Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Síða 6
sótt og ellikröm á nýársdag árið 1860,
meira en hálfniræður.
XLIII.
Því verður vart á móti mælt, að
Þorvaldur slapp með vægari dóm en
líklegt mátti teljast. Hann barðist til
þrautar og hlaut að lokum tíu vandar-
högg, þótt Eggert, sem horfði í kostn-
aðinn yið tvísýna áfrýjun til hæsta-
réttar, yrði að þola þrjátíu högg,
svo litlar sakir, sem á hann sönnuðust.
En efnahagur beggja varð fyrir
miklum áföllum. Báðir voru við dá-
góð efni, er málin hófust, en á þau
saxaðist mjög, þegar farið var að inn-
heimta málskostnaðinn, þótt Jón sýslu
maður á Reykjum gæti stillt svo til,
að allmikið af eigum þeirra bar und-
an.
Jón Espólín hafði látið virða og
kyrrsetja eigur sakborninganna sum-
arið 1819. Var þá gripaeign á Ás-
bjarnarstöðum tvær kýr, þrír full-
orðnir hestar og veturgamalt tryppi,
rúmar fjörutíu ær, fimmtán sauðir
og sextán gemlingar. Þar að auki átti
Eggert dálítinn jarðaipart, fjögur
hundruð í Ytra-Tungukoti í Biöndu-
dal, og nokkuð af skildingum í hand-
raða sínum. Bendir það ekki til bragð-
vísi, að hann skyldi ekki koma þeim
undan, svo auðvelt sem það hefði ver-
ið. Alls voru “ignir Eggerts virtar á
316 silfurdali
Eignir Þoivaids voru metnar á 384
silfurdali, og hafði þá það verið und-
an fellt. sem bornum hans þremur af
fyrra hjónabandi bar í arf eftir móð-
ur sjna og sumu af því ráðstafað
þeim til uppeldis hér og þarNí sveit-
inni. Búpeningur Þorvalds var þrjár
kýr og kvíga, tvö hross, tuttugu og
sex ær og sex gemlingar. Peningar
komu engir fram hjá honum.
Glöggt má sjá af gögnum þeim,
þar sem eigum þeirra Þorvalds og
Eggerts er lýst, hve þeir hafa verið
ólíkir menn í háttum sínum og um-
gengni. Á Gauksmýri voru gripahús-
in ýmist hurðailaus eða fyrir þau var
tjaslað einhverju spýtnabraki, bús-
munir flestir, smíða'tól. amboð og
eldhúsgögn, vnrtt þar meira og minna
sér gengnir og fatnaður ekki á marga
fiskana, þótt sitthvað væri til. Á Ás-
bjarnarstöðum virðist öllu hafa verið
vel við haldið, og þar var til furðu-
mikið af fatnaði, sem þá hefur þótt
prýðilegur, svo að ekki sé talað um þá
mergð silkiklútá, sem í leitirnar
komu. Þetta sýnir, að Ásbjamarstaða-
hjónin hafa verið natin og hirðusöm,
en Gauksmýrarhjónin draslfengin.
Skömmu eftn að dómur landsyfir-
réttar varð kunnur, tók Jón á Reykj-
um sig til og gerði fjárskipti með
þeim hjónum, Þorvaldi og Eggerti
og konum þeiria. Reiknaði hann eig-
inkonum beggja tuttugu ríkisdali í
morgungjöf af óskertri sameign, og
fékk Guðrún á Gauksmýri á þann veg
fjárhús, rúm með öllum sængurfatn-
aði, veturgamla kind og nokkuð af
guðsorðabókum, þar á meðal bæði
Grallarann og Þórðarbænir, en Ragn-
heiður á Ásbjarnarstöðum hlaut að
mestu leyti búsgögn í búri sínu —
fjóra sái, sjö skjólur, sjö trog og
pott — og þar að auki sauðahús og
smiðjukofa, einn hest, rúmföt og
Vídalínspostillu.
Þegar morgungjafirnar höfðu verið
skildar frá sameigninni, skipti sýslu-
maður því að jöfnu, er.eftir var. Þær
eignir, sem komu í hlut bændanna,
voru ofurseldar en hitt, sem húsfreyj-
urnar hrepptu, var það, sem heimilin
áttu að bjargast við. Ásbjarnarstaða-
heimilið hélt öllu innan stokks, því að
það kom í hlut Ragnheiðar, ásamt
hálfum bústofni. Eggeiti var talinn
hinn helmingur bústofnsins, jarðar-
skikinn og peningarnir. Á Gauksmýri
var bústofninum einnig skipt, og hvort
þeirra hjóna fekk fimm hundruð úr
Gauksmýri. Talsvert af amboðum og
innanstokksmunum var einnig ánafn-
að Þorvaldi.
