Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Síða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Síða 8
HALLDÓR STEFÁNSSON: EYJÓLFSSTAD- IR Á VÖLLUM Þáttur þessi var upphaflega ritað ur með tilliti til sögunnar af Valtý á grænni treyju. Sagan var svo rökvíslega sögð og saman sett, stund og staður tilgreint og við- komandi valdsmaður, að erfitt þótti að efast um sanngildi henn- ar, enda þótt Pétur sýslumaður Þorsteinsson byggi á næsta bæ á þeim tíma, sem atburðir sögunnar áttu að hafa gerzt og skrifaði ann ál, án þess að geta þeirra, og þeirra væri ekki getið í öðrum samtíma annálunm eða í Alþingis- bókum. — Dómabækur Suður- Múlasýslu frá þessum tíma fyrir- finnast ekki. Af þessum ástæðum var það, að ég fór að rannsaka, hvernig varið var umráðum og ábúð á Eyjólfsstöðum á þeim tíma, sem atburðir sögunnar áttu að hafa gerzt. Þótti mér þá rétt að hnýs- ast um sögu staðarins frá fyrstu tíð, sem ég fann heimildir til, fram til alkunns tima. ★ Jörðin Eyjólfsstaðir á Völlum kemur ekki við sögu fyrr en 1314, að Árni biskup Helgascn skráir máldaga kirkju þar. Skyldi syngja þar messu annan hvern helgan dag. Sýnt er, að jorðin hefur ver- ið höfuðból á þessum tíma. Úr landi jarðarinnar hafa verið hjá- ® leigurnar Úlfsstaðir, Beinárgerði og Einarsstaðir, allt bjargleg býli. Langa tíð var höfuðbólið tvískipt til ábúðar og tveir bæir. Ytri- og Innri-Eyjólfsstaðir. Fyrir löngu er hjáleigan Einarsstaðir fallin úr ábúð. Og árið 1820 var heima- jörðin sameinuð í ábúð, og var þá talin ein mesta vildarjörð á Fljótdalshéraði. Á 15. öld eru Eyjólfsstaðir í eigu Ketilsstaðamanna. Árið 1477 selur Bjarni sýslumaður Er- lendsson Oddi presti Teitssyni í Vallanesi helming jarðarinnar. Eftir það kemur jörð eða ábúend- ur þar ekki við sögu fyrr en á 17. öld. Um miðja 17. öld býr á Eyjólfs- stöðum Páll, sonur Bjöms sýslu- manns Gunnarssonar á Burstar- felli. Páll hafði, að talið er, áður eða síðar, umboð konungsjarða á Austurlandi. Kona hans var Þur- íður, dóttir Árna sýslumanns Magnússonar á Eiðum. Má telja víst, að Páll hafi verið eigandi jarðarinnar. Páll var lögréttumaður 1626— 1664 og stundum umboðsmaður sýslumanns að dómum. Árið 1665 er nefndur lögréttumaður í hans stað. Annaðhvort hefur hann þá dáið eða látið af starfi fyrir ald- urs sakir. Páll átti tvo syni, Árna og Jón, og fjórar dætur, sem allar giftust burt frá Eyjólfsstöðum. Líklegt er, að jörðin hafi þá skipzt að erfð milli bræðranna, en syst- urnar fengu aðrar eignir. Bjuggu bræðurnir báðir á jörðinni eftir föður sinn og þar með hefst tví- skipting jarðarinnar, sem hélzt síðan allt til 1820. Árni, sonur Páls, átti Þóru, dótt- ur Einars prests Þorvarðarsonar á Valþjófsstað, en Jón Málfríði, dóttur Torfa Einarssonar lögréttu- manns á ILafursá. Víst er, að Árni Pálsson bjó á sínum hluta jarðarinnar fram yfir 1703, en óvíst er, hvað lengi Jón bjó á móti honum. En áriö 1690 býr á hluta Jóns tengdason- ur hans, Jón Jónsson að nafni, kvæntur Guðrúnu, dóttur hans, og hefur efalaust fengið ábúðina eft- ir tengdaföður sinn. Árið 1703 er þrotin ábúð Jóns Jónssonar. Þá búa á jörðinni Árni Pálsson, 65 ára, og Páll son- ur hans, 37 ára, kvæntur Sigriði Jónsdóttur. Líklegt er, að Páll hafi fengið ábúð eftir Jón Jóns- son og hafi verið tengdasonur hans. — Aldurs vegna hefði hann getað búið á Eyjólfsstöðum allt að því þrjá áratugi, en óvíst er, hver búið hefur á móti honum eftir að ábúð föður hans lauk. Við bændatalið 1734 búa á Eyj ólfsstöðum Árni og Einar Jóns synir, ókunnir að ætt. Að líkind- um hafa þeir, eða konur þeirra. verið af ættlegg Páls Björnsson- ar og jörðin þá enn í eigu eða umráðum ættleggs hans. Við manntalið 1762 er Pétur sýslumaður Þorsteinsson á Ketils stöðum orðinn eigandi að öðrum hluta jarðarinnar. Meðeigandi hans heitir Þorsteinn Árnason, 39 ára að aldri, líklegá sonur Árna Jónssonar, sem bjó á öðrum hluta jarðarinnar 1734. Þorsteinn bjó á Fremri-Eyjólfsstöðum, en á hluta Péturs, Ytri-Eyjólfsstöðum, bjó Þórður Hinriksson, Narfasonar. preSts í Möðrudal. Hann var þá 41 árs að aldri. Á tímabilinu 1769—1788, er Jón Arnórsson var lögsagnari Hans sýslumanns Wíums, á að hafa gerzt sagan af Valtý á grænni treyju. Óvíst er, hvað Þórður Hinriks- son hefur búið lengi að Eyjólfs stöðum eftir 1762, en aldurs hans vegna hefði það getað verið all- lengi. Árið 1784 hefur fengið ábúð á jarðarhluta hans bóndi að nafni Jón og er þá roskinn, svo að hann hefði þá getað verið búinn að búa þar undanfarin ár. Að minnsta kosti er enginn tími fyrir ábúð Valtýs á milli ábúða þeirra, sízt að hann hafi verið sjálfseignar- bóndi og eigandi allrar járðarinn- ar. Þorsteinn Árnason bjó á hinum hlutanum allt fram undir aldar lok. Fallinn er þvi grunnmúrinn undan sögu Valtýs allt tímabilið írá 1626, er Páll Björnsson var eigandi og ábúandi jarðarinnar. Eftir Jón fyrrnefndan fær ábúð á jarðarhluta Péturs sýslumanns bóndi að nafni Hallur Andrésson. Kona hans hét Ingibjörg og mun hafa verið dóttir Jóns. Hallur drukknaði í Grímsá 24. nóvember 1787, 42 ára gamall, og Ingibjörg. ekkja hans, dó tveimur árum síð- ar, 32 ára gömul Þorsteinn Árna- son er nú orðinn hálfsjötugur að aldri. Hann bjó á sínum hluta jarð- arinnar til banadægurs, 14. janú- ar 1796. Framhald á 214. síðu. Eyjólfsstaðir á Völlum hafa löngum verið í röð stórbýla á Fl jótsdalshéraði, Þar hafa setið mikils metnir bændur, og á köfl- um hefur sama ættin ráðið þar húsum kynslóð fram af kynslóð. 200 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.