Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Qupperneq 13

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Qupperneq 13
Honum brást ekki bogalistin. Hann hremmdi lax, og nú kemur hann hróöugur Grábirnir liggja í híði vetrarlangt, og oft er smátt til fanga, er þeir fara á kreik snemma vors. Leita þeir uppi hræ á fjörum og í skógum, éta þang og annan sjávargróður og naga unga sprota á runnum, ef þeir klófesta ekki annað' gómsætara. En það batnar í búi, þegar kemur fram á vorið. Þeir ganga á beit eins og búfénaður, þeg- ar jörð fer að gróa, og háma í sig grængresið. En sælusumar þeirra er í júlí og ágúst. Þá flykkjast þeir að ánum, standa á víð og dreif úti í þeim og voka á bökkunum. Það er lax, sem þeir ein að sælast eftir. Þá gengur hann sem óðast upp árnar á leið' til hrygningarstöðvanna, og grá- bimir eru ötulir við veiðarnar. Og þeir eru líka á varðbeigi, þegar hrygn ingu er lokið og laxinn hrekst undan straumi, máttvana og hálfdauður. Síð'sumars eru líka margs konar ber þroskuð, og eru þau björnunum mesta lostæti: Bláber. krækiber, bjarnarber og ylliber. Þegar birnirnir skríða að lokum í híði sitt við vetrarkomu, eru þeir að jafnaði akfeitir. En ekki veitir af því að framundan er margra mán aða svefn og dvali án næringar. Birn- ir þeir, sem einvörðungu hafast við inni á meginlandi, eru þó ekki jafn- vei við vetri búnir og hinir, sem kýla vömb sína í matarbúrum strandhér- aðanna. Þeir verða að langmestu leyti að láta sér nægja jurtagróður, enda eru þeir innan við þúsund pund full- vaxnir, þegar þeir leggjast í dvala. Framan af sumii fara grábirnir ein- förum um fjöli, dali og strendur. Þá eru það aðeins makar, sem fylgjast að, og húnar elta mæður sínar. Þeir hópa sig ekki fyrr en laxinn tekur að ganga. Þá halda þeir sig í dreifð- um flokkum við fossa og strengi, þar sem lax er þeim auðhremmd bráð. En iafnvel um þetta leyti árs koma þeir ógjarnan í höggfæri hver við ant.an. og smærri dýrin víkja í tíma úr vegi fyrir þeim, sem stærri eru og öflugri, sérstaklega þegar matföng- in eru í naumara lagi. Hætti lítill björn sér undir hramma annars stærri, gerír sa sér hægt um vik, ef hann er hungraður, drepur hann og étur.. Birnurnar gæta húna sinna sífelld- lega. Þótt birna skilji þá eftir á ár- bakka, þegar hún veður út í straum- inn til þess að ná í lax, er hún jafnan á varðbergi. Verð; hún einhverrar hættu vör, er hún jafnskjótt komin til þeirra. Húnarnir eru mjög gáskafullir. Þeir ólmast og leika sér allar stund- ir, nema rétt á meðan þeir sofa og éta, erta og elta hver annan og fljúgast á. Venjulega hafa þeir þó gát á því, ef hætta steð'jar að, en stundum ber það við, að þeir ugga ekki að sér og verða þess ekki varir, þótt aðvífandi björn nálgist. En þá hefur móðirin verið á upp á árbakkann meö bráð sína. verði og kemur á vettvang, heldur ófrýn á svip og til alls búin. Þegar hún hefur hrakið óvininn á flótta, veitir hún húnunum iðulega ráðningu, löðrungar þá og hrekur. Þessir löðr- ungar eru svo vel útilátnir, að hún- arnir velta um koll. Eftir slíka áminn- ingu hökta þeir aumingjalegir í kríng- um móður sína nokkra stund. En áð- ur en varir, eru allar raunir gleymd- ar, og þeir eru farnir að leika sér á ný. Veið'ihugurinn vaknar snemma. Oft standast litlir húnar ekki mátið, þegar þeir sjá lax bylta sér í streng. Þeir hlaupa út í og reyna að grípa hann. Sé laxinn á göngu upp ána, sprækur og nýrunninn úr sjó, verða húnarnir oftast slyppifengir. Þessar endasleppu viðureignir eru oft harla spaugilegar og viðbrögð hún- anna, sem missa af bráð sinni, hin kátlegustu. Þegar laxgengdin _ er ekki slík, að birniinir við' árnar hafi allir kappnóg, eru þeir, sem meira mega sín, harla viðskotaillir. Stærstu og sterkustu dýr in helga sér þá algerlega hluta af ánni, og þegar þau eru að veiðum á sínu svæði, vaka þau yfir því, að veiði þjófar geri sig þar ekki heimakomna. Halda þau sig þá spölkorn frá ánni, þar sem vel sést yfir. Venjulega hörf- ar veiðiþjófurinn, þegar rétthafinn kemur á vettvang, en stundum ber það líka við, að sá, sem innrásina gerði, vill ekki víkja. Er það þá björn, sem þykist eiga allmikið undir sér og vera fær um að bjóða öðrum byrg- inn. Ganga dýrin þá urrandi hvort í T I M I N N — SUNNUUAGSBlAÐ 205

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.