Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Blaðsíða 22
barmar hann sér þeim mun meira: Hann getur ekki gert sér von um, að neinn rétti honum lijálparhönd. En þegar Sigga bætir þvi við, að nú fari allt í hundana, hún gefist upp við að stríða þetta lengur, úr því að eygi hún engar líkur til þess að verða amma, þá færist æðið á hann á nýj- an leik. Og ekki batnar, þegar Sigga hengir sig kjökrandi um hálsinn á honum og stagast þar á því, að hún vilji verða amma. Loks fer hann þó á ný að basla við að koma fyrir sig fótunum, og þegar honum heppnast það, steðjar hann eins og byssu- brenndur út eftir veginum: Það varð að láta hendur standa fram úr ermum — hann mátti gera svo vel að biðja hreinlega manns handa henni. Nú birtist fólk á hæðinni þar út frá. Sigga sussar á hann og biður hann að vera ekkj of skrafinn. Hún reynir að sefa hann, situr á hann höfuðfatið og dustar af honum mestu moldina. ..Ha? Komiö þið þá hér bæði, gömlu hjúin. Eruð þið að fara heim svona snemma?" Ekkert svar. Þau stara bæði, og neðri vörin á Þrándi sígur niður á höku. Það var naumast, að hlaupin var kæti í Ingu — það var, að hún yiti á þau. Og leiðir hún ekki karl- mann, og það hér, langt frá annarra leiðum. Hvað skyldi búa undir þessu — hefur það loksins tekizt? ,.Hana, Óli.“ segir Inga. „Þú sagð- Lárus segirlrá — Framhald af 227. síSu. bíl og dró hann í gang. Slökkviliðið bjargaði því, sem bjargað varð, og aldrei líður manni þessi bruni úr minni. — Kom ekki glímukunnátta þin oft ag góðum notum í starfniu? — Jú, og ég hugsa. að allir þeir glímumenn, sem verið hafa og eru í lögreglunni, hafi sömu sögu að segja. Sérstaklega reyníst hún vel gagnvart útlendingum. sem átta sig ekki á brögðum hennar. — Ég sé, að þú átt mikið byssu- safn. — Já, ég hef alltaf haft gaman að því að skjóta og hef unnið nokkur skotverðlaun. en nú er sjónin farin að bila og sumir ungu mannanna slá mér við. — Og hvermg gengur með yrking- arnar? — Ég er á sama stigi og þegar ég byrjaði. Þá hafði ég ekkert vit til þess og hef ekki enn í dag — En nú er bezt ag slá botninn í þetta karlagrobb. Ég æflaði ekki að gefa mig því á vald, fyrr en ég yrði átt— ræður, en mér farlast fyrr en ég hélt. Birgir. ist eiga eitthvað vantalað við gömlu hjónin“. En Óli er viðbragðsseinn. Þrándur vaknar: „Hafir þú eitt- hvað lítið við okkur að segja, gæzk- ur, þá vertu aldeilis ófeiminn“. Hann hallar sér að eyranu á honum: ,,Við segjum ekki nei, máttu vita.“ Konan hnyllir Þránd þéttingsfas't. En sagt var sagt, töluð orð urðu ekki aftur tekin. Á HAFNARSLÓÐ Framhald af 219. síðu. skuggalegar götur á síðkvöldum og stjaka óþyrmilega við kjallaraglugga rúðum með staf sínum. Annar klifr- aði upp í ljósastaura til þess að ganga frá götuljóskerum. Hann var einkennilegur í fleiru — gat til dæm- is varla hugsað sér ag leggjast til svefns nema í silkináttfötum. Svalt heldur dögum saman. — Fyrrum voru kæfubelgir íslendinga illræmd- ir vegna miður góðrar þefjunar. — Kunna aldraðir Danir enn sagnir af þeim. Landar höfðu lika gaman af að ganga fram af félögum síniyn. — Stúdent var að búast á dansleik og bað Ólaf Davíðsson að lána sér vasa- klút. Var það mál auðsótt. En dag- inn eftir kemur stúdentinn sárgram- ur og kveðst hafa orðið að athlægi, þetta hafi verið grútskitinn tóbaks- klútur. „Hvað er þetta maður“, segir Ólafur, „hann var nýmulinn“. — Einn vaknaði fagran vormorgun úti í Amagerfjöru, flæddur upp að mitti. Þetta atvik gerðist fyrir nær þrem aldarfjórðungum, en svipuð dæmi má enn finna. Eru sum sögð undir rós í söguköflum og kvæðabókum síð- ustu áratuga. Milli háskólabókasafnsins og mat- stofu stúdenta er ekki löng leið, eig- inlega aðeins breiður húsagarður. Eigi að síður dvaldist hæglátum kandídat oft talsvert á vegferg þeirri og var kallað, að hann væri í hafi. Hann hafði fengið slæmsku í magann — drakk létta vínblöndu með mat og reykti vindil á eftir að læknisráði. Hældi hann sér drjúgt af og taldi sig öfundsverðan. Þegar hann kom í matstofuna, opnaðist hurðin afar gætilega. Kom flaskan fyrst í ljós, síðan vindillinn j — og maðurinn stundu síðar. Verkfræðingar áætluðu honum hálfa mínútu til þess að líta við, en hann kvað þá ekki kunna á Lausn 51. krossgátu Og reyndar — loks kom hann að orðum að því: Óli bað um hönd Ingu. Það var þungu fargi létt af Þrándi. Hann renndi augum til himins, söng: „Nú eru byrjuð blessug jól . . .“ En þá tók Sigga af skarið: „Nú dríf ég hann í rúmið, garminn þennan, það verður hreint engu tauti við þetta komið lengur, afmánina þá arna“. J. H. þýddi FYRIR 33 ÁRUM- reikningsstokkana og nefndi mörg dæmi um reikingsskekkjur þeirra. Var hann mælskari miklu og kvað þá í kútinn. Sumir háskólaprófessorarnir voru frægir vísindamenn, en mannlegir samt eins ag aðrir. Nokkrir voru strangleikinn og alvaran uppmáluð. . Sumir léttri í máli og gamansamir. Einn var snaggaralegur hversdags- lega, en mjög veizluglaður. Stóg þá stundum á höndunum og drakk gamla Carlsberg í þeim stellingum. Bet- ur nokkur háskólaprófessora vorra leikið það eftir? — Prófessorsstaða var auglýst. Umsækjendur aðeins tveir yannar ubehagelig, en hinn ubetydelig“. Mynd er birt af þeim, sem hlaut stöðuna. Straumur námsmanna stefnir nú til stærri landa, þar sem einstaklingur- inn hverfur meir í fjöldann. En til eru heimili úti í löndum íslenzkari en flest íslenzkt. Hugurinn flýgur heim. Undir skógareikum há oft var gott að dreyma. En aldrei fyrnast fjöllin blá á Fróni gamla heima. Ingólfur Davíðsson. 238 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.