Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Page 18

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Page 18
Þar hefur fólk bara fleiri stöðvar og fleiri dagskrár að velja um. Fólk í Evrópu getur stillt á næstu nágranna stöðvar, og dagskrár þeirra eru prentaðar í blöðunum. Hér er þessu ekki til að dreifa, og fólk vill helzt, að allt dagskrárefni sé frá 8—10 á kvöldin. Tvöföld dagskrá leysti vand- ann að einhverju leyti, en ef til vill batnar þetta, þegar sjónvarpið kem ur. — Heldurðu, að söngvarar fái ekk: of góða krítik hérna heima? — Ég veit ekki, hvort á að reikna þessi skrif um söng hér heima al mennt sem gagnrýni, en ætli hún sé ekki bæði of góð og of vond; fjöldinn, sem skrifar þetta, hefur ekki æeira vit á því en við hin. Ann ars tek ég lítið mark á krítik. Ég fin'n sjálfur, hvað er sæmilegt og hvað ekki. — Æfirðu mikið? — Ég hef aldrei gert það, síðan ég hætti að kenna, en auðvitað ætti maður að gera það. — En leggurðu mikla vinnu í það. sem þú syngur? — Já, og það er vinna, sem ekki er hægt að reikna út í tímum. Það, sem maður er með í það og það sinn- ið, lætur mann aldrei í friði. Maður hugar um það, raular það, þegar maður labbar á götunni, eða situr í strætisvagni, — meira að segja, þegar maður er að vinna annað, er þetta að veltast og byltast inni í manni. — En það eru vandræði, hve fyrirvarinn er oft lítill, sem maður fær. Það er ákveðið, að eitthvað eigí að ske einhvern ákveðinn dag, og þá er fyrirvarinn venjulega svo stuttur, að maður verður að servera þetta hálfhrátt. Það hlýtur alltaf að vinnast betur, sem maður getur melt í róleghpitum Við óperusýningar hér hefur það verið svoleiðis til skamms tíma, að við höfum orðið að læra þær og æfa á sex vikum, og þegar að sýningu kemur, eru allir útkeyrðir og ná ekki fram sinu bezta, en nú á þetta víst að lagast. Erlendis byrja menn iðulega að æfa það strax að hausti, sem ekki á að sýna fyrr en undir vorið, og þó er þar um að ræða fólk, sem hefur eingöngu söng og tónlist að atvinnu. — Er ekki gott fyrir röddina að hafa svona stóran búk til að hljóma í? — Ég þekki ekkert annað af eigin reynslu, svo að ég hef ekkert að miða við. —- Hvað gerirðu, ef þú ferð út af laginu? — Reyni að þrælast inn á það aftur. — Hvað hefur þér þótt mest gam- an að syngja? — Rígóletto hér heima. — En úti f konunglegu óperunni? — Það var bara staðfesting á því, að ég væri liðtækur. — Áttu ekki eitthvert ráð handa ungum söngvurum? — Jú, það gáfulegasta, sem þeir geta gert, er að hætta, en ég þekki engan söngvara, sem er nógu óvit- laus til að hætta. Maður þarf nefni- lega að vera dálítill asni til að fara út í þetta í upphafi. — Sérðu eftir því? — Ég hef aldrei séð eftir neinu, sem ég hef gert. Birgir. Margur dansar Guðrún, dóttir séra Odds Sverrís- sonar á Stóra-Núpi, felldi hug til Ólafs Höskuldssonar í Haga. Presti féll það illa, því að ekki mátti hann til þess hugsa, að dóttir sín giftist bónda. Spyrnti hann lengi gegn því, en fékk að Lokum ekki rönd við reist. Hlaut hann sjálfur um síðir að lýsa með þeim. En ekki gerði hann* það með ljúfu geði, enda hafði hann svofelldan formála að lýsingunni: „Fleira