Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Síða 2
Giftusamlega ýtt úr vör
Við Wang, Tsjú og ég höfðum nurl-
að saman dálitilli peningafúlgu; nóg
til að við gátum opnað nýjan, lítinn
spítala. Kona Wangs varð yfirhjúkr-
unarkona. Hún hafði hækkað í tign
frá því að vera venjuleg hjúkrunar-
kona í læKnisfrú. Faðir Tsjús var
framkvæmdasrióri og reikningshald-
ari. Við Wang vorum ásáttir um að
þjarma að Tsjú, ef faðir hans skyldi
falsa reikninga, stinga þeim undan
eð'a hlaupast á brott með sjóðinn. Að
kyrrsetja yngri Tsjú væri full trygg-
ing fyi'ir föðurnum. Við Wang rérum
á sama báti, Tsjú réðst til okkar
seinna. Við urðum að hafa ráð hans
i okkar höndum Sama við hvaða starf
var fengizt eða hvort fleiri eða færri
áttu í hlut, menn hlutu alltaf að
skiptast í flokka og hafa vaðið fyrir
neðan sig. Annars fannst manni ekk-
ert spunnið í fyrirtækið. Þegar kona
Wangs bætthú í hópinn, vorum við
orðin þrjú á .'ömu árinni, skyldi
koma til átake við Tsjú. Gamli Tsjú
hlyti auðvitað að fylgja syninum að
máluin, en harm var nú farinn að
leskjast; frú Wang einsömul var fær
um að reyta af honum allan skegg-
hýjunginn Yngn Tsjú var reglulega
mikilhæfur læknir, svo að ég geri
engum rangt lil Sérgrein hans var
lækning á fólki sem átti erfitt með
gang, og alls kyns uppskuiðir fóru
honum feikna snoturlega úr hendi,
þess vegna hó’ðum við fengið hann
til samstarfs með okkur. Ekki þar
fyrir, færi hann eilthvað að ybba
sig, skyldum við ekki vera neitt sér-
lega mjúkhentir á honum.
Ég var lyflE’knirinn, Wang kyn-
sjúkdómalæknir Tsjú helgaði sig
gyllinæð og skurðlækningum, en frú
Wang var yfirhjúkrunarkona og sá
um fæðingar Vig höfðum þá saman-
lagt fjórar sérgieinar. Lyflækningarn-
ar voru ekki ti! að stæra sig af, ef ég
á að vera ful'.komlega sannleikanum
samkvæmur. Þar var flest af vanefn-
um gert, ekki lagt í mikinn kostnað
fyrirfram, það sparaði líka útgjöld.
Kynsjúkdómar og gyllinæð var okk-
ar aðalbakhjarl. þeir Wang og Tsjú
voru höfuðvonin; við frú Wang bara
aukagemsar. Hun var alls ekki neinn
læknir, en hafði sjálf alið tvö böin,
svo að hún hafði nokkra reynslu i
fæðingum. En ef ég ætti konu sjálfur,
hefði ég alls ekki trúað henni fyrir
fæðingarhjálpinni. En við urðum að
fá sem flestar fæðingar, þær boiguðu
sig. Þótt fæðing gengi að óskum, yrði
sængurkonan að minnsta kosti að' búa
í tíu daga eða hálfan mánuð á spítal-
anum. Grautur og úrgangshrisgrjón
gátu gengið sein viðurværi, auk þess
kom greiðsla í'yrir hvern legudag.
Yrði fæðingin iiins vegar erfið', væri
að ráða fram úr vandanum, þegar
hann berði að dyrum, aka seglum eft-
ir vindi. Maður mátti ekki di'epast á
þurru landi.
Vig hófum starfsemina. Heiti
sjúkrahússins var valið „Alþýðu-
sjúkrahúsið". Það hafði þegar verið
auglýst heilan mánuð i blöðunum.
Nafnig var ekki af verri endanum —
á þessum tímum mátti ekki gleyma
orðum eins og „alþýða“, þegar átti
að maka Krókmn. Hvers peninga átti
að krækja í, ef ekki alþýðunnar?
Segi ég nokkuó nema kláran sann-
leikann? Auðvitað komumst vig ekki
þannig að orði í auglýsingunni. Al-
þýðunni geðjast ekki að nöktum
sannleikanum. Við tókum þannig til
orða: Fómum okkur fyrir alþýðuna.
Leitum hjálpræðis handa náungan-
um. Allt vísindalegt. Alger jöfnuðuE.
