Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Blaðsíða 12
★ I. „Þrándur er ekki maður, sem sit- ur dægrin löng með hendur í skauti. Hvort þú sérð hann seint éða snemma, það gildir einu — alltaf er hann eitt- hvað að sýsla. Sé stætt veður, þá er hann í gijótinu — annars situr hann við rokkinn“ „Ekki hefur hann ull til vors“. „Til vors, segirðu? Hann er hverja færa stund í jarðabótunum“. „Þó það. Alltaf kvöldar, og óveðurs- dagar koma ailan ársins hring“. .Alveg rétt. En það er alltaf eitt- hvað til þess að gripa í, smiðar og alls konar dútl.“. „Sá. held ég smíði!“ * ,>0-jú — þurfi að dytta að laup eða telgja rekuskaft, þá gerir hann það sjálfur, og ekki kaupir hann heldur tréskóna, þegar-hann vantar þá“. „Það var og, — jú, veit ég vel. Eitt kvöldið, þegar ég kom þar, var hann að bregða hálmmottu". ,Sjáum til — skyldi það' vera! Hvers Pottur í hó yfir gömlu eldstæði f færeyskri reyk stofu. Við slíkt eld- stæði hugsar skáld- iS sér Þránd i Hiiði á ióladaginn. HEO.N BRÚ: ÞRANDURIHLIÐI handverk heldurðu, að það sé, sem !» hann breiðir yfir hestana? Og sé ekki annað, þá grípur hann í prjóna“. „Það er hverju orði sannara. En ekki veit ég, hvers vegna hann er að þessu. Hver hreppir reyturnar eftir hans dag?“ „Dóttirin". „Hu, dóttirin, sú. álka“. „Hún á að lifa fyrir eigurnar". „A-já, hún hefði haft í sig og á, þó að minna væri dregið saman. Sama er, hvað keppzt er við — aldrei geta þau gift hana“. „Hver veit, hvort hún kærir sig um mann“. „Vertu ekki að þessu þvaðri -— all- ir vita, að stúlkutetrið er stríðkvalið af brókarsótt eins og von er til“. „Nú jæja, þá kemur maðurinn ein- livern tíma Hún er auðvitað ekki eins snoppufríð og sumar hinar. En tíyggðamanneskja — það veit ég. Og ekki er hún heidur svo gömul — hvað er hún? Þrítug?“ „Fjandinn hafi það ég veit. Eg hei aldrei gert mér títt um hana — jafn- vel hundunum verður flökurt af því að sjá hana“. II. Þrándur veit ekki, að það standa tvær liðleskjur með hendur á síðum niðri við lækinn og þvaðra um hann Gamli maðurinn gefur sér ekki tíma til þess að líta frá verki sínu, er ekk- ert að skima upp um alla Gróf. Hann hefur klofið grjót hér í urðarteignum í allt haust, óræstisskika, sem gengið hefur verið á snið við í miðri brekk unni — enginn hefur fyrr tekið þai til hendi. En í haust eignaðist Þránd- ur teiginn, og svo fór hann að kljást við grjótið. Nú var kominn aðfanga- dagur, og svo mikið hafði gamla manninum orðið ágengt, að bletturinn var að breytast í tún. Hann ieggur barkrókinn frá sér og sezt. „Svona, nú verður það að vera eins og það er. Það var í herrans nafni, að ég réðst í þetta, og ekki dagaði ég þó uppi með það“. Hann ýtir húfunni aftur á hnakka og dregur upp tóbakspung — leitar svo.að píp- unni í vestisvasanum. „Ha? Eitu ekki þarna? Ég týni öllu, sem við mig hangir. Hef ég nú líka orðið af með pípuna mína? Hvað er sjá — ekki heil brú eftir . . .“ Hann skoðar vas- ann, sem hangir í tætlum innan á vestinu. „Ne; — sjáum til, hvar skömmin kúrir og heyrir hvert orð, sem ég segi. Það kom sér vel, að hún var ekki hlaupin úr vistinni". Æ-jæja. Hann treður í pípuna og treður fast. Svo vætir hann góminn á þumalfingri með tungunni, bregð- ur honum á tóbakið og þjappar dá- lítið betur — e-e-e. Loks teygir hann frá sér fætuina og kveikir í. Það snarkar í pípunni, og gamli maðui1- inn verður einkennilega .mjóleitur, þegar hann tottar hana: Pú-ú, pú-ú, pa-a — reykjarstrókarnir velta út úr honum. „Þú ert minn fylgifiskur, garmurinn", segir hann við pípuna. Heðin Brú kann einnig að slá á gamansama strengi. Hér sjáum vií vinnubrögS hans, þegar sá gállinn er á honum. Gömlu hjónin eru orðin langeygð eftir tengdasyni . . 228 I 1 M I N N — SUNNDDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.