Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Blaðsíða 5
Ljósmynd: Tryggvi Samúelsson. flugan — sendíngin — borað sér út aftur. Það var þá eftir allt saman eingin tfurða, að lík Kristjáns hvarf úr skemmunni: hvað annað en þeir Hall- ur Hallsson og Aþanasíus Hnausa- Bjarnason, þeir tóku til sinna ráða um nóttina, meðan líkin lágu þar, smugu inn, höfðu upp særínghr og vöktu Kristján upp, sem ef til vill hefur verið volgur eða varla dauð- ur. Það fylgdi líka sögunni, þegar henni tóku að spretta vængir, að Hall- ur hefði gefið Aþanasíusi 20 spesí- ur til þess, að hann yrði sér hjálp- legur við uppvakníng til að senda Elísabetu. Q En sama dag og Elísabet deyði fljótlega á Skrið'nesenni vestur, skildu þeir Hallur og Aþanasíus fé- lag sitt. Segir sagan, að Aþanasiusi hafi ekki litizt meir en svo á ag eiga draugsa yfir höfði sér, úr því erindi hans var lokið, og álitið sig vart ein- færan um að verja bæð; sig og Hall; aðrir hugðu þó, að hann væri Halli gramur fyrir bölvað umstángið og vildi ekki ver.ia hann. — Sagt er, að Ifallur hafi getið barn vestra, og lézt það skyndilega um þessar mund- ir; var það afrek draugsins fyrst, eft- ir að liann fyrirkom Elísabetu. Uppúr því varð Halli illa vært fyr- ir reimleiikum, og sáu drauginn fresk- ir menn og ófreskir; var hann ber- leggjaður og klæddur mussu. Ekki þóttj hann leingur líkjast Kristjáni frá Gufuskálum, enda var þetta að líkindum nýr ári, sem Hallur hafði vakið upp til að vinna á hinum. En úr því varð tómur klaufaiskapur; sveimurinn varð aðeins magnaðri kríngum Hall; andarnir hafa líklega rur.nið saman í einn, að minnsta kosli studdu þeir hvor annan í því að hvekkja fólk og ekki sízt Hall, í stað þess að eigast illt við innbyrðis. Hvar sem Haliur Hallsson var stadd- ur undir þaki gekk ekki á öðru en barsmiðum og háreysti. 0 Mussuleggur lét ekki við það sitja að brambolta kríngum Hall, því nú tók hann til starfa á Skriðnesenni á nýjan leik. Mest hélt hann sig kring- um Guðmund, bróður Guðrúnar hús- freyju, sem þar var til heimilis. Finn- ur bóndi var einarður maður og reyndi að þagga þetta niður, en það dugði ekkert. Sagnir herma, að draugsi væri ekki í mussuskrúðanum, þegar liann var að slagsa með' Guð- mundi; „strákur búkmikill og klof- stuttur í mórauðri úlpu með lambhús- hettu á höfði og skott afturúr“. Guð- mundi varð um síð'ir illa vært á bæn- um; ef hann reri á sjó, brást ekki, SKRiÐNESENNI að veður tók að ýfast, svo ekki var einleikið. Leitaði Guðmundur ráða hjá vísum manni, og kvað' sá hollast fyrir hann að flytja til Broddaness og koma aldrei á sjó þaðan af. Guðmundur flutti því til Brodda- ness vorið 1822. Sama ár fluttu Finn- ur bóndi og Guðrún búferlum að Sólheimum til Finns eldra. Árið eftir brá Guðmundur í Brodda nesi útaf ætlan sinni og sté á ótraust skip við' fimmta mann, og fórust þeir allir. Var mál manna, að undir það síðasta hafi þeim sjötta brugðið fyr- ir á skipinu, úr landi að sjá, og var fólk ekki í vafa um, hver sá var. Eftir að Finnur Finnsson og Guð- rún hófu búskap í Sólheimum urðu ærin umskipti þar, því Mussumóri hafði farið með. Hóf hann nú að murka niður kvikfénað fyrir þeim hjónum, þar á meðal flesta reiðhesta ifeð'ganna. Slikar aðf*rir voru þó myrkraverk, en svo óforskammaður var draugurinn, að oft lióf hann smærri skemmdarverk í guðsglaðri HVÍTAHLÍÐ í BITRU Ljósmynd: Tryggvi Samúelsson. T í M I N N — SIJNNUDAGSBLAÐ 221

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.