Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Blaðsíða 4
Þ0™ SAGANAFMUSSULEGG ra í upphafi 19. aldar bjuggu á Skrið- nesenni í Bitru úng hjón, Jón Andrés- son og Guðrún Bjamadóttir; hann bjó þar eftir föður sinn látinn, en Guðrún var ættuð af Vatnsnesi. Jón var í betrj bænda röð, og Guðrún húsfreyja var „væn álitum og skör- úngur“. Jón bóndi varð skammlífur; hann tók snögga sólt og andaðist 30. jan- úar 3808, tæplega fertugur. Þeim hjón um varð þriggja-barna auðið, Valgerð- ar, Steins og Jóns, og næstu árin bjó Guðrún áfram ásamt þeim á Skrið- nesenni. Kristán hét systir Guðrúnar, gift Jóni Áfftasyni í Skeljavík, og bjuggu þau við ærna ómegð og fátækt. Fyiir þær sakir vvð að ráði með þeim systrum, að Guðrún tók í fóstur eina dóttur Jóns og Kristínar, er Elísa- bet hét og þótti efnileg í uppvexti, — og ólst hún upp á Skriðnesenni ásamt börnum Guðrúnar. Líða svo nokkur ár, að ekkert minni legt skeður tíðinda með þessu fólki, unz þess verður að geta, að feðgar tveir bjuggu á Sólheimum í Laxár- dal: Finnur Torfason og sonur hans, Finnur. Finnur Finnsson þessi bað Guðrúnar Bjarnadóttur; er ekki ann- ars getið en því hafi verið vel tekið, enda voru þeir feðgar vel þokkaðir, giftust Finnur og Guðrún árið 1819, og fluttist Finnur að Skriðnesenni og hóf búskap þar. o Þá hafði um nokkur ár verið í Hvítu hlíð í Bitru úngur vinnumaður að nafni Hallur, ættaður úr Saurbænum, sonur Halls Magnússonar á Bjarna- stöðum og konu hans, Guðiúnar Hálf- danardóttur. Hallur Hallsson fær góða vitnis- burði hjá presti sínum, þegar hann dvelst í Hvítuhlíð: „frómur,“ frísk- ur“, „dyggur og hollur", og kunnátta er talin góð eða sæmileg. Án'ð 1817 ræðst Hallur til vistar að Skriðnesenni til Finns og Guðrúnar: „ekki óþægur" — og kunnátta bæri- leg. Varla er þó rétt að draga leingur að skýra frá því, er almannarómur og sagnir síðan hafa um skapferð I-Ialls að segja, því þar kveður mjög við annan tón en hjá presti: illmenni, fjölkunnugur —'því hér er kominn Galdra-Hallur. En vísast mun, að slík- ar einkunnir hafi fyrst festst við hann þegar líða tók á ævi hans og að hon- um dauðum — sakir þess er nú verð- ur rakið. Hallur Halisson hefur ekki verið lángar stundir á Skriðnesenni, þegar augu hans taka að staldra við á Elísa- betu Jónsdóttur, fósturdóttur hjón- anna, sem er um tvítugt og hin fríð- asta kona. Þess er ekki getið, hvort stúlkan lét það nokkuð á sig bíta, þótt hann gæfi henni hýrt auga, og eingin leið að vita, hvort skipti þeirra hafa nokkur orðið. Hitt er víst, að Hallur hefur ekki verið árið á bænum, þeg- ar hann ber upp bónorð við þau hjón og æskir ráðahags við Elísabetu; en því var tekið með neitun. Hallur verður fár við, — og sama haust fer hann í brott frá Skríðnes- enni; ein sagan segir raunar, að hann hafi veríð sendur til róðra undir Jökul, og víst er um það, að þangað fór hann, en ekki verður séð, hvort hann var nokkuð meira á Skriðnes- enni; enda fór Ilallur þaðan „í þúngu skapi" og sagnir herma, að hann hafi jafnvel haft á orði, að einginn skyldi njóta Elísabetar, fyi'st hann náði því ekki. Mun Hallur nú hafa gerzt búðsetumaður á Hellissandi. í þá daga var Hnausa-Bjarni frægur um Vesturland fyrir málastapp. galdra