Fullkomið vald jafnt yfir vestrænum
sem kínverskum læknavísindum. Út-
hýsum stéttamismuni. — Við eyddum
ekki neinu smáræði í allar þessar
auglýsingai, það var'ð að draga þær
frá höfuðstólnum. Þegar við værum
búnir að lað'a að okkur alþýðuna,
gætum við plokkað hana í ró og næði.
Enginn gat vitað, hversu stór spítal-
inn okkar var eftir auglýsingunni að
dæma. Myndin af þr'iggja hæða
sjúkrahúsinu á henni var fengin að
láni, hún var af nærliggjandi flutn-
ingafirma. Við höfðum samanlagt að-
eins sex herbergi á einni hæð.
Við hófum reksturinn. Stunduðum
lækningar í eina viku og fengum ófáa
sjúklinga, en þeir voru allir sauð-
svartir „alþýðumenn". Ég tíndi þá
lögulegri úr og gaf þeim lögg af sóda-
vatni mismunar.di lituðu, án tillits til
hvaða meinsemd hrjáði þá. Þannig
leið önnur vika. Sauðsvartur almúg-
inn fékk ekki einu sinni litað sóda-
vatn lengur. Ég sagði þeim ag fara
heim og þvo sér í frarnan, áður en
þeir kæmu næst. Fyrir mann me3
andlit fullt af skit eru lyf dýrmætari
en smjör.
Kvöld eitt “ftir erilsaman dag héld-
um við áríðandi fund, komumst að
þeirri niðurstöðu, ag við alþýðuna
væri ekki tjónkandi. Við yrðum eftir
mætti að laða að „annarrar gráðu“
alþýðu — millistéttarfólk. Við sáum
öll eftir nafngiíiinni, við' hefðum ekki
átt að kalla spitalann „Alþýðusjúkra-
húsið“. Tómur afmúgi, engir heldri
menn, hvaðan atti að taka auðæfin?
Spítalahús var ekkert steinolíuhluta-
félag. Við hefðum þegar í upphafi
átt að vita, að betra væri að kalla
það „Höfðingjasjúkrahúsið“. Hversu
oft var Tsjú ekki búinn að skola
skurðarhniíinn upp úr sótthreinsun-
aivatninu, en ekki einn einasti upp-
skurður vegna gangerfiðleika. Hvaða
ríkisbubbi kemur á „Alþýðúsjúkra-
húsið“ til að fá þar uppskurð?
Wang K.om rneð fangaráðið: Fá
lánaða akíæra bifreið, safna saman
öllu skyldfólki, hvort sem það voru
mágkonur eða eiginkonur móður-
bræðra, þeysa viðstöðulaust með liðið
í garð'inn. Um Jeið og komið væri í
hlaðvarpann, áltu allar hjúkkurnar
ag þjóta út og styðja „sjúklingana“
inn í sjúkrahúsið. Svona skyldi hald-
ið áfram 30—49 sinnum. Nágrannarn-
ir hlytu að fyliast aðdáun.
Við lukum öll lofsorð'i á snilli
Wangs.
„Þá að leigjf nokkra óökufæra
skrjóða", hélt Wang áfram.
„Til hvers?“ spurði ég í einfeldni
minni.
„Ræða við bílamarkaðinn um að
fá lánaða nokkra bíla úr viðgerð, og
geyma þá íraman við spítalann.
Þeyta bílhomi'i góða stund. Sjúkling-
arnir munu ekkert botna í aðsókn-
inni, þegar þeir heyra stöðugan óm
af bílhornum Nágrannarnir, haldið
þið að þeir verði ekki undramdi að
sjá bílalestina i hlaðvarpanum?“
Vig létum ekki standa á fram-
kvæmdum. Daginn eftir buðum við
öllum skyldmennum okkar, gáfum
þeim tebolla og fylgdum úr hlaði,
þegar þau fóru. Tvær hjúkrunarkon-
ur studdu hvern „sjúkling", þannig
var haldið áfram ýmist út eða inn,
ekki stungið við fæti myrkranna á
milli. Hófum að sækja óökufæra
skrjóða strax og birti af degi, tók
fimm minútur með hvern þeirra. Þeir
þeyttu homin án afláts. Stiax og
sólin var stokkin upp á sjóndeildar-
hringinn, komu börnin úr nágrenn
inu og tóku mymdir af bílunum, báðu
menn að birta þær í blöðunum. Kona
Tsjús eldra oríi i'imur, sem lýstu
bílamergðinni Um kvöldið gátum við
ekki rennt niður matnum, homablást-
urinn hafði verið of yfirþyrmandi,
við vorum öll með svima.
Hlutum við ekki að dást að Wang?
Á þriðja degi, rétt þegar búið var
að opna útidyrnar, stóð þar ekki bif-
434
T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