Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Síða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Síða 16
Guðmundur iónsson f S»ióM**'khúsinu sem Rígólettó 208 Söngvarínn verð ur helit að vera dálítill asni — Æ, ætlarðu nú að fara að gera mig hátíðlegan, — Ég þoli ekki gáfu- legar spurningar. Ég hef ekkert vit á söng, hef bara gaman af því að syngja, sem er auðvitað miklu skárra. Og svo er ég kvefaður, og það er að þabka þessari dásamlegu loftræst- ingu í þessu húsi. Guðmundur bregður vasaklút upp að nefinu, og það brakar og suðar í öllum hljóm- holum höfuðsins. — Syngurðu oft kvefaður? — Maður verður nú að láta sig hafa það, en ég er ekki upp á mitt bezta kvefaður. — Hann heldur vasaklútnum í annarri hendinni og horfir mæðulega út um óhreina gluggarúðuna á skrifstofunni, hallar sér síðan aftur á bak í stólnum eins og hann ætli sér að leggjast bana- leguna og felur andlitið í klútnum, og enn heyrast válegir brestir. — Mér var sagt, að þú hefðir verið bassi, þegar þú byrjaðir, er það s'att? — Bassi og ekki bassi, heyrist inn- an úr klútnum, — þetta er nú eins og þegar þeir spyrja í skólaþáttun- um: hvaða eyja var stærst, áður en Grænland fannst? — Ég hef aldrei haft dýptina til að vera bassi og lík- lega ekki í raddblæinn heldur. En það tekur mann svolitinn tíma að átta sig á, hvað er manns eðlilega raddsvið. Ég held ég hafi lært nokk- uð á þá hæð, sem í mér er. — Það er ekki hægt að skýra þetta nema í löngu og leiðinlegu máli — þetta er allt svo flókið, bætir hann við og verður raunalegur á svipinn. — Varstu ekki ákveðinn í að verða heimssöngvari, þegar þú byrjaðir? — Nei, mér datt nú aldrei svo- leiðis vitleysa í hug. Ég hafði rænu á því að taka mátulega alvarlega góðviljaðar umsagnir vina og vanda- manna, og fyrir bragðið komst ég hjá því að fallerast eða fara út f tóma vitleysu, eins og sumir hafa gert — maður má náttúrlega ekki segja þetta, en það er samt satt. — Þú hefur þá ekki verið sérlega bjartsýnn? — Ég hef alltaf verið bjartsýnn. Og hvers vegna ekki? Kemur ekki sól á morgun, þótt það sé rigning í dag? T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.