Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Blaðsíða 7
 GRETAR FELLS: RÖDD JAPANS M i í Japan til forna var hugsað hátt. Að hefja til fegur&ar vit og mátt var þegnanna draumur dýri. Og þegar um lífið fannst þeim fátt, þá frömdu þeir „harakíri“. — En til þess höfðu þeir sérstakt sverð úr silfri, fagurt að allri gerð, því minna mátti ei duga. Og þessi var síðasta farin ferð með iögnuði og geiglausum hu.ga. Og styrk var höndin, sem örandinn bar; menn brýndu vilja stnn löngum þar, sem dauðinn varð list og leikur. Og allt hið liðna, sem lágfleygt var, það leystist nú upp sem reykur! Þú máttir einnig þá drýgja dáð að drekkja þér, ef þú vissir ráð engin til þokka og þrifa. Eitt fagurt kvæði þá skyldi skráð og skilið þeim eftir, sem lifa. Hin japanska manngerð var mild og traust. Hún mœtti dauðanum óttalaust, var himinfleyg holds i böndum. Og enn þá heyrist hin helga raust, sem hljómar frá Japans ströndu.m: Um úfna sjói með bros á brá er bezt að sigia og heimi tjá, að fegurð standí við stýri. Ef' deyja þarftu. ger dauðann þá að dáfögru œvintýri! Gretar 'Pells. m m I i i 1 n hvert bein“. Sönnur verða auðvitað seint á þessa sögn færðar. Það segir einna síðast af Halli, að hann átti í deilum við Jens nokk- urn, son Jónasar bónda í Ávík, en Jens var við róðra undir Jökli; hafði Hallur í heitíngum við Jens og vildi berja hann. Kom þá að formaðurinn og hugðist bregða hlífiskildi fyrir Jens háseta sinn, sem var únglíngur að aldri. Formaðurinn, Andrés að nafni, var gildur maður fyrir sér og þorði Hallur því ekki að eiga illt við hann. En árið 1836 réðist Jens á skútu úr Flatey, og eitt sinn er siglt var inn úr skreiðarför í góðu veðri og komið var mn um Oddbjarnarsker, féll Jens útbyiðis og drukknaði. Há- setarnir sögðu, að Jens hefði dottið sofandj út af öldustokknum. Alþýðu- trúin var ekki sein á sér að kenna heitíngum Halls um slysið. En þetta ár í júlí deyr Hallur Halls- son, þá til heitnilis í Þórarinsbúð á Sandi. Sagan segir, að menn hafi fundið hann beinbrotinn og örend- an úti á víðavángi, og var það auðvit- að eignað Mussulegg eða öðru því ill- þýði, er honum fylgdi. Hallur var þá rúmlega fertugur. Af Aþanasíusi fornvini hans er það að segja, að hann bjó á Dunki og Gunnarsstöðum, kvæntist og átti margt barna. Aldrei ásótti Mussu- leggur hann svo orð væri á gert. Hann lézt 1843. Launsonur Aþanasí- usar var Jakob, fróðleiksmaður, er lézt tæplega niræður 1915 í Reykja- vík. Eftir honum reit Þorsteinn Er- língsson sögur þær, er varðvéittar eru í bókinni Sagnir Jakobs gamla. Móðir Jakobs var Valgerður Hall- dórsdóttir, bróðurdóttir Samsonar Samsonarsunar. Á fullorðinsaldri sagði Jakob Aþanasiusson þá sögu, að eitt sinn hafi hann heyrt á-.tal föður síns og Jónasar Jónssonar járn- smiðs úr Miðfirði Voru þeir þá að ræða um uppvakníngu. og greindi hvor um sig frá sinni aðferð: Aþana- síus kvaðsí hafa tekið i litlafíngur líksins og viðhaft formála. en af orð- um Jónasar heyrði Jakob það eitt, að hann kvaðst hafa vakið upp „Ingi- mund fífi“ í Staðarbakkakirkjugarði, þegar hann var úngur við nám. Ekki hefur þessi vitnisburður Jakobs um föður sinn lamað orðróminn um at- ferli þeirra Galdra-Halls. o Búj prófastur Jónsson fékk Prests- bakka 1837, að séra Jóni Jónssyni látnum, en séra Jón hafði verið kvæntur Valgerði, dóttur Jóns And- réssonar og Guðrúnar í Sólheimum; var miseldri mikið með þeim hjónum. Búi prófastur andmæltj ævinlega galdra- og draugasögnum, en þó kvaðst hann ekki neita því, að tvíveg- is hefði hann séð Sólheimadraug, og það í kirkjukórnum um kvöld, — ekki lítil bíræfni það af draug. Hörfaði hann þó út undan prófasti í bæði skiptin. Það mun hafa verið þá, sem séra Búi kvað: Gæðaspar mér þursinn þótti þils hjá bjómum; sá ég, hvar hinn sólheimótti sat í kórnum: En þessa sögu segir Björn Bjarnason frá Viðfirði um skipti Móra og séra Búa: „Eitt sinn sem oftar er prestur að hallmæla draugsa og heitir á hann, að hann sýni sig, ef hann þori. Kem- ur þá kona hans að og biður hann fara varlega i héitingar við Móra; hann kunni að finna hann í fjöru. þótt síðar verði. Prestur brá á glens og kvað: Sólheimóttur sýnist mér sig fyrir utan glfiggann spreyta. Uggir mig hann ætli þér árásir í nótt að veita. Um kvöldið er þau hjón voru geing- in að sofa. lá prestur leingi and- vaka og gat ekki fest svefninn; fannst honum einsog einhverjar kynjamynd- ir væru á flökti frammj fyrir rúm- Framhald á 237. si3u. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 223

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.