og kvennafar og mun hafa bú ið á Hnausum, þegar þetta var. Son- ur hans, Bjartmar þjófur, drukknaði þetta ár á leið til Hafnarþrælkunar. Mörg fleiri börn átti Bjarni, en hér verður aðeins eins sonar hans getið að nokkru, sá hét Aþanasíus og var í þennan tíma á vist hjá Bjarna Frið- rikssyni stúdent í Bæ; var hann nú við róðra undir Jökli. Honum er svo lýst, að hann var maður „drjúglynd- ur og hægur í bragði, vart meðal- maður á hæð, þrekinn og herðabreið- ur og heldur flatvaxinn, eig; mjög einarðlegur á svip“. Það fylgdi líka lýsíngunni að öllum jafnaði, að víst kynni hann ýmsar kúnstir einsog faðir hans. Er ekki að orðleingja það að kynni hófust með þeim Halli Hallssyni og ÞAÐ GAT DREGIÐ DILK Á EFTIR SÉR, EF BIÐILL VAR GERÐUR AFTURREKA. HÉR SEGIR FRÁ ÞVÍ, HVERN- 16 GALDRA-HALLUR BRÁST VIÐ ÞEGAR HONUM VAR SYNJAÐ UM BÓNDADÓTTURINA Á SKRIÐNESENNI. Aþanasíusi Bjarnasyni; látum þar við sitja, en ekki sakar að geta einnar sagnar um Hall, sem uppi var höfð: „er sagt hann freistaðj að nema gald- ur og hafa særíngar við í kirkjugörð- um, feingi hann og að lyktum komið upp sveinknapa nokkrum". En pilt- úngi þessum kunni Hallur eingin tök á til sendíngar, enda var hann víst út- iendíngur. Haíði Hallur því ekkert af honum nema leiðindin. 0 __ Jón Ámason hét maður og bjó að Gufuskálum; hann var orkumaður og hlaut frægð mikla og viðurkenníngu frá konúng; fyrir það, að hann bjarg- aði mönnum þrisvar af skipreika með snarræði. Hann var nokkuð hniginn um þessar mundir, en synir hans, Guðmundur, Ámi, Erlendur og Krist- ján, voru vaxnir; Guðmundur var for- maður á skipi, en.fórst 1815 og allir hásetar hans'. Haustið 1821 reri Krist- ján Jónsson á Heílissandi. Varð þá sá óheillaatburður, að skipi því, er hann var á, hvolfdi í lendíngu í miklu brimi, og drukknaði öll áhöfn- in. Innan skamms skolaði líkunum beinbrotnum á land, og voru þau bor- in í hjall eiitn að kvöldi dags. Morg- urinn eftir var lík Kristjáns horfið; sumir höfðu raunar á orði, að það hefði líkast til aldrei verið borið inn, en atburðurinn þótti minnisverð- ur. ' Þá víkur sögunni að Skriðnesenni. Um þessar mundir hefur Elísabet fónsdóttir orðið fyrir einhverri ó- hægð. Venja hennar hefur verið að sofa hjá Valgerði frænku sinni, — og eina nótt þetta haust dreymir Valgerði, að strákur kemur inn að rúmi þeirra og krefst þess, að hún víki þaðan, því hann eigi erindi við Elísabetu. Samtímis þessu átti Elísa- bet sjálf að hafa legið vakandi og séð strákinn. Ásókn þessi færðist nú í aukana, án þess þó að verulegt slys yrði að, en um jólin fór Elísa- bet til kirkju ásamt öðru heimilis- fólki; varð henni ekkert að meini í ferðinni, en á þriðja í jólum skeffj sá sviplegi atburður, að hún „deyffd fljótlega", samkvæmt kirkjubókum. En sagnir hafa því viff að bæta, að er stúlkan kom frá kirkjunni, hafi hún sopið á aski, en dottið við það dauð niður; en Guðiúnu fóstru hennar sýndist eitthvað kvikt, líkast flugu, fljóta ofaná í askinum. Varð hún of sein að vara Elisabetu við þessu. Þeg- ar lík Elísabetar var athugað, sást gat á hörundinu neðanvið annað aug- að, og var þvi trúað, að þar hefði 220 T 1 M 1 N N — SUNNUDAGSliLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.