Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Page 12

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Page 12
Máfarnir vappa á milli bjarnanna og bíða eftir leifum þeirra. Grábjöminn er almennt lalinn stærstur þeirra kjötæta, sem á landi lifa. Stórt fearldýr getur vegið í kring- um fimmtán hundruð pund. Þetta er ekki nein smáræðisskepna. En ekki eru allir grábirnir slik tröll. Þeir eru misstórir eftir heimkynnum, og mik- ill stærðarmunur getur verig á ein- staklingum á sömu slóðum. í Norður-Ameríku eru heimkynni þessara bjarnarlegunda einkum sunn- an frá norðanverðum ströndum brezku Kólumbíu og norð'ur um allan Alaskaskaga. Eru þeir að jafnaði stærstir, sem halda sig á Kódiakey og í strandhéruðunum í Alaska. Litur grábjarnanna á þessum slóð- um er allbreytilegur. Sumir eru mó- rauðir, en annars bregður fyrir alls konar litbrigðum, allt frá ljósgulum björnum til blásvartra. Virðist litur- inn vera tengdur veð'urfari, úrkomu og loftraka, og eru þeir yfirleitt ljós- ari, sem hafast við inni á meginland- inu, þar sem þuiTviðrasamara er. Dekkstu birnirnir hafast við á strand- svæðunum, þar sem úrkoma er mjög mikil og loft tíðum skýjað. 204 T 1 M I N N - SUNNUDAtíSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.