Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Blaðsíða 14
Litlir húnar að leika sér. Hjá þeim líður dagurinn í sífelldum leik, og stundum verður móðirin að refsa þeim harðlega, ef þeir stofna sér í voða í gáska sínum og gefa ekki viðhlitandi gaum að þeim hættum, er að þeim geta steðjað. kringum annað, reiða hramminn, rísa upp á afturfælurna og fitja upp á trýnið, unz annað hvort lætur undan síga eða deilan er til lykta leidd með bardaga. Grimmilega bardaga heyja birnir aðeins út af mat eða maka. Það er undanfari slíkra við'ureigna, að þeir ógna hvor öðrum og leitast þannig við að ná því, sem þeir girnast. Mæt- ist tveir birnir á förnum vegi, rísa þeir undir eins á afturfæturna, teygja úr sér eins og þeir geta og bera hrammana fyrir sig. Þannig standa þeir kyrrir og gefa nánar gætur hvor ag öðrum eða mjaka sér út á hlið, urrandi og rymjandi. Að jafnaði end- ar þetta með þeim hætti, að annar lætur sig falla á framfæturna, leggur á flótta eða sveigir hjá andstæðingi sínum. Stundum gerist lika, að báðir láta sig falla á fjóra fætur samtímis, líkt og eftir samkomulagi, og lallar þá hvor sinn veg án frekarí ýfinga. Laxinn grípa birnirnir jafnaðarlega í kjaftinn. Þeir standa grafkyrrir úti í ánum og rýna niður I vatnið, unz þeir reka hausinn allt í einu niður í strauminn og glefsa til fisksins. Stund um fatast þeim, og verður laxinn þá ofsahræddur, og getur þá komið fyr- ir, að björninn elti hann með mikl- um buslugangi á grynningar, þar sem hann er auðunnin bráð. Liggi lax- inn undir steinum eða sokknum trjá- bolum, leitast þeir oft við að hrekja hann brott með hramminum, og sagt er, að stundum ljósti þeir hann eða fleygi honum jafnvel upp á þurrt. Þegar mikil laxgengd er og afla- brögð góg hjá birninum, hópast fugl- ar að þeim, einkum mávar, hrafnar og skjórar, er þá njóta góðs af leifum þeirra. Vappa fuglarnir rétt fyrir framan nefið á björnunum og vaka yfir því, ef færi gefst á gómsætum bita. En birnirnir láta sem þeir sjái ekki þessa fiðruðu tvífætlinga, sem sitja um þá. Þeir eru of lítilmótlegir til þess að veita þeim athygli. Á menn ráðast grábirnir sjaldan, nema þeir séu áreittir eða haft í frammi óviðurkvæmilegt flangs í kringum þá. En það getur verið býsna viðsjárvert að nálgast húnana. Þá er birnunni að mæta, og hún auðsýnir enga vægð, þegar hún á afkvæmi sín að verja. Hugsunarlaust slangur við laxá, þar sem bjarndýr hafa helgað sér veiðiréttinn, er varhugavert. Stór og huguð dýr verja landhelgi sína, þótt við mann sé ag eiga. En þau ráðast ekki á hann, ef hann hörfar með hægð og gerir ekki neitt það, sem björninn skynjar sem tilræði við sig. Natural History (Solitary Carni- vore eftir Milton B. Trautman). 206 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.