Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Side 21
■ '___________________________________í
Margrét Jónsdóffírs
Óður til vorsins
Þú kemur senn meg græna gróðurfeldinn
og glitvoð blóma yfír tún og haga,
með bláar nætur, birtu krýnda daga,
í brjóstum enn þú kveikir vonaeldinn.
Svo jafnvel gamlir verða ungir aftur,
er af sér jörðin klakans fjötra brýtur.
Allt lifnar við og vorsins töfra nýtur,
svo voldugur er lífsins undrakraftur.
Það fæðist bros á rauða rósavör,
í runnum heyrist margraddaður kliður.
Á himni glampa gulli brydduð ský.
íiæiswmmMmm
AUt kemst á flug með aukið afl og þor,
frá efstu brún að lægstu ströndu niður.
Á vorin margur verður barn á ný.
s s m
VELRAÐ KVENNA
Framhald af 195. síöu.
hana út á eyðieyju, þar sem ást þeirra
gat notið sín í friði fyrir öðru fólki.
En því miður er þröngt um vik
í snjóhúsi og ekki í neina afkima
að flýja. Þar er erfitt, raunar ógem-
ingur, fyrir unga stúlku að fara í
felur meg leymdardóma sína. Það
komst fljótt upp, að ekki var allt
með felldu um hárprýði hinnar ungu
eiginkonu. Hún var fengin með lodd-
arabrögðum, hreinum og beinum svik-
um: Hún hafði fléttað svart hár af
sauðnautum í strýið A séri Þetta hafði
hún að sönnu gert af mikilli leikni
og UstfengL En það er nú einu sinni
svo, að þessm hárhnútum þarf að
hagræða annað veifið. Hún gat ekki
komizt hjá þvi að greiða sér að
minnsta kosti einu sinni í viku, ef
nokkur mynd átti að vera á útlifí
hennar. Brúðguminn komst að því,
hvaða brögðum hann hafði verið
beittur, og ástin rauk út í veður og
vind á sömu stundu. Það, sem hann
hafði séð, hlaut innan skamms að
komast á margra vitorð, og þá varð
ekki hjá því stýrt, að hláturinn
klingdi í eyrum hans og hús hans
bergmálaði af háðsyrðum. Og að lok-
um mátti hann eiga von á því, að
níðvísur yrðu ortnar um þetta. —-
Hneykslið vofði yfír, að Akrióq
neytti hvorki 6vefns né matar.
Hann ók með stúlkuna ag húsi föð-
ur hennar, fleygði henni af sleðan-
um og þakkaði fyrir lánið: Hann var
búinn að fá nóg af svo góðu. Kona
með ekki meira hár en karlmaður
var honum ekki hugleikin. Akrióq
liraðaði sér síðan heim til sín, og
Napsangúaq sat uppi með dóttur sína
og skömmina, sem hlauzt af fíltæki
hennar. Arnangúaq var enn þá verr
sett en áður. Hjúskaparvonir hennar
höfðu enn daprazt, því að nú hafði
hún verið gerð afturreka.
Ég vorkenndi Arnangúaq sárlega.
Allt frá þeirri stundu, er ég steig
fyrst fæti á grænlenzka grund, hafði
seint og snemma verið fíl mín leitað
í trausti þess, að ég hefði á taktein-
um holl ráð eða eygði lausn á ásta-
málum fólks. Ég veit ekki, hvers
vegna ég naut svo einstaks trúnaðar-
trausts, sem olli því, að mér fannst
ég helzt vera eins konar farandráðu-
nautur eða hjúskaparerindreki. En
smám saman varg ég hinn slyngasti
á þessu sviði, og í þetta skipti lagði
ég mig allan fram. Ég hafði fyllstu
samúð með innilegri löngun stúlkunn
ar fíl þess að njóta gæða hjónabands-
ins, og ég varð ag hafa hendur í hári
brúðgumans, hvað sem tautaði og
raulaði.
Ég slóst í för með Napsangúaq,
þegar hann hélt heimleiðis. Fólk var
heima í flestum húsum í byggð hans
um þetta leyti árs, svo að ég gat feng-
ið nægjanlega marga tilheyrendur fíl
þess, að för mín mætti heppnast. Eg
lét ekki á mér standa að mi'ðla fólki
af lífsreynslu minni og vizku. Ég mat-
aðist hjá Napsangúaq, og allt foikið
í byggðinni heiðraði gestinn að g unl-
um sið með því að setjast einn,t að
kræsingunum. Mér þóttí líklegi i ar-
angurs að hefja ræðu mína, þegar
allir voru mettir orðnir og samræður
farnar að fíðkast.
„Ég hef séð þessu líkt í mörgurn
löndum“, sagði ég. „Konur vdja laða
karlmennina að sér, og hver getur
legið þeim á hálsi fyrir það? Ég veit
þess nokkur dæmi meðal hMtra
kvenna — jafnvel eiginkvenna beztu
veiðimanna í fjarlægum löndum —•
að þær hafi reynt að gera sig .em
fallegastar“.
Roskin kona greip fram i t'yrir
mér af nokkrum móði: „Þessi kona
óskaði að gera sig fallegri í augum
manneskjanna en náttúran æUaðist
til, að hún væri“.
„Já, það er rétt. En ég þekki á
rnörgum stöðum konur, er auka við
það, sem náttúran hefur gefíg þeim,
eða nema af því, hér um bd eftir geð-
þótta. Það eru fíl konur, sem bæta
við hárið, þegar þeim fínnsi pess
þurfa við, bera á sig lit, ef það bætir
um, og láta upp í sig nýjar tennur,
þegar gömlu tennurnar eru dottnar
úr þeim. Enginn álasar þeim fyrir
það, og þær hafa á sér bezta orð“.
Áheyrendur mínir göptu af undr-
un, en þeim kom ekki til hugar að
bera brigður á það, sem þeir heyrðu
sjálfir af munni mínum. Þetta hlaut
að vera svona, fyrst hann sagði það.
„Hvað svo, ef mennirnir þeirra
taka eftir þessu?" spurðu margir í
einu.
„Þeim þykir vænt um, ef konan
þeirra vill vera kát og falleg og láta
það sjást, ag henni líður vel í húsi
þeirra“.
Ég sá, að margir urðu hugsi við
þessa röksemd. Og brátt lét þetta
fólk, sem lifir lífi sínu norðan við allt
og alla, sér skiljast kosti þess, að
konan yki þannig hróður manns síns.
Og ég hélt áfram ag fræða það um
klækjabrögð siðmenningarinnar: Ofur
lífíll litur getur orkað því, að þreytu
svipur hverfi af andliti konu, dálítíð
hár til viðbótar gerir hana unglegri
og girnilegri, og þá öfunda þeir, sem
ókunnugir eru, manninn hennar. Ég
lét móðan mása, og Akrióq hlustaði
á mig með vaxandi athygli. Það þurfti
ekki að fræða hann á því, að sæmd
manna er kröfuhörð, og konan á að
vera stoð hans og stytta við að halda
uppi sæmdinni, eins og í svo mörgu
öðru.
Og um nótfína læddist hann til
stúlkunnar. Foreldrar hennar létu af
nærfærni sinni sem þau yrðu þess
ekki vör. En hjónabandinu var borg-
ið.
, J- H. þýddi.
21°
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