Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Qupperneq 9

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Qupperneq 9
 sD mti ÍVSÓÐIR IORÐ i. Fyrir sem næst nítján hundruð árum hví'ldi rómverskur höfðingi á hægindum í höll sinni og hugleiddi vitneskju þá, sem hann hafði viðað að sér um lönd langt í norðri og þjóðir þær, sem þau byggðu. Þetta var Tacitus, mikils metinn stjórn- málamaður í landi sínu, en þeim hugstæð- ari, er síðar lifðu, fyrir ritstörf sín. Tacitusi þótti raunar ekki ýkjamikilsvert um þessar þjóðir, en eigi að síður skrifaði hann lýsingu á þeim: „Hafa þessar þjóðir það eitt til síns á- gætis, að allar dýrka þær Nerþus eða móður jörð. Og það ætla þeir, að gyðja sú láti niálefni manna til sin taka og að hún birtist sjálf í mannheimum. 1 eyju nokk- urri á hafi úti er helgur lundur, en í hon- iim er vagn, helgaður gyðjunni og hulinn klæði. Er hofgoða einum leyft að snerta hann. Verður hann þess áskynja, er gyðjan er komin í helgidóminn, og er hún fer aftur á burt í vagninum, sem dreginn er af kvígum, fylgir klerkur henni á leið með langri og auðmjúkri bæn. Eru þá gleðidag- ar og hátíðablær hvarvetna, er gyðjunni þóknast að koma og dveljast. Þá skal ekki víg vekja, og enginn má snerta vopn. Þá fyrst þekkja menn og kunna að meta frið- inn, en eigi helzt það lengur en þangað til hofgoði hefur aftur fylgt gyðjunni á hinn helga stað, er hún er södd af samvistum við mennina. Bráðlega eftir þetta laugast vagninn og klæðið og gyðjan sjálf, þótt ótrúlegt megi virðast, í stöðuvatni einu á afvibnum stað. Er sá starfi ætlaður þræl- um, en jafnskjótt og honum er lokið, m hverfa þrælarnir ofan í vatnið. Af því staf- ar hin dularfulla skelfing og hinn ginn- helgi huliðshjúpur, er hvílir yfir þessari veru, er þeir einir fá séð, sem ofurseldir eru dauðanum“. Seint var qm lamgan veg tíðindi að spyrja, og hæglega gat sitthvað af því, sem Tacitus fregnaði af gyðjunai Nerþusi og samskiptum Germana í Norður-Þýzkalandi og Danmörku við hana, hafa brenglazt á langri leið. Og nú líða margar aldlr, svo að ekki spyrzt af gyðjunni. Þegar rofar til á ný, stígur fram „irrn þriðji Ás" og nefn- ist Njörður. Gyðjan i lundinum helga hefur skipt um kyn eða karlkynsgoð henni fiam- nefnt komið fram á sviðið og „ræður fyrlr göngu vinda og stillir sjó og eld. Á hann skal heita til sæfara og til veiða“. Ekki verður annað ætlað en Neiþus hafi verið frjósemigyðja, svo að vettvangur Njarðar er nokkuð annar en hennar. En samt dylst það ekki, að fyrr meir hefur Njörður einmitt verið frjósemigoð: „Hann er svo auðugur og féssell, að hann má gefa þeim auð landa og lausafjár — á hanm skal heita til þess“, segir í Gylfaginningu. Og í Ynglingasögu segir um hanm „Njörð- ur af Nóatúnum gerðist þá val&Smaður yfir Svíum og hélt upp blótum. Hann kölluðu Svíar þá dróttin sinn. Tók hann þá skatt- gjafar af þeim. Á hans dögum var friður allgóður og alls konar ár svo mikið, að Svíar trúðu því, að Njörður réði fyrir ári og fyrir fésælu manna“. En þegar þar var komið, er hin fornu rit íslendinga kuuna fyrst frá að segja, voru þau Freyr og Freyja orðin frjósemi- »3 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.