Eignir þær, sem bændurnir hrepptu
við skiptin, voru síðan seldar á upp-
boði, að nokkru leyti þegar í stað,
en að nokkru leyti um haustið. Það,
sem fyrir þær fékkst, hrökk auðvitað
hvergi nærri til þess að borga máls-
kostnaðinn. Hann var orð'inn nálega
átta hundruð ríkisdalir, þegar Jón
Espólín kvað upp dóm sinn í héraði,
og síðan kom kostnaður við landsyfir-
réttardóminn á herð'ar beggja sak-
boininga. Þar á ofan átti Þorvaldur
að standa skil á kostnaði við varðhald
sitt í sextán vikur veturinn 1819—
1820 og áfrýjunina til hæstaréttar.
Það var því langt frá því, að eigur
þeirra nægðu til þess að greiða bað.
sem af þeim var krafizt. Við það
hlaut að sitja. Það varð að grípa
til annarra úrræða til þess að jafna
metin.
En báðir héidu þeir Þorvaldur og
Eggert jarðnæði sínu, og þeim mun
hafa tekizt furðanlega að öngla sam-
an á ný. Eftir Þorvald fundust átta-
tíu ríkisdalir í peningum, og alls varð
arfur eftir hann á fjórða hundrað rík-
isdala.
XLIV.
Fátt segir af framferði Þorvalds
síðari hluta ævinnar. Prestar. hans
hirtu ekki um að geta þess, hversu
þeim virtist hann, og það, sem gerð-
ist á lífsleið hans að beinamálinu út-
kljáðu, hvarf í dimman skugga þeirr-
ar sögu, sem hann átti að baki. Þó
er það hermt, að hann hafi verið
kallaður barngóður á efstu árum sín-
um, og stingur það í stúf við' þær
sögur, sem gengu af meðferð hans á
börnum sínum á Sigríðarstöðum og
Gauksmýri. Menn, sem sáu hann á
efri árum, létu þess helzt getið, hve
skuggalegur hann hefði verið, svart-
skeggjað'ur, skoteygður og með hatt
sinn slútandi mður í augu. Það gervi
féll mætavel að þeim orðrómi, sem
honum fylgdi.
Eins og áður er á vikið, lék það
orð á, að Grímur, frændi hans, Jóns-
son hefði mildað mál hans í Kaup-
mannahöfn. Hann varð amtmaður
Norðlendinga nokkrum árum eftir að
beinamálum lauk og settist þá að á
Möðruvöllum. Hefur svo verið sagt,
og er komið frá Gísla Konráðssyni,
að Grimur hafi eitt sinn verið á ferð
í Húnaþingi og átt leið hjá Gauks-
mýri. Amtmaður spurði, hver þar
byggi. Förunautar hans sögðu, að þar
væri bær Þorvalds Jónssonar. Þá eiga
amtmanni að hafa hrotið af vöium
orð, sem ekki báru vitni um neina
vinsemd í garð Gauksmýrarbóndans:
„Það er toppmældur fantur“.
Nokkur bama Þorvalds komust upp,
og var meðal þeirra sonur, sem hét
Stefán. Hann var með visinn fót og
kallaður Stefán halti. Líktist hann
föður sínum hvorki að greind né harð-
sækni, því að hann var lítill fyrir
sér, einfaldur í meira lagi og hélt sér
uppi á flakki á efri árum. Gekk hann
óboðinn til baðstofu, þegar hann kom
á bæi, og var það ekki fátíð sjón í
Miðfirði um hans daga, að allt í einu
ræki skeggjaður maður með röndótta
kollhúfu höfuðið upp fyrir Ioftskör-
ina eða inn í baðstofugættina. Þar var
Stefán halti kominn. Oft létu hús-
freyjur hann mala fyrir sig útákast
á grautinn, og sat hann þá við kvörn-
ina á meis Hitt þótti honum þó betra
hlutskipti að syngja á bæjum, og
beljaði hann tagleysur af miklu. of-
forsi, ef honum var vel launað með
sykri eða öðru góðgæti.
Stefáni sagðist svo frá, að hann
hefði „mesti grélupjakkur" fr’am um
þrítugt. Trúði hann þvf statt og stöð-
ugt, að svo hroðalegar formælingar
hefðu verið hafðar uppi yfir vöggu
sinni, að fóturinn hefði visnað af
þeim sökum. En heldur þótti honura
hafa rætzt úr fyrir sér, þegar á ævina
leið, enda var hann þess fulltrúa
um skeið, að Viktoría Englandsdrottn-
ing væri á leið til landsins til þess að
biðja hans.Höfðu várungar sem ’ : ~u
fákænsku og auðtryggni hans, talið
honum trú um þetta og fengið hon-
um fimmeyring með gati, er þeir
kváðu tryggðapant fr'á drottningu.
Þann grip bar Stefán í bandi um háls
sér.
Margt þessu líkt var borið í tal
við Stefán á reiki hans um Húnaþing,
enda mátti jafnan vænta af honum
skringilegra svara, er sum voru lengi
í minni höfð. Oft var sveigt að beina-
málinu við hann, og mátti þá jafnan
heyra, að honum var þungt til þeirra,
sem hann húgði, að lagzt hefðu gegn
föður sínum í því. Björn á Þingeyr-
um kallaði hann að jafnaði gamla
198
T 1 M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