verður að gera en gott þykir. Margur dansar, þó að hann dansi nauðugur. Það, sem verður að vera, viljugur skal hver bera“. Andskotinn affurgenginn Grímur Jónsson hvarf um skeið frá amtmannsembætti á Möðruvöllum en tók síðan við því aftur að mörgum árum liðnum. Grímur naut lítilla vin- sælda, en eigi að síður var fjöl- menni saman komið á Akureyri til þess að fagna endurkomu hans, bví að eins gott var að votta amtmann- inum virðingu. Þar var Björn í Lundi meðal annarra, en hafði sig þó lítt í frammi, stóð afsíðis og virtist þungt hugsi, Amtmaður gekk til Björns og heilsaði honum, en hann tók því dræmt.Amtmaður spurði hvað amaði að honum, en hann fór undan í flæni ingi. Loks dróst það þó upp úr hon- um. að hann hefði dreymt herfileg- an draum Amtmaður gerði sér far um að vera sem kumpánlegastur við bændur á þessari stundu og vildi endilega fá að heyra draummn. Björn lét tilleiðast að segja hann, stundi þó við „Ég get varla hugsað til þess" sagði hann mæðulega: „Mig dreymdi andskotann afturgenginn" „Nettara sagf nær- Það var háttur Þórólfs Jóhannsson ar á Óspakseyri að tefla sér hvorki í tvisýnu með ofurkappi né jaska sér út við vinnu um skör.fram Litlu fyrir þorrakomu árið 1808 gerði veður allstrítt með fannkomu, og hummaði Þórólfur fram af sér að fara á húsin og gefa kindum sínum Konu hans, sem komin var á sex- tugsaldur, þótti þetta lítilmannlegt og illt afspurnar. Tygjaðist hún á húsin, en Þórólfur hallaði sér upp í rúm. Nú tókst svo illa tiL, að konan varð úti, og fannst lík hennar, þegar veður hægði. Flutti Þórólfur það til bæjar með hjálp granna sinna og stakk því undir stokk eða pall í bað- stofu. Þórólfur var þess þó ekki full- viss, að farið hefði að öllu sem vera skyldi. Sneri hann sér því að góð- bónda, sem viðstaddur var, og mælti: „Sýnist yður ekki, Bjarni, réttast, að við færum hana úr nærskjólinu — eða með nettari orðum sagt: nær- skýl.unni?“ helvízka skðm!!i“ Þorvaldur bóndi á Neðra-Skarði í Leirársveit reri út á Skaga á vetrum og lá við í Akrakoti. Hann var hinn bezti sjóliði og kappsmaður mikill, en orðljótur um skör fram. Á föstudaginn langa var goi sjó- veður og vildi Þorvaldur fara tafar- laust á sjóinn. En hann fékk þessu ekki ráðið, því að formaðurinn tók ekki í mál að róa, fyrr en lesinn hafði verið húslestur. Var lestur- inn langur og gerðist Þorvaldur mjög óþreyjufullur. Hljóp hann þegar út að loknum lestrinum, en brá þá held- ur í brún, því að flestir voru rónir. Snarast hann í ofboði inn göngin og hrópar í baðstofudyrunum: „Hafðu helvízka skömm fyrir lest- urinn! Þeir eru allir komnir til and- skotans. Ég held, að það sé bezt, að við fjöndumst á eftir“. Svar prjónakonunsiar Guðrún Gísladóttir á Hæli í Hrepp- um hafði munninn á réttum stað, þegar henni þótti við eiga. Eitt sinn var rætt i áheyrn herinar um heitorð stúlku, sem hún þekkti og mun þá. sem um þetta spjölluðu, hafa grunað, að gömlu konunni gætist ekki alls kostar að unnusta stúlk- unnar Vék því einhver máli sínu til hennar- „Hvernig líkar þér pilturinn handa henni?“ Guðrún þagði við litla stund, en svaraði svo: 210 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.