Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Side 5

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Side 5
ekki hafa litizc á blikuna, og Jón á Reykjum og séra Halldór á Melstað brugðust báðir reiðir við og þóttust hinum mesta órétti beittir. Séra Hall- dór lézt í engu hafa gerzt brotlegur, þótt hann fengi Þorvaldi í hendur vottorð um meinlausa hegðun hans á Gauksmýri og neitað að vitna á þingum hjá Jóni Espólín. Og fleira var það, sem hann undi illa við: „Þar að auki hef ég heyrt, að til prótókolls séu færð lygifull smán- arorð, mig áhrærandi, en aðalsökinni óviðkomandi, eftir þeim ófræga Sæ- mundi Brynjólfssyni, sem meö því hefur viljað kasta mér steini í auga í stað þess sandkorns, sem mér heppn- aðist að ná úr sjáaldri hans, þá hann fyrir fáum árum kom til mín úr þriðja hreppi, hálfvitlaus af kvöl.“ Jón gamli á Reykjum undi engu betur þeim búsifjum, er hann varð fyrir. Horfði hann að sjálfsögðu all- mjög í gjaldið og taldi sig harðræði beittan fyrir litlar sakir. En sárast sveið honum, að Jón Espólín leyfði að snuprur landsyfirréttar voru lesnar í heyranda hljóði á þingi í sýslu hans: „Þegar nú ailt þetta með öðru langt- um fleira var þannig við vaxið, eft- ir kröfu aktors, adminstrators Ólsens, upp lesið fyrir haldandi rétti á Torfa- læk, bæði mér til smánar og líklega til að ginna vitnin til að bera óhikað því samkvæmt, máske þau og leidd- ust til að fremja meinsæri, þykist ég illa meiddur og prótestera að gjalda nokkurn þar af fljótandi kostnað og yfir höfuð af þeirri nýju rann- sókn, sem engu áreiðanlegu mun hafa bætt við hina fyrri“. En meðan bréfin gengu þannig á milli höfðingja landsins, sat Þorvald- ur í sextán vikur í varðhaldi á heim- ili eins hreppstjórans í Miðfirði. Guð- rún reyndi að halda í horfinu heima á Gauksmýri,.og hafði sveitarstjórn- in tekið yngri börnin af heimilinu og komið þeim fyrir hér og þar, en feng ið liúsfreyju mann til liðsinnis við bú- verk og gegningar. Og nú kom.til kasta landsyfirrétt- ar á nýjan leik. Að þessu sinni hlaut málið skjóta afgreiðslu. Yfirdómurun- um þótti ekkert bresta á röggsamlega rannsókn. En dómur Espólíns var þeim ekki að öllu levti að skapi. Þeir fundu engan grundvöll til þess að fella sekt á sakborningana fyrir dauða skipstjóians, þar eð grunsemd- ir gætu ekki jafngilt sönnun, og refsing sú, sem Eggerti hafði verið ákvörðuð, virtist þeim mikils til of þung. Yfirrétturinn kvað upp dóm sinn snemma árs 1820. Skyldi Þoivaldur erfiða ævilangt f Kaupmannahafnar- festingu fyrir illa meðferð á móður sinni og óguðleg orð við hana, sem og þjófnag af strandi og ósvífna óhlutvendni og aðra illa breytni, en sýkn vera af frekari morðákærum. Eggert skyldi þola þrjátíu vandar- högg fyrir þjóínað, en vera sýkn að öðru leyti. Málskostnaðinn skyldu þeir bera í sameiningu á svipaðan hátt og héraðsdómurinn kvað á, en Jón á Reykjum að öðiu leyti. Séra Halldór Ámundason var sýknaður sökum málsbóta, er hann vard talinn hafa, þótt framkoma hans væri eigi talin að lögum. Eggert Rafnsson lét sér lynda þenn- an dóm. En fyrir Þorvald var allt í húfi, og hann gafst ekki upp, á meðan nokkur tök voru að veijast. Honum var sleppt úr varðhaldinu, er lands- yfirréttur hafði kveðið upp dóm sinn, og skaut hann þegar málinu til hæsta réttar í Kaupmannahöfn. Slíkt hið sama gerði Jón á Reykjum. Þeim hefur sjálfsagt hvorugum ver- ið rótt sumarið 1820, því að annar átti frelsi sitt og framííðarhag á vog- arskálinni, en hinn dómaraheiður sinn, ásamt vænni peningafúlgu. En þeim létti, þegar það spurðist norð- ur í Húnavatnssýslu, að hæstiiéttur hefði um haustið hinn 30. október fellt niður fjárheimtu á hendur Jóni og linað svo mjög refsingu Þorvalds, að hann hlaut vægari