Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Page 3

Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Page 3
reið og herforingi þrammaði inn. Wang flaug út að fagna gesti, en gleymdi, hve dyrnar voru lágar, fékk feiknakúlu, þegar hann small upp und ir. Kynsjúkdómur, Wang kærði sig kollóttan um eina kúlu, andlitið varð ©itt bros, eins og nýútsprunginn rósa- knappur. Honum stóð á sama, þótt hann ræki sig 7 eða 8 sinnum upp- undir til viðbótar. Án allra vafninga, ein sprauta af 606. Tvær af hjúkrun- arkonunum okkar afklæddu stríðs- hetjuna, síðan nudduðu fjórar hvítar hendur á honum handlegginn. Frú Wang kom og potaði gildum vísi- fingri á staðinn, sem í skyldi spraut- að. Þá kom sjálfur Wang og gaf hon- um lo'ks sprautuna. Stiíð'sjálkurinn vissi hvorki upp né niður, leit til skiptis á hjúkkurnar og veinaði: Sárt, sárt, sárt . . . Ég, standandi til hliðar, sagði, að við skyldum gefa honum eina sprautu til viðbótar. Tsjú hafði til allrar hamingju verið svo fyrir- hyggjusamur að hita ilmte með salt- lögg £. Wang sagði hjúkkunum að nudda handleggi stríðshetjunnar, frú Wang kom aftur og rak pattaralegan fingurinn í handlegginn, og einn skatnmtor af ilmtei streymdi inn. Stríðshetjan kwtaði enn um verk, og Watig gaf honum ótilkvaddur eina sprautu af Drekabrunnstei. Við hérna á sjúkrahúsinu erum vandlát á teið, hitum aldrei nema ilmte eða Dreka- brunnste. Tvær sprautur af tei, ein af 606, við tókum tuttugu og fimm dali. Upphaflega átti sprautan að bosba tíu dali hver, en við slógum fimm diali af, þar sem þær urðu þrjár. Við sögðum honum að halda áfram að koma, við fnllyrtum, að meinsemd- in yrði upprætt eftir fjórar atrennur. Hins vegar höfðum við notfært okkur teið, hugsaði ég með sjálfum mér. Hann kom sér ekki að því að fara, þótt hann hefði þegar greitt pening- ana. Við Wang fórum að glensast við hann, skjölluðum hann, að hann skyldi ekki teyna sjúkdóminum — kynsjúkdómi — en leita sér þegar í stað lækninga. Við fullyrtum, að eng- in hætta væri á ferð'um, svo lengi sem hann væri í okkar höndum. Kyn- sjúkdómar væru sjúkdómar mikil- menna, stórfenglegir, dýrðlegir. Væri maður sjúkur, ætti maður að leita sér lækni-nga án tafar; nokkrar spraut ur af 606, og allt væri umliðið, eins og ekkert hefði á bjátað. Við óttoð- umst, að til að mynda búðardrjólar eða miðskólastrákar leyndu svona sjúkdómi, eða stælust til skottulækn- is eð'a keyptu í laumi meðul af hómó- pötum og sulturum. f>að ætti að hengja upp sérstaka auglýsingu á al- menningssaleraum, það hlyti að hrífa. Stríðshetjan var ákaflega hrifin af tali ökkar, trúði okkur fyrir því, að hann væri búinn að fara á rúmlega tuttugu sjúkrahús, en hefð'i aldrei liðið eins þægtlega og hjá okkur. Ég svaraði engu til. Wang tók upp þráðinn. Kynsjúk- dórnar gæto alls ekki talizt neinir sjúkdómar, maður þyrfti bara að vera iðinn að ganga i 606 sprautur. Stríð's- hetjan var þessu fram úr hófi sam- þykkur, hann kom meira að segja með sannanirnar: Hann gat aldrei á sér setið, unz honum væri fullbatnað, heldur sleppti sér lausum í svallið, þótt hann þyrfti ekki nema nokkrar sprautor í viðbót til að' verða alheill. Wang dáði mjög þessi orð og langaði auk þess til að ná sér í fastan við- skiptavin. Kæmi herforinginn langan tíma í sprautur, skyldi hann lækka gjaldið um helming, hver sprauta á fimm dali. Mánaðargjald gæti einnig komið til greina, 100 dalir á mánuði, hvetsu margar sem sprauturnar yrðu. Stríðshetjan varð feikilega hrifin af þessari uppástungu. Ef það gengi allt- af jafnvel og í dag, þá áttum við eng- in orð I eigu okkar. Við kinkuðum brosandi kollunum. Rétt þegar stríðsmaðurinn var far- inn, bittist önnur bifreið og fjórar þemur og ein frú stukku út úr henni. Fimm munnar spurðu einum rómi um leið og stigið var úr bifreiðinni: „Haf- ið þið sérstök herbet'gi?