Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Blaðsíða 11
Skömmu eftir að nazistar komust til valda í Þýzkalandi, kom hingað til lands
þýzka vöruflutningaskipið „Díana". Það hafði uppi þýzka hakakrossinn. Sú sjón
stakk nokkra íslendinga svo mjög i augun, að þeir rifu hann nlður. Lögreglan
var kölluð til hjálpar, og upphófust þá mikil áflog á hafnarbakkanum. Mynd-
irnar eftj teknar við þetta tækifæri, eftir að áflogin voru um garð gengin.
hann svona lengi ,í þér, sá seinasti?
— Hann hafði gaman að þessu, kall-
inn. — í annag sin króuðu margir
sjóliðar okkiir Magnús Sigurð'sson af
í Hafnarstræti og voru vopnaðir kúst-
sköftum, en við gerðum útrás með
herópi og börðum frá okkur á báða
bóga. — Þag var líka mikil harka í
slagnum í Uppsalakjallaranum og
Hekluslagnum á sínum tíma. í Upp-
salakjallaranum lentum við í kasti
við Fransara. Við gátum ekki taiað
orð í frönsku, en létum hendur
tala í staðinn, enda var það eina
málið, sem skildist eins og á stóð.
Hekluslagurinn var dálítið einkenni-
legur og sýndi, að stundum, þegar
sámvizka manna er í ólagi, koma
þeir ósjálfrátt upp um sig.
Ég hafði verið á kvöldvakt og geng-
iff inn á Hekluna, en þar var oft
sukksamt um þetta leyti. Þar voru
útlendir sióarar við borð —
áberandi ölvaðir. Þegar þeir sáu
mig, stóð einn þeirra upp og sagði
mér að skipta sér ekkert af þeim.
Hann skyldi telja upp að tíu, og ef
ég væri ekki farinn, réðust þeir á
mig. Hann taldi upp að tíu, ég stóð
kyrr, og þá sprakk blaðran. Mér
tókst að hrekja þá á undan mér út
á götu, og þegar út í Hafnarstræti
kom, barst mér hjálp. — Þaff kom
upp úr kafinu, að einn þeirra hafði
eitt sinn skotið á lögreglumenn vest-
ur í bæ og veriff bönnug landvist
af þeim sökum. Þaff var vonda sam-
vizkan, sem sagffi til sín.
En eitt furðulegasta tilfelli, sem
ég man eftir, voru afskipti, sem ég
hafði af bandarískum sjóliða. fs-
lenzka lögreglan hafði lent í átök-
um við bandaríska sjóliða austur í
bæ, og ég var í hjálparliffi, sem var
sent þangað. Á leiðinni niður á stöð
varð uppþot í fyrri bílnum, þar sem
óeirðaseggirnir voru, og einn þeirra
slapp út. Ég var í bílnum, sem á
eftir kom, stökk út og tók hann. Það
gekk bæði fijótt og vel. Viff fórum
svo með sjóliðana niður á banda-
rísku lögreglustöðina í Tryggvagötu.
Þar gerði hann enn uppþot og kom
þá í ljós, að hann var geysilega fær
og ekkert varg viff hann ráðið. Það
ihljómar ef til vill serp grobb eða
lygasaga, að um leið og ég snerti
við honum, gerði hann ekki nokkurn
skapaðan hlut. Það varff líkt og hann
yrði stjarfur, mér er óskiljanlegt
hvers vegna. — En þar með var ekki
allt búið, því að við íslenzku lögreglu-
þjónarnir vorum ekki fyrr komnir
út á lögreglustöð, en neyffarhringing
kom frá bandarísku stöðinni. Þegar
við komum þangað, var hann bútan
að setja alla liðsforingjana, sem
voru á stöðinm, út í horn og sló þá
og barði. Og það sama skeður: Hann
rétti fram hendurnar eins og hann
ætlaði ag verja sig, en virtist. þá
verða stjarfur og hreyfði ekki legg né
lið, þegar ég tók hann. Þetta hlýtur
að hafa verið eitthvað sálrænt.
— Varð ekki allt vitlaust á friðar-
daginn?
— Jú, þá urðu meiri læti en hægt
er að lýsa. Hermennirnlr óðu um
bæinn eins og brjálaðir menn og
skutu úr byssunum, veltu bílum og
brutu rúffur fyrir stórfé. Maður,
sem var á garigi á Arnarhóli, fékk
skot í gegnum buxnaskálmina, en
sakaði ekki. Vig reyndum að afstýra
þessum ósköpum og lentum meðal
annars í átökum við hermenn á Hótel
íslandsgrunninum. Þar ætluðu þeir að
brjóta og bramla bíl með planka. Það-
urffu þarna hörð átök, sem marka má
af því, ag tveir lögregluþjónar brutu
kylfur sínar. Hermennirnir voru sum
ir vopnaðir slöngum með blýi í, en
viff náðum þeim. Mér tókst að ná
plankanum, og síðan hröktum við
þá á flótta alla leiff vestur aff Upp-
sölum.
Það er margs að minnast frá þess-
'um tíma, t. d. Hótel íslands bruninn.
Ég var á vakt og kom fyrstur að
honum og talaði við dóttur Rósen-
bergs og bað hana að vekja fólkið,
því aff ég heyrði á brestunum, að eld-
urinn var búinn að ná tökum á burð-
arviðunum. Þegar ég kom út, var
slökkvibðið einmitt að koma að hús-
inu. Ég sá, aff stóri slökkviliðsbíllinn
var ókominn og spurði, hverju það
sætti. Hann komst ekki í gan.g, sögðu
þeir, og enginn bíll var til að kippa í
hann. Ég fór þá út á stöð, náði í minn
Framhald á 238. síSu. I
227
*
T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