduna eftir heima?“ „Lygin hefur gist hús okkar. Mann- eskjurnar fleygja því á milli sín, að ung kona sé e!cki eins og búizt hafði verið við og óskag eftir.“ Ég varð að hálfdraga Napsangúaq inn í húsið. Við tókum okkur sæti inni í herberginu mínu, tveir einir, og þar gerði hann játningu sína. Hárprýði dóttur hans hafði dregið að sér augu karlmannanna, ástríður þeirra urðu að funheitum loga og allir gengu urn í vonglaðri vimu. Akrióq var aðfara^e^tur veíðimað- ur, og það var ekki neinum vafa undir orpið, að veiði hans myndi drjúgum auka forða heimilisins. Þess vegna fékk hann stúlkuna. Hann fór með Framhald á 213. síðu f ÍMINN - SUNNUDAGSBLAB 195

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.