dóm en Eggert hafði sætt sig við. Hæstiréttur ákvarð aði hana aðeins tíu vandarhögg, og var það mjög svipað því, sem Jón gamli á Reykjum hafði í öndverðu dæmt. Var þess getið til heima í Húnaþingi, að Grímur Jónsson, frændi Þorvalds, síðar amtmaður nyrðra, er var bæjarfógeti í Danmörku, þegar fjallað var um beinamálið, hefði stuðl- að að því, að dómurinn varð svo mild- ur sem raun bar vitni. Ja, hugsaði fólk, — það var nú annað hún Kóngs- Manga en Rifna-Manga, eins og mál- tækið sagði. Það fylgdi þó böggull skammrifi, og hann var sá, að Þorvaldur skyldi bera málskostnað allan utan lands, en máls- kostnaður innan lands átti að leggj- ast á þá Eggert báða. Og þarna var um svo miklar fúlgur að tefla, að eng- ir miðlungsbændur risu undir þeim. XLII. Þeir Þorvaldur Jónsson og Eggert Rafnsson fóru samt ekki á vonarvöl. Þeir bjuggu baðir búi sínu um ára- tugi, eftir að beinamálið var til lykta leitt. Báðir náðu hærri aldri en al- mennt gerðist, og meðan hærur þeirra gránuðu, fjaraði út sú óöld, sem gekk um skeið yfir Húnavatnssýslu. Eggeit bjó alla ævi á Ásbjarnar- , stöðum og virðist hana notið vaxandi mannhylli, þegar hann eltist. Prest- urinn hafði jafnan látið þess getið framan af árum, að Eggert væri ágjarn og heldur illa að sér, en Ragn- heiður Skúladóttir, kona hans, óvork- unnlát og miskunnarlítil. Eftir beina- málið brá svo við, að einkunnin breyttist. Það skaut upp kollinum, að þau væru hreinlynd, og þekking þeirra hafði tekið þeim framförum, að þau gátu taiizt allvel að sér. Loks kom þar, að hegðun Eggerts var köll uð „sérlega góð" og „mikið góð“. Þag verður ekki dæmt um það, hve rétt mat prestarnir á Tjörn lögðu á þessi sóknarbörn sín. Það getur vel verið, að þau Ásbjarnarstaðahjón hafi vaxið að vizku og náð með aldrinum. Hitt gæti líka hugsazt, að í einkunna- gjöf prestanna speglist að einhverju leyti viðleitni til þess að veita þeim uppreisn fyrir mannorðsspjöll og raunir, sem af beinamálinu flutu. Að minnsta kosti má annars staðar sjá þess ótvíræð merki í sóknarmanna- tölum, að einkunnir fólks, sem var nákomið hroðalegum atburðum, batna skyndilega. Það gæti jafnvel vakn- að sú spurning, hvoit þarna bryddi á lögmálsbundinni tilhneigingu sam- félagsins til þess ag breiða blæju yf- ir það, sem allir vita eða ætla sig vita, en ekki þykir hlýða að hafa hátt um. Með þessu eru þó ekki born- ar brigður á, að Eggert kunni að hafa gerzt þeim mun grandvarari maður aem hann eltist meira. Og áreiðanlega tók beinamálig nóg á hann til þess, að það gæti 'orkað slíkri breytingu. Ragnheiður, kona Eggerts, andaðist úr brjóstveiki áratug eftir að beina- málig hófst. Nokkru síðar kvæntist Eggert ungri stúlku, sem lengi hafði verið hjú þeirra hjóna, Margréti að nafni, dóttur Kristjáns þess Bjarna- sonar, sem hroðalegustum sögum laust upp um morð skipstjórans á Há- karlinum, þegar Jón Espólín tók við málinu. Sjálfur var Kristján kallaður „kostgangaii" á Ásbjarnarstöðum á efri árum sínum, svo ag ekki hefur Eggert erft við hann söguburðinn. En það er af Eggerti að segja, að hann bjó enn langa hríg á Ásbjarnar stöðum og andaðist þar ag lokum á níræðisaldri um vordaga 1853. Þorvaldur bjó á Gauksmýri um ald- arfjórðung, en fluttist síðan árið 1837 að Reynhólum í Miðfirði, þar sem hann hokraði í sambýli við tengdason sinn allmörg ár. Þar dó síðari kona hans, Guðrún Einarsdóttiis og var hann eftir það húsmaður í Reynhól- um og hafði nokkra grasnyt. Dóttir hans ein, Málfríður, var þar jafnan hjá honum og veitti honum aðhlynn- ingu í ellinni. Hann dó úr lándfar- og hárir öldungartiir lifa þaö, að óöld linnir | T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 197

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.