“ Ég stjakaði einni þernunni til hliðar, þreif í hand legg frúarinnar og stoddi hana inn í miðjan húsagarðinn, benti á stórhýsi flutningafirmans og sagði: „Öll her- bergin á hæðinni eru full, en þú hef- ur samt lukkuna þér hliðholla, þama“ — og benti á bessi fáu herbergi okk- ar — „þarna eru tvö fyrsta flokks herbergi, þú kemur þér þar fyrir til að byrja með. Satt að segja eru þau þægilegri en þau á hæðinni, þú losn- ar við öll hlaupin upp og ofan stiga;' ekki satt, frú mín góð?“. Við fyrstu setningu frúarinnar fannst mér sem ég hefði himin höndum tekið: „Þetta er sannur læknir. Hvað hafa sjúklingar að gera í sjúkrahús nema láta sér líða sæmilega? Allir læknarnir á Dúngsöngsjúkrahúsinu eru naumast þess virði að kallast manneskjur!" „Hafið þér komið á Dúngsöngsjúkra húsið, góða frú?“ spurði ég óvenju- lega áfjáður. „Nýkominn þaðan. Þessi ekkisen mauraþúfa af skíthælum“. Ég notaði tækifærið, meðan hún krossbölvaði Dúngsöngsjúkrahúsinu — í fullri einlægni sagt, þetta er okkar stærsta og bezta sjúkrahús — til að styðja hana inn í litla herberg- ið. Ég vissi hún myndl alls ekki setj- ast að í svona litlu herbergi, ef ég ýtti ekki undir hana að úthúða Dúng- söngsjúkrahúsinu: „Hve marga daga bjugguð þér þar?“ spurði ég. „Tvo daga, tvo daga sem næstum kostuðu mig lífið. „Frúin hlammaði sér á lítið rúmið. Ég studdi við rúmstokkinn með fæt inum. Sjúkrarúmin okkar eru öll góð, bar ofurlítið komin til ára sinna, eink ar lagin að kollsteypast. , „Hvers vegna fóruð þér þangað?“, Ég þorði ekki að steiniþegja, því þá 'hlyti frúin að taka efti'r, að ég studdi við með fætinum. „Minnstu ekki á það ógrátandi. Ég fer öll úr lagi af gremju um leið og vikið er að því orði. Þú skilur, læknir, ég þjáist af magakveisu, þeir gáfu mér ekkert að eta“. Frúnni lá við að tárfella. „Gáfu þér ekkert að eta?“ augun ætluðu út úr höfðinu á mér af undr- un. „Gefa fólki ekkert að eta við maga veiki! Mongólskir læknar! Nota sér yðar háa aldur. Góða frú, eruð þér orðnar áttræðar?" Frúin hætti við að skæla, brosti hins vegar eilítið í þess stað: „Efcki alveg. Nýorðin fimmtíu og átta“. „Jafngömul móður minni, hún þjá- ist líka af magaveiki o,g munnangri". Eg nuddaði augun. „Góða frú, þér búið þá hérna. Ég ábyrgist að lækna þessa veiki. Lækning sjúkdómsins byggist fyrst og fremst á góðu viður- væri, borða bara það, sem mann lang- ar í. Róast á taugum, ef borðað er nógu vel, sjúklingurinn er þá þegar kominn á góðan bataveg. Ekki satt, frú mín góð?“ Tárin komu enn fram £ augu henn- ar, í þetta skipti vegna þess, hve hrærð hún var af orðum mínum. — „Læknir, þú skilur, ég er gefin fyrir fastan mat, þeir gáfu mér eintóman graut. Var það ekki að gera sér leik að því að skaprauna mér?“ „Þér hafið sterkar tennur og eig- ið einmitt að snæða fastan mat“, sagði ég festulega. „Mig hungraði á augabragði, þeir leyfðu ntér ekki að taka til matar míns fyrr en kom að matmálstima". „Snarbrjálaðir andskotar". „Um miðja nótt, ég var rétt sofnuð, ráku þeir einhvern glerstaut upp í mig, létust vera að mæla einhver stig“. „Kunna ekki að skammast sín!“ „Ég vildi fá næturgagn, hjúkkum- ar sögðu mér að bíða, þangað til læknirinn kæmi að rannsaka sjú.k- dóminn, sjá þá til“. Framhald á bls. 454. SKÚLI MAGNÚSSON ÞYDDI ÚR KÍNVERSKU T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 435

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.